„Lögreglumenn alltof oft í aðstæðum sem þeir ráða ekkert við“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 5. desember 2022 13:54 Flestir þátttakendur töldu lögregluna standa sig vel við að tryggja öryggi almennings. Þá var meirihluti þátttakenda sammála því að lögregla sinni hættulegu starfi og væri ein af grunnstoðunum í íslensku samfélagi Vísir/Vilhelm Viðhorf almennings gagnvart lögreglunni á Íslandi er almennt gott en konur eru þó með jákvæðara viðhorf en karlar. Meirihluti fólks er ósammála því að lögregla eigi að bera skotvopn. Þá telja flestir lögregluna skorta þekkingu þegar kemur að geðrænum vanda og fíknivanda. Þetta kemur fram í niðurstöðum lokaverkefnis Viktors Freys Hjörleifssonar í lögreglu-og löggæslufræði við Háskólann á Akureyri. Í tengslum við verkefnið rannsakaði Viktor Freyr viðhorf og álit almennings til lögreglunnar. Viktor ræddi við rúmlega 400 þátttakendur, 171 karl og 232 konur og kom í ljós að kyn og aldur hafa áhrif á það hvernig einstaklingur upplifir viðhorf sitt og álit til ákveðinna málefna. 18 úr hópnum hafa starfað eða eru í starfi hjá lögreglunni og kemur fram í niðurstöðum að þeir sem hafa starfað hjá lögreglunni hafa betra viðhorf til hennar. Flestir töldu lögregluna standa sig vel við að tryggja öryggi almennings. Þá var meirihluti þátttakenda sammála því að lögregla sinni hættulegu starfi og væri ein af grunnstoðunum í íslensku samfélagi. Flestir voru hins vegar ósammála því að laun lögreglumanna væru ekki í samræmi við störf þeirra. Mikill meirihluti þáttakenda sögðust sammála því að lögregla þyrfti meiri þekkingu á geðrænum og fíknitengdum vanda. Voru þátttakendur þó meira sammála því að lögreglan þyrfti meiri þekkingu á geðrænum vanda heldur en fíknivanda og þá töldu konur lögreglu þurfa meiri þekkingu á bæði geðrænum vanda og fíknivanda. Jákvæð og neikvæð skilaboð Þátttakendum í rannsókninni var einnig boðið að koma skilaboðum á framfæri hvað varðar nám og störf lögreglunnar og voru skilaboðin bæði af jákvæðum og neikvæðum toga: „Ég hef trú á að vel menntaðir lögreglumenn hafi þá þekkingu sem þarf til að takast á við erfitt starf.“ „Þið eruð hugrökk að fara í þetta nám, þið lendið í aðstæðum sem almenningur vill ekki lenda í. Þið eruð þjóðinni til sóma.“ „Lögreglan mætti beita sér harðar gegn alvöru glæpum. Í dag er tilfinningin að alvarlegustu glæpirnir miðað við sektir og refsiákvæði séu stöðu og hraðabrot í umferðinni, en endalausir afslættir eru gefnir í fíkniefna og líkamsárásarglæpum.“ „Það þarf að kynna sér hin ýmsu sýningamyndir geðsjúkdóma vel. Reynsla margra með slíka er hræðileg af lögreglunni þar sem valdbeiting var mikil þegar það hefði verið með meiri kunnáttu verið hægt að komast hjá henni.“ „Það er alltof oft sem að lögreglumenn eru í aðstæðum sem þeir ráða ekkert við og enda á að beita alltof miklu valdi því þau annaðhvort kunna ekki eða geta ekki höndlað aðstæður sem þau eru í vegna vankunnáttu.“ „Þegar kemur að starfi lögreglunar, við að vakta viðburði eða bregðast við neyðarástandi þá tel ég hana vera að gera mjög góða hluti og með fínt fólk á snærum sér. En í dagsdaglegu umstangi, og sérstaklega þegar kemur að því að bregðast við ástandi sem er kannski ekki neyðarúrræði eða deilur á milli fólks, þá hefur lögreglan oft engan áhuga á að hjálpa til við að leysa vandamálin.“ „Mér finnst eins og bjartari framtíð lögreglunnar sé framundan þar sem námið í lögreglufræði er orðið svo mikið betra en það var. Ég hef bæði átt samskipti við kurteisa lögreglu og einnig dónalega lögreglu sem horfði niður til manns.“ Bæta þarf viðhorf yngri kynslóðarinnar Í niðurstöðum Viktors Freys kemur meðal annars fram að þegar horft er til framtíðarrannsókna á þessu viðfangsefni væri gott að fara dýpra í hvaða þekkingu almenningur telur lögreglu þurfi að bæta við sig til að geta fylgt kröfum samfélagsins. Þá telur Viktor Freyr að skoða megi hvernig hægt væri að bæta viðhorf yngri einstaklinga til lögreglunnar á Íslandi, þar sem ungt fólk í dag er framtíð landsins. Þá mætti einnig skoða hvort munur sé á milli þeirra sem hafa starfað hjá lögreglunni og þeirra sem ekki hafa starfað innan lögreglunnar. Lögreglan Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Sjá meira
Þetta kemur fram í niðurstöðum lokaverkefnis Viktors Freys Hjörleifssonar í lögreglu-og löggæslufræði við Háskólann á Akureyri. Í tengslum við verkefnið rannsakaði Viktor Freyr viðhorf og álit almennings til lögreglunnar. Viktor ræddi við rúmlega 400 þátttakendur, 171 karl og 232 konur og kom í ljós að kyn og aldur hafa áhrif á það hvernig einstaklingur upplifir viðhorf sitt og álit til ákveðinna málefna. 18 úr hópnum hafa starfað eða eru í starfi hjá lögreglunni og kemur fram í niðurstöðum að þeir sem hafa starfað hjá lögreglunni hafa betra viðhorf til hennar. Flestir töldu lögregluna standa sig vel við að tryggja öryggi almennings. Þá var meirihluti þátttakenda sammála því að lögregla sinni hættulegu starfi og væri ein af grunnstoðunum í íslensku samfélagi. Flestir voru hins vegar ósammála því að laun lögreglumanna væru ekki í samræmi við störf þeirra. Mikill meirihluti þáttakenda sögðust sammála því að lögregla þyrfti meiri þekkingu á geðrænum og fíknitengdum vanda. Voru þátttakendur þó meira sammála því að lögreglan þyrfti meiri þekkingu á geðrænum vanda heldur en fíknivanda og þá töldu konur lögreglu þurfa meiri þekkingu á bæði geðrænum vanda og fíknivanda. Jákvæð og neikvæð skilaboð Þátttakendum í rannsókninni var einnig boðið að koma skilaboðum á framfæri hvað varðar nám og störf lögreglunnar og voru skilaboðin bæði af jákvæðum og neikvæðum toga: „Ég hef trú á að vel menntaðir lögreglumenn hafi þá þekkingu sem þarf til að takast á við erfitt starf.“ „Þið eruð hugrökk að fara í þetta nám, þið lendið í aðstæðum sem almenningur vill ekki lenda í. Þið eruð þjóðinni til sóma.“ „Lögreglan mætti beita sér harðar gegn alvöru glæpum. Í dag er tilfinningin að alvarlegustu glæpirnir miðað við sektir og refsiákvæði séu stöðu og hraðabrot í umferðinni, en endalausir afslættir eru gefnir í fíkniefna og líkamsárásarglæpum.“ „Það þarf að kynna sér hin ýmsu sýningamyndir geðsjúkdóma vel. Reynsla margra með slíka er hræðileg af lögreglunni þar sem valdbeiting var mikil þegar það hefði verið með meiri kunnáttu verið hægt að komast hjá henni.“ „Það er alltof oft sem að lögreglumenn eru í aðstæðum sem þeir ráða ekkert við og enda á að beita alltof miklu valdi því þau annaðhvort kunna ekki eða geta ekki höndlað aðstæður sem þau eru í vegna vankunnáttu.“ „Þegar kemur að starfi lögreglunar, við að vakta viðburði eða bregðast við neyðarástandi þá tel ég hana vera að gera mjög góða hluti og með fínt fólk á snærum sér. En í dagsdaglegu umstangi, og sérstaklega þegar kemur að því að bregðast við ástandi sem er kannski ekki neyðarúrræði eða deilur á milli fólks, þá hefur lögreglan oft engan áhuga á að hjálpa til við að leysa vandamálin.“ „Mér finnst eins og bjartari framtíð lögreglunnar sé framundan þar sem námið í lögreglufræði er orðið svo mikið betra en það var. Ég hef bæði átt samskipti við kurteisa lögreglu og einnig dónalega lögreglu sem horfði niður til manns.“ Bæta þarf viðhorf yngri kynslóðarinnar Í niðurstöðum Viktors Freys kemur meðal annars fram að þegar horft er til framtíðarrannsókna á þessu viðfangsefni væri gott að fara dýpra í hvaða þekkingu almenningur telur lögreglu þurfi að bæta við sig til að geta fylgt kröfum samfélagsins. Þá telur Viktor Freyr að skoða megi hvernig hægt væri að bæta viðhorf yngri einstaklinga til lögreglunnar á Íslandi, þar sem ungt fólk í dag er framtíð landsins. Þá mætti einnig skoða hvort munur sé á milli þeirra sem hafa starfað hjá lögreglunni og þeirra sem ekki hafa starfað innan lögreglunnar.
Lögreglan Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Sjá meira