Ronaldo myndi elska það að sjá Pep, Carlo eða Jose taka við landsliði Brasilíu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. desember 2022 09:01 Ronaldo Nazario var í aðalhlutverki þegar Brassarnir urðu síðast heimsmeistarar fyrir tuttugu árum síðan. Getty/Buda Mendes Einn besti knattspyrnumaðurinn í sögu Brasilíu tekur vel í orðróma um að næsti landsliðsþjálfari Brassa gæti orðið einn af stóru þjálfurunum í Evrópu. Brasilíumenn féllu óvænt út úr átta liða úrslitunum á HM í Katar eftir að flestir bjuggust við að þeir færu alla leið. Brasilíska landsliðið náði ekki að klár seigt lið Króata og tapaði á endanum í vítakeppni. Eftir leikinn þá sagði landsliðsþjálfarinn Tite starfi sínu lausu. Nú síðast bárust fréttir af því að brasilíska knattspyrnusambandið hafði áhuga á að fá menn eins og Pep Guardiola, Carlo Ancelotti eða Jose Mourinho til að þjálfar brasilíska landsliðið fyrir HM í Ameríku 2026. Ronaldo Luís Nazário, best þekktur sem Ronaldo, skorað á sínum tíma 62 mörk í 98 landsleikjum fyrir Brasilíu þar af átta þeirra á HM 2002 þegar hann varð markakóngur og Brasilíumenn unnu síðasta heimsmeistaratitil sinn. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) Ronaldo fékk Gullboltann tvisvar sinnum á ferlinum áður en meiðsli fóru illa með hann en hann er einn sá hæfileikaríkasti sem hefur sést á fótboltavellinum. Ronaldo var í Katar og mikið í mynd á leikjum Brassana. Hann fylgist vel með liðinu og fagnar fréttum af metnaðarfullri ráðningu brasilíska sambandsins. „Þetta eru ótrúleg nöfn að mínu mati. Ég myndi elska það að sjá menn eins og Guardiola, Ancelotti eða Mourinho verða landsliðsþjálfari Brasilíu,“ sagði Ronaldo við BBC. „Ég yrði mjög sáttur með það en það er ekki ég sem vel næsta þjálfara. Við verðum því að bíða og sjá hvað gerist á næstu dögum,“ sagði Ronaldo. Tite tók við landsliðinu af Dunga í september 2016 og stýrði því í sex ár. Undir hans stjórn vann Brasilía 61 af 81 leik og tapaði aðeins sjö. Frá því að Luiz Felipe Scolari gerði Brassa að heimsmeisturum 2002 hafa þeir skipt sjö sinnum um landsliðsþjálfara þar af tók Scolari aftur við liðinu frá 2013 til 2014. HM 2022 í Katar Mest lesið Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Fleiri fréttir Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Sjá meira
Brasilíumenn féllu óvænt út úr átta liða úrslitunum á HM í Katar eftir að flestir bjuggust við að þeir færu alla leið. Brasilíska landsliðið náði ekki að klár seigt lið Króata og tapaði á endanum í vítakeppni. Eftir leikinn þá sagði landsliðsþjálfarinn Tite starfi sínu lausu. Nú síðast bárust fréttir af því að brasilíska knattspyrnusambandið hafði áhuga á að fá menn eins og Pep Guardiola, Carlo Ancelotti eða Jose Mourinho til að þjálfar brasilíska landsliðið fyrir HM í Ameríku 2026. Ronaldo Luís Nazário, best þekktur sem Ronaldo, skorað á sínum tíma 62 mörk í 98 landsleikjum fyrir Brasilíu þar af átta þeirra á HM 2002 þegar hann varð markakóngur og Brasilíumenn unnu síðasta heimsmeistaratitil sinn. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) Ronaldo fékk Gullboltann tvisvar sinnum á ferlinum áður en meiðsli fóru illa með hann en hann er einn sá hæfileikaríkasti sem hefur sést á fótboltavellinum. Ronaldo var í Katar og mikið í mynd á leikjum Brassana. Hann fylgist vel með liðinu og fagnar fréttum af metnaðarfullri ráðningu brasilíska sambandsins. „Þetta eru ótrúleg nöfn að mínu mati. Ég myndi elska það að sjá menn eins og Guardiola, Ancelotti eða Mourinho verða landsliðsþjálfari Brasilíu,“ sagði Ronaldo við BBC. „Ég yrði mjög sáttur með það en það er ekki ég sem vel næsta þjálfara. Við verðum því að bíða og sjá hvað gerist á næstu dögum,“ sagði Ronaldo. Tite tók við landsliðinu af Dunga í september 2016 og stýrði því í sex ár. Undir hans stjórn vann Brasilía 61 af 81 leik og tapaði aðeins sjö. Frá því að Luiz Felipe Scolari gerði Brassa að heimsmeisturum 2002 hafa þeir skipt sjö sinnum um landsliðsþjálfara þar af tók Scolari aftur við liðinu frá 2013 til 2014.
HM 2022 í Katar Mest lesið Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Fleiri fréttir Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Sjá meira