Sundhöll Selfoss verður lokuð um helgina Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 9. desember 2022 21:06 Sundhöll Selfoss verður lokuð um helgina vegna skorts á heitu vatni. Magnús Hlynur Hreiðarsson Selfyssingar eru hálf súrir þessa dagana því þeir komast ekki í sund. Ástæðan er skortur á heitu vatni eftir að eldur kom upp í rafmagnsskáp, sem varð til þess að ein öflugasta heitavatns holan Selfossveitna datt út . Það var aðfaranótt 8. desember, sem eldurinn kom upp í rafmagnsskápi í einni af borholum Selfossveitna í Þorleifskoti í Laugardælum rétt við Selfoss. Við það datt holan út úr kerfinu. Til að spara heita vatnið var strax gripið til þess ráðs í gær að loka Sundhöll Selfoss til að spara heita vatnið og var viðbragðsáætlun Selfossveitna í kjölfarið virkjuð. „En á meðan þetta gengur yfir þá náttúrulega þurfum við að skerða þjónustuna og þar að meðal þurfti að loka sundlauginni hérna,“ segir Sigurður Þór Haraldsson, veitustjóri hjá Selfossveitum. En þarf að loka á einhverjum fleiri stöðum? „Vonandi ekki, vonandi er þetta nóg og við erum bara stöðugt að meta stöðuna en eins og ég segi, við erum enn þá að reyna að koma þessari holu inn,“ segir Sigurður Þór. Sigurður Þór Haraldsson, veitustjóri hjá Selfossveitum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Fastagestir sundlaugarinnar eru að sjálfsögðu súrir með lokun laugarinnar, það hefur forstöðumaður laugarinnar orðið var við. „Þeir eru kannski pínu súrir að komast ekki í heita pottinn og að synda en fólk er að sýna þessu góðan skilning og allir að róa í sömu átt að þetta gangi vel,“ segir Magnús Gísli Sveinsson, forstöðumaður Sundhallar Selfoss. Magnús Gísli Sveinsson, forstöðumaður Sundhallar Selfoss.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ákveðið hefur verið að Sundhöll Selfoss verði lokuð um helgina en staðan verður tekin á málinu á ný á mánudaginn. Árborg Sundlaugar Orkumál Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Það var aðfaranótt 8. desember, sem eldurinn kom upp í rafmagnsskápi í einni af borholum Selfossveitna í Þorleifskoti í Laugardælum rétt við Selfoss. Við það datt holan út úr kerfinu. Til að spara heita vatnið var strax gripið til þess ráðs í gær að loka Sundhöll Selfoss til að spara heita vatnið og var viðbragðsáætlun Selfossveitna í kjölfarið virkjuð. „En á meðan þetta gengur yfir þá náttúrulega þurfum við að skerða þjónustuna og þar að meðal þurfti að loka sundlauginni hérna,“ segir Sigurður Þór Haraldsson, veitustjóri hjá Selfossveitum. En þarf að loka á einhverjum fleiri stöðum? „Vonandi ekki, vonandi er þetta nóg og við erum bara stöðugt að meta stöðuna en eins og ég segi, við erum enn þá að reyna að koma þessari holu inn,“ segir Sigurður Þór. Sigurður Þór Haraldsson, veitustjóri hjá Selfossveitum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Fastagestir sundlaugarinnar eru að sjálfsögðu súrir með lokun laugarinnar, það hefur forstöðumaður laugarinnar orðið var við. „Þeir eru kannski pínu súrir að komast ekki í heita pottinn og að synda en fólk er að sýna þessu góðan skilning og allir að róa í sömu átt að þetta gangi vel,“ segir Magnús Gísli Sveinsson, forstöðumaður Sundhallar Selfoss. Magnús Gísli Sveinsson, forstöðumaður Sundhallar Selfoss.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ákveðið hefur verið að Sundhöll Selfoss verði lokuð um helgina en staðan verður tekin á málinu á ný á mánudaginn.
Árborg Sundlaugar Orkumál Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira