Einar eftir að Fram komst aftur á sigurbraut: „Hrikalega bjartsýnn á framhaldið“ Tómas Helgi Wehmeier skrifar 5. desember 2022 22:00 Einar Jónsson var ánægður með sigur kvöldsins. Vísir/Hulda Margrét Fram vann gríðarlega mikilvægan sigur í kvöld. Einar Jónsson, þjálfari Fram, var mjög ánægður með að fá tvö stig í kvöld þegar lið hans lagði ÍR í Breiðholti í Olís deild karla í handbolta. Fram hafði tapað þremur leikjum í röð og sigurinn þar af leiðandi extra sætur. „Ég er fyrst og fremst bara ánægður að vinna leikinn, ÍR liðið er bara drullu flott lið þannig að fara með tvö stig héðan er ég gríðarlega sáttur með en miðað við hvernig við byrjuðum leikinn þá átti þetta ekkert að vera svona erfitt, það kemur þarna korters kafli í fyrri hálfleik þar sem við vorum bara ekki með.“ Fram leiddi með tíu mörkum, 1-11 þegar að rétt rúmar tólf mínútur voru liðnar af leiknum, ÍR jafna síðan leikinn fyrir lok fyrri hálfleiks. „ÍR-ingarnir breyttu svo sem engu, þeir héldu áfram að spila sinn leik, voru mjög flottir og virkilega vel gert hjá þeim. Við förum úr okkar leik, við hreyfðum aðeins til í liðinu en menn voru ekki skila því sem þeir eru vanir, við erum að fara illa með dauðafæri eins og í mörgum öðrum leikjum. Við vorum með tíu marka forskot og auðvitað vill maður bæta í en maður á ekki að missa það niður á korteri. Ég vill ekkert vera að henda þessu á einhverja leikmenn en þetta datt hrikalega niður hjá okkur og það er eitthvað sem ég þarf að skoða.“ Þorsteinn Gauti Hjálmarsson, leikmaður Fram, spilaði örlítið meira en í síðustu leikjum vegna meiðsla og var það því mikilvægt fyrir Framara að fá hann aftur inn í liðið. „Hann er alltaf að verða betri og betri, hann náði aðeins að kasta núna og vildi láta reyna á þetta en hann er ekki alveg orðinn hundrað prósent. Hann er frábær í vörn, við erum búnir að vera nota hann eins mikið og við getum og við söknum hans sóknarlega en við erum með nóg af mannskap. Það er samt smá steikt að Reynir Þór, sautján ára pjakkur sé að halda þessu á floti fyrir okkur sóknarlega en hann er auðvitað mjög flottur, tek það ekki af honum en ég væri alveg til í að sjá meira framlag frá öðrum leikmönnum. Luka vaknar aðeins hérna síðustu fimmtán mínúturnar en var ekki að gera neitt fram að því þannig að menn þurfa bara að vera aðeins á tánum og halda áfram.“ Einar er bjartsýnn fyrir framhaldinu, Fram á einn deildarleik og einn bikarleik áður en Olís-deildin fer í pásu. „Ég er hrikalega bjartsýnn á framhaldið, við þurftum að ná í tvö stig í dag. Skiptir ekki öllu máli hvernig við gerðum það en það léttir aðeins yfir þessu. Við erum búnir að vera mjög góðir í allan vetur, svo kemur ein skíta vika, þá koma þrír leikir á okkur sem við vorum ekki alveg í takt við á þeim tíma en við þurftum klárlega þessi tvö stig í dag og ég er hrikalega ánægður með þá. Þetta gefur okkur góða innspýtingu fyrir framhaldið, við eigum einn deildarleik og einn bikarleik fram að pásu og við ætlum að vinna báða þá leiki,“ sagði Einar að endingu. Handbolti Olís-deild karla Fram Tengdar fréttir Leik lokið: ÍR - Fram 27-31 | Eftir þrjá tapleiki í röð komst Fram loks á sigurbraut Eftir góða byrjun í Olís deild karla í handbolta hafði lítið gengið hjá Fram undanfarið þar sem liðið hafði tapað þremur leikjum í röð fyrir leik kvöldsins. Fram komst hins vegar aftur á sigurbraut með fjögurra marka sigri á ÍR. Umfjöllun og viðtöl væntanleg síðar í kvöld. 5. desember 2022 21:00 Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Fleiri fréttir Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Sjá meira
„Ég er fyrst og fremst bara ánægður að vinna leikinn, ÍR liðið er bara drullu flott lið þannig að fara með tvö stig héðan er ég gríðarlega sáttur með en miðað við hvernig við byrjuðum leikinn þá átti þetta ekkert að vera svona erfitt, það kemur þarna korters kafli í fyrri hálfleik þar sem við vorum bara ekki með.“ Fram leiddi með tíu mörkum, 1-11 þegar að rétt rúmar tólf mínútur voru liðnar af leiknum, ÍR jafna síðan leikinn fyrir lok fyrri hálfleiks. „ÍR-ingarnir breyttu svo sem engu, þeir héldu áfram að spila sinn leik, voru mjög flottir og virkilega vel gert hjá þeim. Við förum úr okkar leik, við hreyfðum aðeins til í liðinu en menn voru ekki skila því sem þeir eru vanir, við erum að fara illa með dauðafæri eins og í mörgum öðrum leikjum. Við vorum með tíu marka forskot og auðvitað vill maður bæta í en maður á ekki að missa það niður á korteri. Ég vill ekkert vera að henda þessu á einhverja leikmenn en þetta datt hrikalega niður hjá okkur og það er eitthvað sem ég þarf að skoða.“ Þorsteinn Gauti Hjálmarsson, leikmaður Fram, spilaði örlítið meira en í síðustu leikjum vegna meiðsla og var það því mikilvægt fyrir Framara að fá hann aftur inn í liðið. „Hann er alltaf að verða betri og betri, hann náði aðeins að kasta núna og vildi láta reyna á þetta en hann er ekki alveg orðinn hundrað prósent. Hann er frábær í vörn, við erum búnir að vera nota hann eins mikið og við getum og við söknum hans sóknarlega en við erum með nóg af mannskap. Það er samt smá steikt að Reynir Þór, sautján ára pjakkur sé að halda þessu á floti fyrir okkur sóknarlega en hann er auðvitað mjög flottur, tek það ekki af honum en ég væri alveg til í að sjá meira framlag frá öðrum leikmönnum. Luka vaknar aðeins hérna síðustu fimmtán mínúturnar en var ekki að gera neitt fram að því þannig að menn þurfa bara að vera aðeins á tánum og halda áfram.“ Einar er bjartsýnn fyrir framhaldinu, Fram á einn deildarleik og einn bikarleik áður en Olís-deildin fer í pásu. „Ég er hrikalega bjartsýnn á framhaldið, við þurftum að ná í tvö stig í dag. Skiptir ekki öllu máli hvernig við gerðum það en það léttir aðeins yfir þessu. Við erum búnir að vera mjög góðir í allan vetur, svo kemur ein skíta vika, þá koma þrír leikir á okkur sem við vorum ekki alveg í takt við á þeim tíma en við þurftum klárlega þessi tvö stig í dag og ég er hrikalega ánægður með þá. Þetta gefur okkur góða innspýtingu fyrir framhaldið, við eigum einn deildarleik og einn bikarleik fram að pásu og við ætlum að vinna báða þá leiki,“ sagði Einar að endingu.
Handbolti Olís-deild karla Fram Tengdar fréttir Leik lokið: ÍR - Fram 27-31 | Eftir þrjá tapleiki í röð komst Fram loks á sigurbraut Eftir góða byrjun í Olís deild karla í handbolta hafði lítið gengið hjá Fram undanfarið þar sem liðið hafði tapað þremur leikjum í röð fyrir leik kvöldsins. Fram komst hins vegar aftur á sigurbraut með fjögurra marka sigri á ÍR. Umfjöllun og viðtöl væntanleg síðar í kvöld. 5. desember 2022 21:00 Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Fleiri fréttir Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Sjá meira
Leik lokið: ÍR - Fram 27-31 | Eftir þrjá tapleiki í röð komst Fram loks á sigurbraut Eftir góða byrjun í Olís deild karla í handbolta hafði lítið gengið hjá Fram undanfarið þar sem liðið hafði tapað þremur leikjum í röð fyrir leik kvöldsins. Fram komst hins vegar aftur á sigurbraut með fjögurra marka sigri á ÍR. Umfjöllun og viðtöl væntanleg síðar í kvöld. 5. desember 2022 21:00
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti