Ráðning deildarstjóra hjá Samgöngustofu ekki lögmæt Bjarki Sigurðsson skrifar 9. desember 2022 10:23 Staðan var auglýst fimm mánuðum áður en einstaklingur sem hafði ekki sótt um stöðuna var ráðinn. Vísir/Vilhelm Ráðning Samgöngustofu á deildarstjóra upplýsingatæknideildar var ekki í samræmi við lög að mati umboðsmanni Alþingis. Einstaklingurinn sem fékk starfið var ekki meðal umsækjenda þegar staðan var auglýst. Í desember 2021 var staða deildarstjóra upplýsingatæknideildar Samgöngustofu auglýst. Þegar því ráðningaferli lauk var hæfasta umsækjandanum boðið starfið en hann afþakkaði það. Því var ákveðið að ráða engan í starfið að svo stöddu. Í maí árið 2022, fimm mánuðum síðar, réði þó stofnunin utanaðkomandi mann í starfið sem hafði ekki sótt um það þegar það var auglýst. Einn þeirra sem sóttu um starfið kvartaði til umboðsmanns Alþingis og taldi ráðninguna ekki vera lögmæta. Við meðferð málsins upplýsti Samgöngustofa að stofnuninni hafi borist til eyrna að hæfur maður í starfið vildi skipta um starfsvettvang. Því var hann ráðinn í það, tímabundið til tveggja ára, án þess að auglýsa það á ný. Heimild er í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna um að ráða megi starfsmenn tímabundið til tveggja ára. Að mati umboðsmanns Alþingis er það án þýðingar vegna skyldu stjórnvalds til að auglýsa laust starf. Þó eru undantekningar á því ákvæði en ráðning Samgöngustofu uppfyllti enga af þeim undantekningum. Því mat umboðsmaður sem svo að ráðningin hafi ekki verið í samræmi við lög. Hann beindi tilmælum til Samgöngustofu um að taka framvegis mið af þeim sjónarmiðum sem fram kæmu í áliti hans. Hægt er að lesa álit umboðsmanns í heild sinni hér. Stjórnsýsla Mest lesið Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Í desember 2021 var staða deildarstjóra upplýsingatæknideildar Samgöngustofu auglýst. Þegar því ráðningaferli lauk var hæfasta umsækjandanum boðið starfið en hann afþakkaði það. Því var ákveðið að ráða engan í starfið að svo stöddu. Í maí árið 2022, fimm mánuðum síðar, réði þó stofnunin utanaðkomandi mann í starfið sem hafði ekki sótt um það þegar það var auglýst. Einn þeirra sem sóttu um starfið kvartaði til umboðsmanns Alþingis og taldi ráðninguna ekki vera lögmæta. Við meðferð málsins upplýsti Samgöngustofa að stofnuninni hafi borist til eyrna að hæfur maður í starfið vildi skipta um starfsvettvang. Því var hann ráðinn í það, tímabundið til tveggja ára, án þess að auglýsa það á ný. Heimild er í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna um að ráða megi starfsmenn tímabundið til tveggja ára. Að mati umboðsmanns Alþingis er það án þýðingar vegna skyldu stjórnvalds til að auglýsa laust starf. Þó eru undantekningar á því ákvæði en ráðning Samgöngustofu uppfyllti enga af þeim undantekningum. Því mat umboðsmaður sem svo að ráðningin hafi ekki verið í samræmi við lög. Hann beindi tilmælum til Samgöngustofu um að taka framvegis mið af þeim sjónarmiðum sem fram kæmu í áliti hans. Hægt er að lesa álit umboðsmanns í heild sinni hér.
Stjórnsýsla Mest lesið Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira