Framkvæmdastjóri Ölmu í felum og neitar að svara spurningum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. desember 2022 13:14 Ingólfur Árni Gunnarsson er framkvæmdastjóri Ölmu. Framkvæmdastjóri leigufélagsins Ölmu hefur ekki viljað ræða við fréttastofu vegna nýlegrar hækkunar á leigu öryrkja sem leigt hefur íbúð hjá félaginu undanfarin ár. Fjármálaráðherra segir hækkunina óforsvaranlega og formaður VR hefur kallað eftir neyðarlögum á leigufélög. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var rætt við Brynju Bjarnadóttur, öryrkja, sem býr í leiguíbúð íbúðafélagsins Ölmu. Um mánaðamótin var henni tilkynnt að leigan verður hækkuð úr 250 í 325 þúsund krónur á mánuði þann 1. febrúar. Leigufélagið Alma er í eigu eignarhaldsfélagsins Langasjós. Það eru í eigu systkinanna Guðnýjar Eddu, Eggerts Árna, Halldórs Páls og Gunnars Þórs Gíslabarna sem keyptu allt hlutafé í Ölmu árið 2021 fyrir ellefu milljarða króna. Alma, sem áður hét Almenna leigufélagið og var í eigu GAMMA, dótturfélags Kviku banka, var árið 2021 með um 1100 íbúðir í rekstri, flestar á höfuðborgarsvæðinu, og voru heildareignir þess tæpir 47 milljarðar um mitt ár 2020. Ekki liggur fyrir hve margir leigjendur hjá Ölmu hafa fengið skilaboð um yfirvofandi hækkun á leigu. Þá er sömuleiðis ósvarað hvað réttlæti svo háa hækkun á einu bretti. Fréttastofa hefur gert ítrekaðar tilraunir til að ná tali af Ingólfi Árna Gunnarssyni, framkvæmdastjóra Ölmu, undanfarinn sólarhring vegna málsins. Hann svaraði hvorki símtölum né skilaboðum fréttastofu í gær. Ingólfur Árni er sonur Gunnars Þórs, eins systkinanna fjögurra sem eiga Langasjó. Fréttamaður fór á skrifstofu Ölmu í Sundagörðum í morgun. Innskráningarkerfi á staðnum virkaði ekki svo gripið var til þess ráðs að berja á dyr. Til svara var ungur karlmaður, líklega um tvítugt, sem sagði Ingólf Árna vera á staðnum og fór til hans með beiðni um viðtal. Eftir nokkuð langa stund mætti starfsmaðurinn og tilkynnti blaðamanni að Ingólfur Árni ætlaði ekki að veita viðtal. „Hann ætlar ekki að tala,“ sagði starfsmaðurinn. Ekki fengust nein svör við spurningunni hvers vegna hann vildi ekki svara spurningum fréttamanns. Langisjór, eignarhaldsfélagið í kringum Ölmu, á mörg fyrirtæki sem selja matvörur undir vörumerkjum á borð við Ali og Matfugl. Systkinin fjögur sem eiga Langasjó eru stærstu einkafjárfestarnir í fasteignafélögunum þremur í Kauphöllinni; Eik, Reitum og Reginn. Leigumarkaður Fjármál heimilisins Húsnæðismál Tengdar fréttir Bjarni segir umdeilda hækkun á leiguverði óforsvaranlega Fjármálaráðherra telur umdeilda hækkun íbúðafélagsins Ölmu á leiguverði óforsvaranlega. Þingmaður Flokks fólksins krefst þess að sett verði neyðarlög til þess að vernda leigjendur gegn gegndarlausum hækkunum. 8. desember 2022 11:50 Leigufélag með methagnað krefur öryrkja um fjórðungs hækkun Þrátt fyrir að Íbúðafélagið Alma hafi skilað 12,4 milljarða methagnaði á síðasta ári hækkar félagið leigu hjá sínu fólki um fjórðung eftir áramót. Öryrki segist ekki geta greitt leiguna og sér fram á að lenda á götunni. 7. desember 2022 19:00 „Fólk sem fórnar öllu til að geta staðið í skilum og á svo varla fyrir mat“ „Þetta er einfaldlega raunveruleikinn hjá fólki á leigumarkaði. Þetta er svo langt frá því að vera eina dæmið,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR í samtali við Vísi. Ragnar birti fyrr í dag færslu á facebook þar sem hann vakti athygli á dapurlegri stöðu 65 ára íslenskrar konu sem sér sig tilneydda til að segja upp samningi sínum við Ölmu leigufélag þar sem mánaðarleigan hefur rokið upp úr öllu valdi. 6. desember 2022 23:00 Mest lesið „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Viðskipti innlent Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára Viðskipti innlent Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Sjá meira
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var rætt við Brynju Bjarnadóttur, öryrkja, sem býr í leiguíbúð íbúðafélagsins Ölmu. Um mánaðamótin var henni tilkynnt að leigan verður hækkuð úr 250 í 325 þúsund krónur á mánuði þann 1. febrúar. Leigufélagið Alma er í eigu eignarhaldsfélagsins Langasjós. Það eru í eigu systkinanna Guðnýjar Eddu, Eggerts Árna, Halldórs Páls og Gunnars Þórs Gíslabarna sem keyptu allt hlutafé í Ölmu árið 2021 fyrir ellefu milljarða króna. Alma, sem áður hét Almenna leigufélagið og var í eigu GAMMA, dótturfélags Kviku banka, var árið 2021 með um 1100 íbúðir í rekstri, flestar á höfuðborgarsvæðinu, og voru heildareignir þess tæpir 47 milljarðar um mitt ár 2020. Ekki liggur fyrir hve margir leigjendur hjá Ölmu hafa fengið skilaboð um yfirvofandi hækkun á leigu. Þá er sömuleiðis ósvarað hvað réttlæti svo háa hækkun á einu bretti. Fréttastofa hefur gert ítrekaðar tilraunir til að ná tali af Ingólfi Árna Gunnarssyni, framkvæmdastjóra Ölmu, undanfarinn sólarhring vegna málsins. Hann svaraði hvorki símtölum né skilaboðum fréttastofu í gær. Ingólfur Árni er sonur Gunnars Þórs, eins systkinanna fjögurra sem eiga Langasjó. Fréttamaður fór á skrifstofu Ölmu í Sundagörðum í morgun. Innskráningarkerfi á staðnum virkaði ekki svo gripið var til þess ráðs að berja á dyr. Til svara var ungur karlmaður, líklega um tvítugt, sem sagði Ingólf Árna vera á staðnum og fór til hans með beiðni um viðtal. Eftir nokkuð langa stund mætti starfsmaðurinn og tilkynnti blaðamanni að Ingólfur Árni ætlaði ekki að veita viðtal. „Hann ætlar ekki að tala,“ sagði starfsmaðurinn. Ekki fengust nein svör við spurningunni hvers vegna hann vildi ekki svara spurningum fréttamanns. Langisjór, eignarhaldsfélagið í kringum Ölmu, á mörg fyrirtæki sem selja matvörur undir vörumerkjum á borð við Ali og Matfugl. Systkinin fjögur sem eiga Langasjó eru stærstu einkafjárfestarnir í fasteignafélögunum þremur í Kauphöllinni; Eik, Reitum og Reginn.
Leigumarkaður Fjármál heimilisins Húsnæðismál Tengdar fréttir Bjarni segir umdeilda hækkun á leiguverði óforsvaranlega Fjármálaráðherra telur umdeilda hækkun íbúðafélagsins Ölmu á leiguverði óforsvaranlega. Þingmaður Flokks fólksins krefst þess að sett verði neyðarlög til þess að vernda leigjendur gegn gegndarlausum hækkunum. 8. desember 2022 11:50 Leigufélag með methagnað krefur öryrkja um fjórðungs hækkun Þrátt fyrir að Íbúðafélagið Alma hafi skilað 12,4 milljarða methagnaði á síðasta ári hækkar félagið leigu hjá sínu fólki um fjórðung eftir áramót. Öryrki segist ekki geta greitt leiguna og sér fram á að lenda á götunni. 7. desember 2022 19:00 „Fólk sem fórnar öllu til að geta staðið í skilum og á svo varla fyrir mat“ „Þetta er einfaldlega raunveruleikinn hjá fólki á leigumarkaði. Þetta er svo langt frá því að vera eina dæmið,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR í samtali við Vísi. Ragnar birti fyrr í dag færslu á facebook þar sem hann vakti athygli á dapurlegri stöðu 65 ára íslenskrar konu sem sér sig tilneydda til að segja upp samningi sínum við Ölmu leigufélag þar sem mánaðarleigan hefur rokið upp úr öllu valdi. 6. desember 2022 23:00 Mest lesið „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Viðskipti innlent Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára Viðskipti innlent Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Sjá meira
Bjarni segir umdeilda hækkun á leiguverði óforsvaranlega Fjármálaráðherra telur umdeilda hækkun íbúðafélagsins Ölmu á leiguverði óforsvaranlega. Þingmaður Flokks fólksins krefst þess að sett verði neyðarlög til þess að vernda leigjendur gegn gegndarlausum hækkunum. 8. desember 2022 11:50
Leigufélag með methagnað krefur öryrkja um fjórðungs hækkun Þrátt fyrir að Íbúðafélagið Alma hafi skilað 12,4 milljarða methagnaði á síðasta ári hækkar félagið leigu hjá sínu fólki um fjórðung eftir áramót. Öryrki segist ekki geta greitt leiguna og sér fram á að lenda á götunni. 7. desember 2022 19:00
„Fólk sem fórnar öllu til að geta staðið í skilum og á svo varla fyrir mat“ „Þetta er einfaldlega raunveruleikinn hjá fólki á leigumarkaði. Þetta er svo langt frá því að vera eina dæmið,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR í samtali við Vísi. Ragnar birti fyrr í dag færslu á facebook þar sem hann vakti athygli á dapurlegri stöðu 65 ára íslenskrar konu sem sér sig tilneydda til að segja upp samningi sínum við Ölmu leigufélag þar sem mánaðarleigan hefur rokið upp úr öllu valdi. 6. desember 2022 23:00