Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Telma Lucinda Tómasson les fréttir klukkan 18:30.
Telma Lucinda Tómasson les fréttir klukkan 18:30.

Vöffluilminn lagði frá húsakynnum ríkissáttasemjara í hádeginu þegar aðilar vinnumarkaðarins náðu nokkuð óvænt saman um nýjan kjarasamning eftir stífa fundarsetu síðustu daga. Um skammtímakjarasamning er að ræða eins og stefnt var að í þetta sinn.

Við förum yfir nýjan samning og aðgerðir stjórnvalda í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu í dag að brottvísun Hussein Hussein, hælisleitanda frá Írak, og fjölskyldu hans í nóvember var ólögmæt. Við hittum fjölskylduna sem kom aftur til landsins um helgina og fagnar niðurstöðunni.

Svo segjum við frá kanadískri herflugvél sem lagði upp frá Keflavíkurflugvelli í dag áleiðis til Úkraínu, meðal annars með heimaprjónaðar lopapeysur og ullarteppi innanborðs. Þúsundir Íslendinga hafa tekið sér prjóna í hönd og lagt sitt af mörkum. Fallegt er það.

Þá kíkjum við á jólaskreytingar sem heimameinn á Hvolsvelli líka við Eiffel-turninn og tökum stöðuna á loðnuvertíðinni sem er að hefjast.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×