„Fannst Selfossliðið ekki hafa orku síðasta korterið til að koma til baka“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 10. desember 2022 16:06 Ragnar Hermannsson var virkilega ánægður með sigur sinna kvenna í dag. Vísir/Hulda Margrét Ragnar Hermannsson, þjálfari Hauka í Olís-deild kvenna, gat leyft sér að fagna eftir mikilvægan þriggja marka sigur liðsins á Selfossi í dag. Haukakonur hafa nú unnið þrjá af seinustu fjórum deildarleikjum sínum og hafa náð að slíta sig frá fallsvæðinu fyrir jólafríið. „Eins og ég sagði fyrir leikinn þá hefur vikan verið mjög furðuleg. Ég held að ég hafi aldrei orðið vitni af eins áberandi prófastressi eins og er búið að vera í gangi í þessari viku. Einbeitingin er búin að vera mjög léleg og það var þannig í fyrri hálfleik,“ sagði Ragnar að leik loknum. „Maður horfði eiginlega bara á vikuna í hnotskurn í fyrri hálfleik. Við vorum algjörlega úti á túni með átta tapaða bolta og sumir af þeim þannig að það er ekki bjóðandi upp á þetta í Meistaraflokki og varla í yngri flokkunum.“ „En við tókum bara góðan fund í hálfleik og fórum rólega yfir þetta. Við skiptum um vörn og fengum smá markvörslu í seinni. Það sem var líka jákvætt var að það voru 33 sóknir í fyrri hálfleik og mér fannst ég sjá það á Selfossliðinu að þær voru orðnar frekat lúnar í seinni hálfleik.“ Haukakonur voru fjórum mörkum undir þegar flautað var til hálfleiks. Liðið skoraði hins vegar níu mörk gegn aðeins einu marki heimakvenna í upphafi síðari hálfleiks og lagði þannig grunninn að góðum sigri. En hvað sagði Ragnar til að koma sínu liði í gang í hálfleiksræðunni? „Það er nú svona pínulítið einkamál. Vikan var svona svolítið eins og þær vilja hafa vikurnar og ég sagði við þær að ef að þær vilja hafa vikurnar einhverntíman svona þá yrðu þær auðvitað að sýna mér það í seinni hálfleik að við gætum treyst þeim fyrir aðeins léttari vikum. Ég gaf þeim frí í vikunni og svona og fór langt út af guðspjallinu. Gaf þeim frí út af prófalestri og þær sýndu mé það í seinni hálfleik að mér er alveg óhætt að vera stundum með uppbrotsvikur.“ Þrátt fyrir að hafa haft góð tök á leiknum stærstan hluta síðari hálfleiks náði Selfyssingar góðu áhlupi og minnkuðu muninn niður í tvö mörk þegar skammt var eftir af leiknum. Ragnar segist þó hafa verið rólegur á þeim tímapunkti. „Mér fannst Selfossliðið bara ekki hafa orku síðasta korterið til að koma til baka. Við hjálpuðum þeim svolítið. Við vorum held ég með einn tapaðan bolta þegar þetta móment kemur upp í seinni hálfleik og þá koma allt í einu þrír á innan við mínútu og þeir svona frekar klaufalegir. Það kostaði tvö hraðaupphlaupsmörk og svona smá pressu.“ „Svo fengum við auðvitað smá heppni þegar Rakel stal einum bolta og kláraði leikinn raunverulega. Ragnheiður stal svo öðrum. Þetta hefði getað orðið smá skjálfti, en hann varð ekki sem betur fer.“ Olís-deildin er nú á leið í smá jólafrí og Ragnar segist ætla að reyna að nýta það eins vel og hægt er. „Eins vel eins og hægt er. En þetta er náttúrulega bara Ísland í dag og það eru rosalega margir leikmenn að fara í ferðalög með fjölskyldunni þannig þetta verður svolítill bútasaumur. Svo erum við með tvo útlendinga sem eru að fara til sinna heima.“ „En við gerum auðvitað bara okkar besta og reynum að koma allavega jafnsprækar eftir jól. Ég er rosalega ánægður með uppskeruna fyrir jól. Átta stig. Ef þú hefðir boðið mér það í september eftir leikinn á móti Val þá hefði ég sagt já takk,“ sagði Ragnar að lokum. Handbolti Olís-deild kvenna Haukar UMF Selfoss Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss - Haukar 33-36 | Haukakonur tóku völdin í síðari hálfleik Haukar unnu mikilvægan þriggja marka sigur er liðið sótti Selfyssinga heim í Olís-deild kvenna í handbolta í dag, 33-36. 10. desember 2022 15:25 Mest lesið Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Körfubolti Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Körfubolti Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Sjá meira
„Eins og ég sagði fyrir leikinn þá hefur vikan verið mjög furðuleg. Ég held að ég hafi aldrei orðið vitni af eins áberandi prófastressi eins og er búið að vera í gangi í þessari viku. Einbeitingin er búin að vera mjög léleg og það var þannig í fyrri hálfleik,“ sagði Ragnar að leik loknum. „Maður horfði eiginlega bara á vikuna í hnotskurn í fyrri hálfleik. Við vorum algjörlega úti á túni með átta tapaða bolta og sumir af þeim þannig að það er ekki bjóðandi upp á þetta í Meistaraflokki og varla í yngri flokkunum.“ „En við tókum bara góðan fund í hálfleik og fórum rólega yfir þetta. Við skiptum um vörn og fengum smá markvörslu í seinni. Það sem var líka jákvætt var að það voru 33 sóknir í fyrri hálfleik og mér fannst ég sjá það á Selfossliðinu að þær voru orðnar frekat lúnar í seinni hálfleik.“ Haukakonur voru fjórum mörkum undir þegar flautað var til hálfleiks. Liðið skoraði hins vegar níu mörk gegn aðeins einu marki heimakvenna í upphafi síðari hálfleiks og lagði þannig grunninn að góðum sigri. En hvað sagði Ragnar til að koma sínu liði í gang í hálfleiksræðunni? „Það er nú svona pínulítið einkamál. Vikan var svona svolítið eins og þær vilja hafa vikurnar og ég sagði við þær að ef að þær vilja hafa vikurnar einhverntíman svona þá yrðu þær auðvitað að sýna mér það í seinni hálfleik að við gætum treyst þeim fyrir aðeins léttari vikum. Ég gaf þeim frí í vikunni og svona og fór langt út af guðspjallinu. Gaf þeim frí út af prófalestri og þær sýndu mé það í seinni hálfleik að mér er alveg óhætt að vera stundum með uppbrotsvikur.“ Þrátt fyrir að hafa haft góð tök á leiknum stærstan hluta síðari hálfleiks náði Selfyssingar góðu áhlupi og minnkuðu muninn niður í tvö mörk þegar skammt var eftir af leiknum. Ragnar segist þó hafa verið rólegur á þeim tímapunkti. „Mér fannst Selfossliðið bara ekki hafa orku síðasta korterið til að koma til baka. Við hjálpuðum þeim svolítið. Við vorum held ég með einn tapaðan bolta þegar þetta móment kemur upp í seinni hálfleik og þá koma allt í einu þrír á innan við mínútu og þeir svona frekar klaufalegir. Það kostaði tvö hraðaupphlaupsmörk og svona smá pressu.“ „Svo fengum við auðvitað smá heppni þegar Rakel stal einum bolta og kláraði leikinn raunverulega. Ragnheiður stal svo öðrum. Þetta hefði getað orðið smá skjálfti, en hann varð ekki sem betur fer.“ Olís-deildin er nú á leið í smá jólafrí og Ragnar segist ætla að reyna að nýta það eins vel og hægt er. „Eins vel eins og hægt er. En þetta er náttúrulega bara Ísland í dag og það eru rosalega margir leikmenn að fara í ferðalög með fjölskyldunni þannig þetta verður svolítill bútasaumur. Svo erum við með tvo útlendinga sem eru að fara til sinna heima.“ „En við gerum auðvitað bara okkar besta og reynum að koma allavega jafnsprækar eftir jól. Ég er rosalega ánægður með uppskeruna fyrir jól. Átta stig. Ef þú hefðir boðið mér það í september eftir leikinn á móti Val þá hefði ég sagt já takk,“ sagði Ragnar að lokum.
Handbolti Olís-deild kvenna Haukar UMF Selfoss Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss - Haukar 33-36 | Haukakonur tóku völdin í síðari hálfleik Haukar unnu mikilvægan þriggja marka sigur er liðið sótti Selfyssinga heim í Olís-deild kvenna í handbolta í dag, 33-36. 10. desember 2022 15:25 Mest lesið Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Körfubolti Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Körfubolti Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Sjá meira
Leik lokið: Selfoss - Haukar 33-36 | Haukakonur tóku völdin í síðari hálfleik Haukar unnu mikilvægan þriggja marka sigur er liðið sótti Selfyssinga heim í Olís-deild kvenna í handbolta í dag, 33-36. 10. desember 2022 15:25