Lokasóknin: „Hann er með jafn mikinn persónuleika og þessi pappírsörk hérna“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 9. desember 2022 23:31 Eiríkur Stefán Ásgeirsson lét vel í sér heyra þegar Andri Ólafsson, stjórnandi þáttarins, gaf í skyn að Kirk Cousins væri að eiga tímabil lífs síns. Vísir/Stöð 2 Sport Strákarnir í Lokasókninni fóru um víðan völl eins og svo oft áður í síðasta þætti þegar Andri Ólafsson, stjórnandi þáttarins, bar upp Stóru spurningarnar. Andri hóf þennan vinsæla lið á því að velta fyrir sér hvað lið San Fransisco 49ers ætti að gera til að fylla í leikstjórnendastöðuna nú þegar Jimmy Garoppolo er að glíma við meiðsli. 49ers á möguleika á að lyfta þeim stóra í vor, en nú þegar leikstjórnandinn er úr leik verður það verkefni erfiðara. Henry Birgir Gunnarsson benti á Brock Purdy, sem nú þegar er hjá liðinu, en sagðist alls ekki vilja sjá Baker Mayfield, leikstjórnanda Los Angeles Rams nálægt liðinu. Eiríkur Stefán Ásgeirsson var sammála kollega sínum varðandi Purdy, en spurði sig þó af hverju liðið ætti ekki að skoða Baker Mayfield. Andri reyndi svo að selja strákunum þá hugmynd að Kirk Cousins, leikstjórnandi Minnesota Vikings, væri efni í að vera valinn besti leikmaður deildarinnar. Það fór hins vegar illa í þá félaga, eins og má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Lokasóknin: Stóru spurningarnar „Mig langar alveg rosalega að segja já, en ég ætla að segja nei,“ sagði Henry Birgir. „Hann er með 18 snertimörk, níu tapaða bolta, „rating-ið“ er ekki nema 88. Hann er bara í tíunda sæti yfir flesta jarda og hann er með þúsund færri jarda en Patrick Mahomes og tólf snertimörkum á eftir. Ég reyni stundum að „bullshita“ mig eitthvað áfram, en ég bara get það ekki núna.“ Eiríkur varð hins vegar öllu æstari og vildi meina að liðsfélagar Cousins væru að láta hann líta vel út. „Er það? Er hann ekki bara umkringur frábærum leikmönnum sem eru að byggja hann upp?“ spurði Eiríkur þegar Andri gaf í skyn að Cousins væri að eiga tímabil lífs síns. „Þegar þú ert það vonlaus karakter að þú þarft einhverja múnderingu frá liðsfélögunum til að byggja upp þá ertu ekki á réttri leið í lífinu.“ „Hann er með jafn mikinn persónuleika og þessi pappírsörk hérna,“ sagði Eiríkur nokkuð reiður yfir þessu öllu saman. Þá veltu strákarnir einnig fyrir sér hvort Las Vegas Raiders væri á leið í úrslitakeppnina og hvaða lið væri með besta hlauparaparið í deildinni. Lokasóknin er vikulegur þáttur um NFL-deildina sem er sýndur á Stöð 2 Sport 2 á þriðjudögum. NFL-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift. NFL Lokasóknin Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ „Það féll ekki mikið með okkur“ „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ United missti frá sér sigurinn í lokin „Missum þetta klaufalega frá okkur“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Snæfríður Sól í sjötta sæti á EM Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Hilmar með fínan leik í bikarsigri 41 árs þjálfari lést eftir fall á heimili sínu Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Hættir við að kæra Conor McGregor fyrir nauðgun Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Í vinnunni þegar hann fékk óvænt gleðitíðindi Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag „Eina leiðin til að lifa af“ Big Ben í kvöld: Þorlákur, Gummi Gumm og Gunni Birgis í beinni Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Slógu Íslandsmet um tæpa sekúndu og Símon á inni fyrir öðru meti Stóð uppi sem sigurvegari á krefjandi ári: „Var búið að vera svo erfitt“ Sjá meira
Andri hóf þennan vinsæla lið á því að velta fyrir sér hvað lið San Fransisco 49ers ætti að gera til að fylla í leikstjórnendastöðuna nú þegar Jimmy Garoppolo er að glíma við meiðsli. 49ers á möguleika á að lyfta þeim stóra í vor, en nú þegar leikstjórnandinn er úr leik verður það verkefni erfiðara. Henry Birgir Gunnarsson benti á Brock Purdy, sem nú þegar er hjá liðinu, en sagðist alls ekki vilja sjá Baker Mayfield, leikstjórnanda Los Angeles Rams nálægt liðinu. Eiríkur Stefán Ásgeirsson var sammála kollega sínum varðandi Purdy, en spurði sig þó af hverju liðið ætti ekki að skoða Baker Mayfield. Andri reyndi svo að selja strákunum þá hugmynd að Kirk Cousins, leikstjórnandi Minnesota Vikings, væri efni í að vera valinn besti leikmaður deildarinnar. Það fór hins vegar illa í þá félaga, eins og má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Lokasóknin: Stóru spurningarnar „Mig langar alveg rosalega að segja já, en ég ætla að segja nei,“ sagði Henry Birgir. „Hann er með 18 snertimörk, níu tapaða bolta, „rating-ið“ er ekki nema 88. Hann er bara í tíunda sæti yfir flesta jarda og hann er með þúsund færri jarda en Patrick Mahomes og tólf snertimörkum á eftir. Ég reyni stundum að „bullshita“ mig eitthvað áfram, en ég bara get það ekki núna.“ Eiríkur varð hins vegar öllu æstari og vildi meina að liðsfélagar Cousins væru að láta hann líta vel út. „Er það? Er hann ekki bara umkringur frábærum leikmönnum sem eru að byggja hann upp?“ spurði Eiríkur þegar Andri gaf í skyn að Cousins væri að eiga tímabil lífs síns. „Þegar þú ert það vonlaus karakter að þú þarft einhverja múnderingu frá liðsfélögunum til að byggja upp þá ertu ekki á réttri leið í lífinu.“ „Hann er með jafn mikinn persónuleika og þessi pappírsörk hérna,“ sagði Eiríkur nokkuð reiður yfir þessu öllu saman. Þá veltu strákarnir einnig fyrir sér hvort Las Vegas Raiders væri á leið í úrslitakeppnina og hvaða lið væri með besta hlauparaparið í deildinni. Lokasóknin er vikulegur þáttur um NFL-deildina sem er sýndur á Stöð 2 Sport 2 á þriðjudögum. NFL-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.
Lokasóknin er vikulegur þáttur um NFL-deildina sem er sýndur á Stöð 2 Sport 2 á þriðjudögum. NFL-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.
NFL Lokasóknin Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ „Það féll ekki mikið með okkur“ „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ United missti frá sér sigurinn í lokin „Missum þetta klaufalega frá okkur“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Snæfríður Sól í sjötta sæti á EM Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Hilmar með fínan leik í bikarsigri 41 árs þjálfari lést eftir fall á heimili sínu Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Hættir við að kæra Conor McGregor fyrir nauðgun Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Í vinnunni þegar hann fékk óvænt gleðitíðindi Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag „Eina leiðin til að lifa af“ Big Ben í kvöld: Þorlákur, Gummi Gumm og Gunni Birgis í beinni Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Slógu Íslandsmet um tæpa sekúndu og Símon á inni fyrir öðru meti Stóð uppi sem sigurvegari á krefjandi ári: „Var búið að vera svo erfitt“ Sjá meira