Grænlendingar fagna nýrri Airbus-breiðþotu Kristján Már Unnarsson skrifar 9. desember 2022 22:50 Airbus A330-breiðþotan komin til nýrrar heimahafnar á Grænlandi. KNR Grænlendingar fögnuðu í fyrradag komu nýrrar breiðþotu Air Greenland. Þotan tekur yfir þrjúhundruð farþega í sæti og er dýrasti farkostur sem þessi næsta nágrannaþjóð Íslendinga hefur eignast. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá lendingu þotunnar á Kangerlussuaq-flugvelli á myndum frá KNR á Grænlandi. Þar fékk hún heiðursmóttöku slökkviliðs flugvallarins. Nýja flugvélin lent í Kangerlussuaq, eða Syðri-Straumfirði. Slökkviliðsbílar mynda heiðursvörð.KNR Rétt eins og gerðist hjá Íslendingum í sinni sjálfstæðisbaráttu hefur það verið metnaðarmál Grænlendinga á undanförnum árum að treysta eigin samgöngur við umheiminn. Það mátti því búast við að komu þessarar glænýju Airbus-breiðþotu beint úr verksmiðjunum í Suður-Frakklandi yrði vel fagnað á flugvellinum í Kangerlussuaq. Dönsk flugfréttasíða fullyrti reyndar í fyrra að Grænlendingar hefðu fengið þotuna frá Airbus á óvenju hagstæðu verði. Engu að síður er hún langstærsta fjárfesting í sögu þjóðarflugfélagsins Air Greenland og sögð hafa kostað yfir fjórtán milljarða íslenskra króna. Þotunni ekið að flugskýli Air Greenland þar sem móttökuathöfn fór fram.KNR Á flugvellinum mátti sjá helstu ráðamenn landsins gleðjast með hópi skólabarna, þar á meðal forsætisráðherrann Múte B. Egede, varaforsætisráðherrann Erik Jensen, og Kim Kielsen, fyrrum forsætisráðherra. Íbúum Kangerlussuaq og öðrum gestum var boðið að skoða flugvélina og að þiggja kökur og kræsingar í flugskýli. Nýja þotan er af gerðinni Airbus A330 og leysir af 24 ára gamla þotu sömu tegundar, sem rúmar 278 farþega. Þessi er hins vegar örlítið stærri, tekur 305 farþega, og eyðir fjórðungi minna eldsneyti. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Grænland Airbus Fréttir af flugi Tengdar fréttir Fyrsta flug dýrustu flugvélar Grænlands til heimalandsins Grænlendingar fögnuðu í gær nýrri breiðþotu af gerðinni Airbus A330-800neo. Hún er langstærsta fjárfesting þjóðarflugfélagsins Air Greenland, kostaði yfir 700 milljónir danskra króna, eða yfir fjórtán milljarða íslenskra, að sögn grænlenska ríkismiðilsins KNR. 8. desember 2022 18:30 Grænlendingar opna fyrsta hluta nýs alþjóðaflugvallar Hluti nýju flugbrautarinnar í Nuuk var opnaður flugumferð í vikunni. Þetta er fyrsti stóri áfanginn sem næst í þeirri miklu flugvallagerð sem Grænlendingar hófu fyrir þremur árum en hún er mesta innviðauppbygging í sögu þessa næsta nágrannalands Íslendinga. 6. nóvember 2022 10:10 Telja Grænlendinga hafa fengið mikinn afslátt af Airbus-þotunni Air Greenland er sagt hafa fengið 14 milljarða króna afslátt frá Airbus við kaup á nýju breiðþotunni. Miðað við yfir 32 milljarða króna listaverð evrópska flugvélaframleiðandans þýðir þetta vel yfir fjörutíu prósenta afslátt. 21. janúar 2020 10:23 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá lendingu þotunnar á Kangerlussuaq-flugvelli á myndum frá KNR á Grænlandi. Þar fékk hún heiðursmóttöku slökkviliðs flugvallarins. Nýja flugvélin lent í Kangerlussuaq, eða Syðri-Straumfirði. Slökkviliðsbílar mynda heiðursvörð.KNR Rétt eins og gerðist hjá Íslendingum í sinni sjálfstæðisbaráttu hefur það verið metnaðarmál Grænlendinga á undanförnum árum að treysta eigin samgöngur við umheiminn. Það mátti því búast við að komu þessarar glænýju Airbus-breiðþotu beint úr verksmiðjunum í Suður-Frakklandi yrði vel fagnað á flugvellinum í Kangerlussuaq. Dönsk flugfréttasíða fullyrti reyndar í fyrra að Grænlendingar hefðu fengið þotuna frá Airbus á óvenju hagstæðu verði. Engu að síður er hún langstærsta fjárfesting í sögu þjóðarflugfélagsins Air Greenland og sögð hafa kostað yfir fjórtán milljarða íslenskra króna. Þotunni ekið að flugskýli Air Greenland þar sem móttökuathöfn fór fram.KNR Á flugvellinum mátti sjá helstu ráðamenn landsins gleðjast með hópi skólabarna, þar á meðal forsætisráðherrann Múte B. Egede, varaforsætisráðherrann Erik Jensen, og Kim Kielsen, fyrrum forsætisráðherra. Íbúum Kangerlussuaq og öðrum gestum var boðið að skoða flugvélina og að þiggja kökur og kræsingar í flugskýli. Nýja þotan er af gerðinni Airbus A330 og leysir af 24 ára gamla þotu sömu tegundar, sem rúmar 278 farþega. Þessi er hins vegar örlítið stærri, tekur 305 farþega, og eyðir fjórðungi minna eldsneyti. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Grænland Airbus Fréttir af flugi Tengdar fréttir Fyrsta flug dýrustu flugvélar Grænlands til heimalandsins Grænlendingar fögnuðu í gær nýrri breiðþotu af gerðinni Airbus A330-800neo. Hún er langstærsta fjárfesting þjóðarflugfélagsins Air Greenland, kostaði yfir 700 milljónir danskra króna, eða yfir fjórtán milljarða íslenskra, að sögn grænlenska ríkismiðilsins KNR. 8. desember 2022 18:30 Grænlendingar opna fyrsta hluta nýs alþjóðaflugvallar Hluti nýju flugbrautarinnar í Nuuk var opnaður flugumferð í vikunni. Þetta er fyrsti stóri áfanginn sem næst í þeirri miklu flugvallagerð sem Grænlendingar hófu fyrir þremur árum en hún er mesta innviðauppbygging í sögu þessa næsta nágrannalands Íslendinga. 6. nóvember 2022 10:10 Telja Grænlendinga hafa fengið mikinn afslátt af Airbus-þotunni Air Greenland er sagt hafa fengið 14 milljarða króna afslátt frá Airbus við kaup á nýju breiðþotunni. Miðað við yfir 32 milljarða króna listaverð evrópska flugvélaframleiðandans þýðir þetta vel yfir fjörutíu prósenta afslátt. 21. janúar 2020 10:23 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Sjá meira
Fyrsta flug dýrustu flugvélar Grænlands til heimalandsins Grænlendingar fögnuðu í gær nýrri breiðþotu af gerðinni Airbus A330-800neo. Hún er langstærsta fjárfesting þjóðarflugfélagsins Air Greenland, kostaði yfir 700 milljónir danskra króna, eða yfir fjórtán milljarða íslenskra, að sögn grænlenska ríkismiðilsins KNR. 8. desember 2022 18:30
Grænlendingar opna fyrsta hluta nýs alþjóðaflugvallar Hluti nýju flugbrautarinnar í Nuuk var opnaður flugumferð í vikunni. Þetta er fyrsti stóri áfanginn sem næst í þeirri miklu flugvallagerð sem Grænlendingar hófu fyrir þremur árum en hún er mesta innviðauppbygging í sögu þessa næsta nágrannalands Íslendinga. 6. nóvember 2022 10:10
Telja Grænlendinga hafa fengið mikinn afslátt af Airbus-þotunni Air Greenland er sagt hafa fengið 14 milljarða króna afslátt frá Airbus við kaup á nýju breiðþotunni. Miðað við yfir 32 milljarða króna listaverð evrópska flugvélaframleiðandans þýðir þetta vel yfir fjörutíu prósenta afslátt. 21. janúar 2020 10:23