Lokasóknin: „Hann er með jafn mikinn persónuleika og þessi pappírsörk hérna“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 9. desember 2022 23:31 Eiríkur Stefán Ásgeirsson lét vel í sér heyra þegar Andri Ólafsson, stjórnandi þáttarins, gaf í skyn að Kirk Cousins væri að eiga tímabil lífs síns. Vísir/Stöð 2 Sport Strákarnir í Lokasókninni fóru um víðan völl eins og svo oft áður í síðasta þætti þegar Andri Ólafsson, stjórnandi þáttarins, bar upp Stóru spurningarnar. Andri hóf þennan vinsæla lið á því að velta fyrir sér hvað lið San Fransisco 49ers ætti að gera til að fylla í leikstjórnendastöðuna nú þegar Jimmy Garoppolo er að glíma við meiðsli. 49ers á möguleika á að lyfta þeim stóra í vor, en nú þegar leikstjórnandinn er úr leik verður það verkefni erfiðara. Henry Birgir Gunnarsson benti á Brock Purdy, sem nú þegar er hjá liðinu, en sagðist alls ekki vilja sjá Baker Mayfield, leikstjórnanda Los Angeles Rams nálægt liðinu. Eiríkur Stefán Ásgeirsson var sammála kollega sínum varðandi Purdy, en spurði sig þó af hverju liðið ætti ekki að skoða Baker Mayfield. Andri reyndi svo að selja strákunum þá hugmynd að Kirk Cousins, leikstjórnandi Minnesota Vikings, væri efni í að vera valinn besti leikmaður deildarinnar. Það fór hins vegar illa í þá félaga, eins og má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Lokasóknin: Stóru spurningarnar „Mig langar alveg rosalega að segja já, en ég ætla að segja nei,“ sagði Henry Birgir. „Hann er með 18 snertimörk, níu tapaða bolta, „rating-ið“ er ekki nema 88. Hann er bara í tíunda sæti yfir flesta jarda og hann er með þúsund færri jarda en Patrick Mahomes og tólf snertimörkum á eftir. Ég reyni stundum að „bullshita“ mig eitthvað áfram, en ég bara get það ekki núna.“ Eiríkur varð hins vegar öllu æstari og vildi meina að liðsfélagar Cousins væru að láta hann líta vel út. „Er það? Er hann ekki bara umkringur frábærum leikmönnum sem eru að byggja hann upp?“ spurði Eiríkur þegar Andri gaf í skyn að Cousins væri að eiga tímabil lífs síns. „Þegar þú ert það vonlaus karakter að þú þarft einhverja múnderingu frá liðsfélögunum til að byggja upp þá ertu ekki á réttri leið í lífinu.“ „Hann er með jafn mikinn persónuleika og þessi pappírsörk hérna,“ sagði Eiríkur nokkuð reiður yfir þessu öllu saman. Þá veltu strákarnir einnig fyrir sér hvort Las Vegas Raiders væri á leið í úrslitakeppnina og hvaða lið væri með besta hlauparaparið í deildinni. Lokasóknin er vikulegur þáttur um NFL-deildina sem er sýndur á Stöð 2 Sport 2 á þriðjudögum. NFL-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift. NFL Lokasóknin Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Vélmennið leiðir Opna breska Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Reyndi allt til að koma kúlunni niður Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Sjá meira
Andri hóf þennan vinsæla lið á því að velta fyrir sér hvað lið San Fransisco 49ers ætti að gera til að fylla í leikstjórnendastöðuna nú þegar Jimmy Garoppolo er að glíma við meiðsli. 49ers á möguleika á að lyfta þeim stóra í vor, en nú þegar leikstjórnandinn er úr leik verður það verkefni erfiðara. Henry Birgir Gunnarsson benti á Brock Purdy, sem nú þegar er hjá liðinu, en sagðist alls ekki vilja sjá Baker Mayfield, leikstjórnanda Los Angeles Rams nálægt liðinu. Eiríkur Stefán Ásgeirsson var sammála kollega sínum varðandi Purdy, en spurði sig þó af hverju liðið ætti ekki að skoða Baker Mayfield. Andri reyndi svo að selja strákunum þá hugmynd að Kirk Cousins, leikstjórnandi Minnesota Vikings, væri efni í að vera valinn besti leikmaður deildarinnar. Það fór hins vegar illa í þá félaga, eins og má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Lokasóknin: Stóru spurningarnar „Mig langar alveg rosalega að segja já, en ég ætla að segja nei,“ sagði Henry Birgir. „Hann er með 18 snertimörk, níu tapaða bolta, „rating-ið“ er ekki nema 88. Hann er bara í tíunda sæti yfir flesta jarda og hann er með þúsund færri jarda en Patrick Mahomes og tólf snertimörkum á eftir. Ég reyni stundum að „bullshita“ mig eitthvað áfram, en ég bara get það ekki núna.“ Eiríkur varð hins vegar öllu æstari og vildi meina að liðsfélagar Cousins væru að láta hann líta vel út. „Er það? Er hann ekki bara umkringur frábærum leikmönnum sem eru að byggja hann upp?“ spurði Eiríkur þegar Andri gaf í skyn að Cousins væri að eiga tímabil lífs síns. „Þegar þú ert það vonlaus karakter að þú þarft einhverja múnderingu frá liðsfélögunum til að byggja upp þá ertu ekki á réttri leið í lífinu.“ „Hann er með jafn mikinn persónuleika og þessi pappírsörk hérna,“ sagði Eiríkur nokkuð reiður yfir þessu öllu saman. Þá veltu strákarnir einnig fyrir sér hvort Las Vegas Raiders væri á leið í úrslitakeppnina og hvaða lið væri með besta hlauparaparið í deildinni. Lokasóknin er vikulegur þáttur um NFL-deildina sem er sýndur á Stöð 2 Sport 2 á þriðjudögum. NFL-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.
Lokasóknin er vikulegur þáttur um NFL-deildina sem er sýndur á Stöð 2 Sport 2 á þriðjudögum. NFL-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.
NFL Lokasóknin Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Vélmennið leiðir Opna breska Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Reyndi allt til að koma kúlunni niður Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Sjá meira