Bæjarstjóri segir læknisleysið óboðlegt Bjarki Sigurðsson skrifar 7. desember 2022 16:41 Kristinn Jónasson er bæjarstjóri Snæfellsbæjar þar sem meðal annars má finna Ólafsvík, Rif og Hellissand. Snæfellsbær Bæjarstjóri Snæfellsbæjar segir að það sé óboðleg staða að ekki sé að minnsta kosti einn læknir á vakt allan sólarhringinn í sveitarfélaginu. Hann segir bæjaryfirvöld hafa þrýst á alla sem koma að heilbrigðismálum þar í bæ. Síðan í haust hefur af og til verið læknislaust í Snæfellsbæ. Aðrir heilbrigðisstarfsmenn hafa þurft að bæta á sig vinnu og ábyrgð til að þjóna íbúum sveitarfélagsins sem best á meðan ástandið er í gangi. Ekki á ábyrgð sveitarfélagsins Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar, segir stöðuna langt frá því að vera boðleg og að enginn eigi að sætta sig við að þar sé ekki læknir eða læknar alla daga allan sólarhringinn. Hann bendir þó á að heilbrigðisþjónusta er undir hatti ríkisins en ekki sveitarfélaga þó að bæjaryfirvöld hafi reynt ýmislegt til að bæta þjónustuna. „Við höfum ýmislegt gert, við höfum átt í margvíslegum samskiptum við yfirmenn HVE og farið yfir málin með þeim, við höfum rætt við þingmenn kjördæmisins oftar en einu sinni um stöðu mála sem síðan hafa haft samband við Heilbrigðisráðuneytið og farið yfir málið þar. Við höfum rætt við hluta þeirra lækna sem hér hafa verið og farið yfir málin með þeim, við höfum rætt málin við bæjarstjórana hér á Nesinu og svona mætti lengi telja,“ segir í færslu á Facebook-síðu Snæfellsbæjar sem Kristinn skrifar. Einn læknir eftir áramótum Hann segir að þrátt fyrir öll þessi samtöl hafi það ekki tekist að fullmanna stöðu læknis í haust. Það sé algerlega óásættanlegt. Vissulega er búið að ráða lækni í fasta stöðu frá og með áramótum en eins og staðan er núna verður hann einn í sveitarfélaginu og ekki getur hann verið á vakt allan sólarhringinn. „Að mínu mati þarf að fara fram samtal milli þeirra sem hafa veitt þjónustuna (læknana) og HVE sem er að kaupa þjónustuna um hvernig best er að koma þessum málum fyrir svo alltaf sé full þjónusta á svæðinu. Orð eru til alls fyrst,“ segir Kristinn. Snæfellsbær Heilbrigðismál Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Fossvogsbrúin álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Fleiri fréttir Fossvogsbrúin álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Sjá meira
Síðan í haust hefur af og til verið læknislaust í Snæfellsbæ. Aðrir heilbrigðisstarfsmenn hafa þurft að bæta á sig vinnu og ábyrgð til að þjóna íbúum sveitarfélagsins sem best á meðan ástandið er í gangi. Ekki á ábyrgð sveitarfélagsins Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar, segir stöðuna langt frá því að vera boðleg og að enginn eigi að sætta sig við að þar sé ekki læknir eða læknar alla daga allan sólarhringinn. Hann bendir þó á að heilbrigðisþjónusta er undir hatti ríkisins en ekki sveitarfélaga þó að bæjaryfirvöld hafi reynt ýmislegt til að bæta þjónustuna. „Við höfum ýmislegt gert, við höfum átt í margvíslegum samskiptum við yfirmenn HVE og farið yfir málin með þeim, við höfum rætt við þingmenn kjördæmisins oftar en einu sinni um stöðu mála sem síðan hafa haft samband við Heilbrigðisráðuneytið og farið yfir málið þar. Við höfum rætt við hluta þeirra lækna sem hér hafa verið og farið yfir málin með þeim, við höfum rætt málin við bæjarstjórana hér á Nesinu og svona mætti lengi telja,“ segir í færslu á Facebook-síðu Snæfellsbæjar sem Kristinn skrifar. Einn læknir eftir áramótum Hann segir að þrátt fyrir öll þessi samtöl hafi það ekki tekist að fullmanna stöðu læknis í haust. Það sé algerlega óásættanlegt. Vissulega er búið að ráða lækni í fasta stöðu frá og með áramótum en eins og staðan er núna verður hann einn í sveitarfélaginu og ekki getur hann verið á vakt allan sólarhringinn. „Að mínu mati þarf að fara fram samtal milli þeirra sem hafa veitt þjónustuna (læknana) og HVE sem er að kaupa þjónustuna um hvernig best er að koma þessum málum fyrir svo alltaf sé full þjónusta á svæðinu. Orð eru til alls fyrst,“ segir Kristinn.
Snæfellsbær Heilbrigðismál Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Fossvogsbrúin álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Fleiri fréttir Fossvogsbrúin álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Sjá meira