Fótbolti

Vinícius Júnior í stríði við Nike

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Vinícius Júnior er ósáttur við Nike.
Vinícius Júnior er ósáttur við Nike. getty/Florencia Tan Jun

Vinícius Júnior, leikmaður brasilíska landsliðsins og Real Madrid, er kominn í stríð við bandaríska íþróttavöruframleiðandann Nike.

Hinn 22 ára Vinícius Júnior hefur verið samningsbundinn Nike síðan hann var þrettán ára og er með samning við íþróttavöruframleiðandann til 2028. En hann vill losna undan þeim samningi og það sem fyrst og hefur sett lögfræðinga sína í málið.

Brasilískir fjölmiðlar greina frá því að Vinícius Júnior finnist hann fá ósanngjarna meðferð hjá Nike. Hann hafi meðal annars þurft að spila í gömlum skóm á HM sem stendur núna yfir í Katar.

Deila Vinícius Júnior og Nike hefur staðið yfir í nokkra mánuði og hann tók til að mynda ekki þátt í auglýsingum brasilíska landsliðsins fyrir Nike fyrir HM.

Vinícius Júnior hefur leikið tvo leiki á HM og skorað eitt mark. Brasilía mætir Suður-Kóreu í sextán liða úrslitum HM í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×