Ákærðir fyrir tilraun til hryðjuverks: „Eina tilraunin sú að reyna að rústa lífi ungra manna“ Bjarki Sigurðsson skrifar 9. desember 2022 14:00 Annar mannanna í dag. Fallist var á fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir mönnunum sem ákærðir hafa verið fyrir skipulagningu hryðjuverka. Lögmaður annars þeirra segist vera furðu lostinn yfir ákærunni. Hann segir umbjóðanda sinn vera saklausan. Ákæran var birt mönnunum tveimur rétt fyrir hádegi í dag. Annar þeirra er ákærður fyrir tilraun til hryðjuverka og vopnalagabrot. Hinn er ákærður fyrir hlutdeild í tilraun til hryðjuverka, vopnalagabrot og minniháttar fíkniefnabrot. Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður annars mannsins, segir í samtali við fréttastofu að hann sé furðu lostinn yfir ákærunni. „Þeir eru ákærðir fyrir ótilgreind brot gegn ótilgreindum hópi á ótilgreindum tíma milli maí og september. Þetta er eins loðið og bakið á simpansa,“ segir Sveinn Andri. Hér fyrir neðan má sjá viðtalið við Svein Andra í heild sinni. Hann vill meina að þarna hafi lögreglan gengið allt of langt. Eina tilraunin í þessu máli sé sú tilraun að reyna að rústa lífi tveggja ungra manna. „Það er meðal annars byggt á vopnum sem þeir hafa sankað að sér. Minn umbjóðandi var ekki tekinn með nein vopn. Það er talað um vopnaframleiðslu. Þetta eru örugglega fyrstu hryðjuverkamennirnir sem sanka að sér vopnum og selja þau áður en hryðjuverkin eru framin. Það er mjög sérstakur undirbúningur,“ segir Sveinn Andri. Hann segir að á þessu verði að taka eins og hverju öðru hundsbiti. Fyrst verði skoðað hvort ekki verði krafist frávísunar þar sem ákæran er mjög óljós. „Þetta er bara rugl, skelfilegt. Búið að setja líf tveggja ungra manna á hliðina útaf einhverju egói. Þeir fóru offari í upphafi og allar aðgerðir miða af því að réttlæta það frumhlaup sem átti sér stað í september,“ segir Sveinn Andri. 100. gr. a. Fyrir hryðjuverk skal refsa með allt að ævilöngu fangelsi hverjum sem fremur eitt eða fleiri af eftirtöldum brotum í þeim tilgangi að valda almenningi verulegum ótta eða þvinga með ólögmætum hætti íslensk eða erlend stjórnvöld eða alþjóðastofnun til að gera eitthvað eða láta eitthvað ógert eða í því skyni að veikja eða skaða stjórnskipun eða stjórnmálalegar, efnahagslegar eða þjóðfélagslegar undirstöður ríkis eða alþjóðastofnunar: 1. manndráp skv. 211. gr., 2. líkamsárás skv. 218. gr., 3. frelsissviptingu skv. 226. gr., 4. raskar umferðaröryggi skv. 1. mgr. 168. gr., truflar rekstur almennra samgöngutækja o.fl. skv. 1. mgr. 176. gr. eða veldur stórfelldum eignaspjöllum skv. 2. mgr. 257. gr. og þessi brot eru framin á þann hátt að mannslífum sé stefnt í hættu eða valdið miklu fjárhagslegu tjóni, 5. flugrán skv. 2. mgr. 165. gr. eða veitist að mönnum sem staddir eru í flughöfn ætlaðri alþjóðlegri flugumferð skv. 3. mgr. 165. gr., 6. brennu skv. 2. mgr. 164. gr., veldur sprengingu, útbreiðslu skaðlegra lofttegunda, vatnsflóði, skipreika, járnbrautar-, bifreiðar- eða loftfarsslysi eða óförum annarra slíkra farar- eða flutningatækja skv. 1. mgr. 165. gr., veldur almennum skorti á drykkjarvatni eða setur skaðleg efni í vatnsból eða vatnsleiðslur skv. 1. mgr. 170. gr. eða lætur eitruð eða önnur hættuleg efni í muni, sem ætlaðir eru til sölu eða almennrar notkunar, skv. 1. mgr. 171. gr. Sömu refsingu skal sá sæta sem í sama tilgangi hótar að fremja þau brot sem talin eru í 1. mgr. Fréttin hefur verið uppfærð. Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Lögreglumál Tengdar fréttir Misheppnað grín og segir enga hryðjuverkamenn á ferðinni Verjandi annars mannanna, sem situr í gæsluvarðhaldi grunaður um skipulagningu hryðjuverks, segir hann meinleysisgrey sem ekki gæti gert flugu mein. Hann segist enga trú hafa á að mennirnir tveir verði ákærðir fyrir skipulagningu hryðjuverks. 20. október 2022 11:29 Geðlæknir skoðar skeytasendingar meintra hryðjuverkaskipuleggjenda Geðlæknir mun gera almennt geðmat á tveimur karlmönnum á þrítugsaldri sem grunaðir eru um að hafa ætlað sér að fremja hryðjuverk hér á landi. Báðir sæta gæsluvarðhaldi næstu fjórar vikurnar tæpar. Verjendur beggja hafa kært úrskurð í héraði til Landsréttar. 17. október 2022 16:11 Faðir ríkislögreglustjóra í skýrslutöku: „Ef þið bara hefðuð skoðað hver skyldmenni mín eru, þá hefðuð þið ekki komið hingað“ Guðjón Valdimarsson, vopnasali og faðir ríkislögreglustjóra, sagði við rannsóknarlögreglumann sem tók skýrslu af Guðjóni á heimili hans, í tengslum við rannsókn lögreglu á meintu hryðjuverkamáli, að ef þeir hefðu kynnt sér ættartengsl hans hefðu þeir ekki komið á heimili hans, nema um væri að ræða hefndarráðstöfun gagnvart dóttur hans. 7. nóvember 2022 20:22 Skelfilegt ef ráðast átti á lögreglumenn og maka í frítíma þeirra Formaður Landssambands lögreglumanna segir það vera skelfilegt að hugsa til þess að mennirnir sem grunaðir eru um að hafa verið að skipuleggja hryðjuverkaárás hafi mögulega ætlað að ráðast á lögreglumenn og maka þeirra í frítíma þeirra. Hann segir skipulagninguna vera árás á þjóðfélagsgerð Íslendinga. 23. september 2022 10:39 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Fleiri fréttir Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Sjá meira
Ákæran var birt mönnunum tveimur rétt fyrir hádegi í dag. Annar þeirra er ákærður fyrir tilraun til hryðjuverka og vopnalagabrot. Hinn er ákærður fyrir hlutdeild í tilraun til hryðjuverka, vopnalagabrot og minniháttar fíkniefnabrot. Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður annars mannsins, segir í samtali við fréttastofu að hann sé furðu lostinn yfir ákærunni. „Þeir eru ákærðir fyrir ótilgreind brot gegn ótilgreindum hópi á ótilgreindum tíma milli maí og september. Þetta er eins loðið og bakið á simpansa,“ segir Sveinn Andri. Hér fyrir neðan má sjá viðtalið við Svein Andra í heild sinni. Hann vill meina að þarna hafi lögreglan gengið allt of langt. Eina tilraunin í þessu máli sé sú tilraun að reyna að rústa lífi tveggja ungra manna. „Það er meðal annars byggt á vopnum sem þeir hafa sankað að sér. Minn umbjóðandi var ekki tekinn með nein vopn. Það er talað um vopnaframleiðslu. Þetta eru örugglega fyrstu hryðjuverkamennirnir sem sanka að sér vopnum og selja þau áður en hryðjuverkin eru framin. Það er mjög sérstakur undirbúningur,“ segir Sveinn Andri. Hann segir að á þessu verði að taka eins og hverju öðru hundsbiti. Fyrst verði skoðað hvort ekki verði krafist frávísunar þar sem ákæran er mjög óljós. „Þetta er bara rugl, skelfilegt. Búið að setja líf tveggja ungra manna á hliðina útaf einhverju egói. Þeir fóru offari í upphafi og allar aðgerðir miða af því að réttlæta það frumhlaup sem átti sér stað í september,“ segir Sveinn Andri. 100. gr. a. Fyrir hryðjuverk skal refsa með allt að ævilöngu fangelsi hverjum sem fremur eitt eða fleiri af eftirtöldum brotum í þeim tilgangi að valda almenningi verulegum ótta eða þvinga með ólögmætum hætti íslensk eða erlend stjórnvöld eða alþjóðastofnun til að gera eitthvað eða láta eitthvað ógert eða í því skyni að veikja eða skaða stjórnskipun eða stjórnmálalegar, efnahagslegar eða þjóðfélagslegar undirstöður ríkis eða alþjóðastofnunar: 1. manndráp skv. 211. gr., 2. líkamsárás skv. 218. gr., 3. frelsissviptingu skv. 226. gr., 4. raskar umferðaröryggi skv. 1. mgr. 168. gr., truflar rekstur almennra samgöngutækja o.fl. skv. 1. mgr. 176. gr. eða veldur stórfelldum eignaspjöllum skv. 2. mgr. 257. gr. og þessi brot eru framin á þann hátt að mannslífum sé stefnt í hættu eða valdið miklu fjárhagslegu tjóni, 5. flugrán skv. 2. mgr. 165. gr. eða veitist að mönnum sem staddir eru í flughöfn ætlaðri alþjóðlegri flugumferð skv. 3. mgr. 165. gr., 6. brennu skv. 2. mgr. 164. gr., veldur sprengingu, útbreiðslu skaðlegra lofttegunda, vatnsflóði, skipreika, járnbrautar-, bifreiðar- eða loftfarsslysi eða óförum annarra slíkra farar- eða flutningatækja skv. 1. mgr. 165. gr., veldur almennum skorti á drykkjarvatni eða setur skaðleg efni í vatnsból eða vatnsleiðslur skv. 1. mgr. 170. gr. eða lætur eitruð eða önnur hættuleg efni í muni, sem ætlaðir eru til sölu eða almennrar notkunar, skv. 1. mgr. 171. gr. Sömu refsingu skal sá sæta sem í sama tilgangi hótar að fremja þau brot sem talin eru í 1. mgr. Fréttin hefur verið uppfærð.
100. gr. a. Fyrir hryðjuverk skal refsa með allt að ævilöngu fangelsi hverjum sem fremur eitt eða fleiri af eftirtöldum brotum í þeim tilgangi að valda almenningi verulegum ótta eða þvinga með ólögmætum hætti íslensk eða erlend stjórnvöld eða alþjóðastofnun til að gera eitthvað eða láta eitthvað ógert eða í því skyni að veikja eða skaða stjórnskipun eða stjórnmálalegar, efnahagslegar eða þjóðfélagslegar undirstöður ríkis eða alþjóðastofnunar: 1. manndráp skv. 211. gr., 2. líkamsárás skv. 218. gr., 3. frelsissviptingu skv. 226. gr., 4. raskar umferðaröryggi skv. 1. mgr. 168. gr., truflar rekstur almennra samgöngutækja o.fl. skv. 1. mgr. 176. gr. eða veldur stórfelldum eignaspjöllum skv. 2. mgr. 257. gr. og þessi brot eru framin á þann hátt að mannslífum sé stefnt í hættu eða valdið miklu fjárhagslegu tjóni, 5. flugrán skv. 2. mgr. 165. gr. eða veitist að mönnum sem staddir eru í flughöfn ætlaðri alþjóðlegri flugumferð skv. 3. mgr. 165. gr., 6. brennu skv. 2. mgr. 164. gr., veldur sprengingu, útbreiðslu skaðlegra lofttegunda, vatnsflóði, skipreika, járnbrautar-, bifreiðar- eða loftfarsslysi eða óförum annarra slíkra farar- eða flutningatækja skv. 1. mgr. 165. gr., veldur almennum skorti á drykkjarvatni eða setur skaðleg efni í vatnsból eða vatnsleiðslur skv. 1. mgr. 170. gr. eða lætur eitruð eða önnur hættuleg efni í muni, sem ætlaðir eru til sölu eða almennrar notkunar, skv. 1. mgr. 171. gr. Sömu refsingu skal sá sæta sem í sama tilgangi hótar að fremja þau brot sem talin eru í 1. mgr.
Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Lögreglumál Tengdar fréttir Misheppnað grín og segir enga hryðjuverkamenn á ferðinni Verjandi annars mannanna, sem situr í gæsluvarðhaldi grunaður um skipulagningu hryðjuverks, segir hann meinleysisgrey sem ekki gæti gert flugu mein. Hann segist enga trú hafa á að mennirnir tveir verði ákærðir fyrir skipulagningu hryðjuverks. 20. október 2022 11:29 Geðlæknir skoðar skeytasendingar meintra hryðjuverkaskipuleggjenda Geðlæknir mun gera almennt geðmat á tveimur karlmönnum á þrítugsaldri sem grunaðir eru um að hafa ætlað sér að fremja hryðjuverk hér á landi. Báðir sæta gæsluvarðhaldi næstu fjórar vikurnar tæpar. Verjendur beggja hafa kært úrskurð í héraði til Landsréttar. 17. október 2022 16:11 Faðir ríkislögreglustjóra í skýrslutöku: „Ef þið bara hefðuð skoðað hver skyldmenni mín eru, þá hefðuð þið ekki komið hingað“ Guðjón Valdimarsson, vopnasali og faðir ríkislögreglustjóra, sagði við rannsóknarlögreglumann sem tók skýrslu af Guðjóni á heimili hans, í tengslum við rannsókn lögreglu á meintu hryðjuverkamáli, að ef þeir hefðu kynnt sér ættartengsl hans hefðu þeir ekki komið á heimili hans, nema um væri að ræða hefndarráðstöfun gagnvart dóttur hans. 7. nóvember 2022 20:22 Skelfilegt ef ráðast átti á lögreglumenn og maka í frítíma þeirra Formaður Landssambands lögreglumanna segir það vera skelfilegt að hugsa til þess að mennirnir sem grunaðir eru um að hafa verið að skipuleggja hryðjuverkaárás hafi mögulega ætlað að ráðast á lögreglumenn og maka þeirra í frítíma þeirra. Hann segir skipulagninguna vera árás á þjóðfélagsgerð Íslendinga. 23. september 2022 10:39 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Fleiri fréttir Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Sjá meira
Misheppnað grín og segir enga hryðjuverkamenn á ferðinni Verjandi annars mannanna, sem situr í gæsluvarðhaldi grunaður um skipulagningu hryðjuverks, segir hann meinleysisgrey sem ekki gæti gert flugu mein. Hann segist enga trú hafa á að mennirnir tveir verði ákærðir fyrir skipulagningu hryðjuverks. 20. október 2022 11:29
Geðlæknir skoðar skeytasendingar meintra hryðjuverkaskipuleggjenda Geðlæknir mun gera almennt geðmat á tveimur karlmönnum á þrítugsaldri sem grunaðir eru um að hafa ætlað sér að fremja hryðjuverk hér á landi. Báðir sæta gæsluvarðhaldi næstu fjórar vikurnar tæpar. Verjendur beggja hafa kært úrskurð í héraði til Landsréttar. 17. október 2022 16:11
Faðir ríkislögreglustjóra í skýrslutöku: „Ef þið bara hefðuð skoðað hver skyldmenni mín eru, þá hefðuð þið ekki komið hingað“ Guðjón Valdimarsson, vopnasali og faðir ríkislögreglustjóra, sagði við rannsóknarlögreglumann sem tók skýrslu af Guðjóni á heimili hans, í tengslum við rannsókn lögreglu á meintu hryðjuverkamáli, að ef þeir hefðu kynnt sér ættartengsl hans hefðu þeir ekki komið á heimili hans, nema um væri að ræða hefndarráðstöfun gagnvart dóttur hans. 7. nóvember 2022 20:22
Skelfilegt ef ráðast átti á lögreglumenn og maka í frítíma þeirra Formaður Landssambands lögreglumanna segir það vera skelfilegt að hugsa til þess að mennirnir sem grunaðir eru um að hafa verið að skipuleggja hryðjuverkaárás hafi mögulega ætlað að ráðast á lögreglumenn og maka þeirra í frítíma þeirra. Hann segir skipulagninguna vera árás á þjóðfélagsgerð Íslendinga. 23. september 2022 10:39