Seinni bylgjan telur Hörð ekki eiga möguleika: „Það er ekkert hjarta í þessu liði“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. desember 2022 11:00 Hörður hefur aðeins náð í 1 stig í Olís deild karla í handbolta til þessa. Vísir/Hulda Margrét Sérfræðingar Seinni bylgjunnar eru sammála um að lið Harðar muni falla úr Olís deild karla þó enn sé síðari hluti tímabilsins eftir. Farið var yfir slakan varnarleik liðsins í síðasta þætti Seinni bylgjunnar. „Logi, þú ruglaðist vinur minn,“ sagði Arnar Daði Arnarsson við Loga Geirsson áður en umræðan snerist að Harðverjum. „Þetta er ekkert eðlilega auðvelt, Haukarnir eru búnir að gera þetta í tíu ár. Maður veltir fyrir sér hvort lið eins og Hörður, með þjálfara eins og Carlos [Martin Santos], sem þekkir kannski ekki liðin nægilega vel; Gleymist þetta í undirbúningi leiksins?“ spurði Arnar Daði eftir klippu af Heimi Óla Heimissyni að skora tvö einstaklega auðveld mörk. „Ég held að þessi þjálfari sé góður, leikmennirnir eru bara ekki nógu góðir. Ef við brjótum þetta alveg niður, byrjum á grunninum. Þetta er þjálfari með frábæra hugmyndafræði, hann er að gera það sem maður myndi gera sjálfur en leikmennirnir bara geta það ekki. Sjá þá í vörninni, hlaupandi út úr stöðum. Varnarleikur snýst um miðjuna, þú ert með ákveðið hjarta en það er ekkert hjarta í þessu liði,“ sagði Logi ákveðinn. Logi hefur trú á Carlos Martin Santos.Vísir/Hulda Margrét „Partur af því að vera góður þjálfari er að láta liðið spila kerfi sem það getur spilað. Það er ekki partur af því að vera góður þjálfari að láta liðið spila eitthvað sem það geta ekki spilað,“ skaut Arnar Daði inn í. „Hann er búinn að láta þá spila allt, allar varnir,“ sagði Logi áður en Arnar Daði greip orðið á lofti og spurði: „Er það gott? Hann verður að einbeita sér að einum einföldum hlut.“ „Hann er að reyna. Hann er búinn að prófa að fara til baka. Þessir leikmenn geta bara ekki gert það sem hann er að biðja um,“ sagði Logi þá. Stefán Árni fékk þarna nóg af karpi þeirra félaga og spurði einfaldlega: „Tímabilið er hálfnað, er Hörður fallinn?“ Logi svaraði „Já“ um hæl. „Þeir eru ekki fallnir,“ svaraði Arnar Daði sem leiddi til þess að Stefán Árni orðaði spurningu sína upp á nýtt: „Geta þeir bjargað sér?“ Klippa: Seinni bylgjan: Umræðan um Hörð - Fyrri hluti Logi ákvað svo að svara rökstyðja svar sitt: „Það er ekki hægt að bjarga þeim úr þessu. Það er sama, þó þeir myndu fá 1-2 góða leikmenn. Ég er búinn með þolinmæðina, alltaf að bíða. Sáum einn góðan leik, annan góðan leik og fínir en svo bara hrun, hrun. Ekkert kerfi, engin vörn og enginn strúktur í hraðaupphlaupum. Það er eins og þeir kunni bara að spila sókn.“ „Það versta við þetta er að ég heyrði á Bylgjunni í dag að það var sólarupprás 11.45 fyrir Vestan í dag. Hvernig heldur þú að þessum mönnum líði? Þeir sjá ekki sólina,“ sagði Arnar Daði að endingu á meðan Logi og Stefán Árni héldu niðri í sér hlátrinum. Klippa: Seinni bylgjan: Umræðan um Hörð - Seinni hluti Hörður er á botni Olís deildarinnar með eitt stig að loknum 12 leikjum, níu stigum frá öruggu sæti. Handbolti Olís-deild karla Hörður Seinni bylgjan Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira
„Logi, þú ruglaðist vinur minn,“ sagði Arnar Daði Arnarsson við Loga Geirsson áður en umræðan snerist að Harðverjum. „Þetta er ekkert eðlilega auðvelt, Haukarnir eru búnir að gera þetta í tíu ár. Maður veltir fyrir sér hvort lið eins og Hörður, með þjálfara eins og Carlos [Martin Santos], sem þekkir kannski ekki liðin nægilega vel; Gleymist þetta í undirbúningi leiksins?“ spurði Arnar Daði eftir klippu af Heimi Óla Heimissyni að skora tvö einstaklega auðveld mörk. „Ég held að þessi þjálfari sé góður, leikmennirnir eru bara ekki nógu góðir. Ef við brjótum þetta alveg niður, byrjum á grunninum. Þetta er þjálfari með frábæra hugmyndafræði, hann er að gera það sem maður myndi gera sjálfur en leikmennirnir bara geta það ekki. Sjá þá í vörninni, hlaupandi út úr stöðum. Varnarleikur snýst um miðjuna, þú ert með ákveðið hjarta en það er ekkert hjarta í þessu liði,“ sagði Logi ákveðinn. Logi hefur trú á Carlos Martin Santos.Vísir/Hulda Margrét „Partur af því að vera góður þjálfari er að láta liðið spila kerfi sem það getur spilað. Það er ekki partur af því að vera góður þjálfari að láta liðið spila eitthvað sem það geta ekki spilað,“ skaut Arnar Daði inn í. „Hann er búinn að láta þá spila allt, allar varnir,“ sagði Logi áður en Arnar Daði greip orðið á lofti og spurði: „Er það gott? Hann verður að einbeita sér að einum einföldum hlut.“ „Hann er að reyna. Hann er búinn að prófa að fara til baka. Þessir leikmenn geta bara ekki gert það sem hann er að biðja um,“ sagði Logi þá. Stefán Árni fékk þarna nóg af karpi þeirra félaga og spurði einfaldlega: „Tímabilið er hálfnað, er Hörður fallinn?“ Logi svaraði „Já“ um hæl. „Þeir eru ekki fallnir,“ svaraði Arnar Daði sem leiddi til þess að Stefán Árni orðaði spurningu sína upp á nýtt: „Geta þeir bjargað sér?“ Klippa: Seinni bylgjan: Umræðan um Hörð - Fyrri hluti Logi ákvað svo að svara rökstyðja svar sitt: „Það er ekki hægt að bjarga þeim úr þessu. Það er sama, þó þeir myndu fá 1-2 góða leikmenn. Ég er búinn með þolinmæðina, alltaf að bíða. Sáum einn góðan leik, annan góðan leik og fínir en svo bara hrun, hrun. Ekkert kerfi, engin vörn og enginn strúktur í hraðaupphlaupum. Það er eins og þeir kunni bara að spila sókn.“ „Það versta við þetta er að ég heyrði á Bylgjunni í dag að það var sólarupprás 11.45 fyrir Vestan í dag. Hvernig heldur þú að þessum mönnum líði? Þeir sjá ekki sólina,“ sagði Arnar Daði að endingu á meðan Logi og Stefán Árni héldu niðri í sér hlátrinum. Klippa: Seinni bylgjan: Umræðan um Hörð - Seinni hluti Hörður er á botni Olís deildarinnar með eitt stig að loknum 12 leikjum, níu stigum frá öruggu sæti.
Handbolti Olís-deild karla Hörður Seinni bylgjan Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira