Íslenskur nuddari ákærður fyrir kynferðisbrot í Kanada Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 14. desember 2022 07:01 Meðfylgjandi ljósmynd af Guðbjarti birtist með fréttatilkynningu lögreglunnar þar sem almenningur var upplýstur um handtöku Guðbjarts. Surrey RCMP Fimmtugur íslenskur karlmaður, Guðbjartur Haraldsson hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot í Kanada. Samkvæmt fréttum þarlendra miðla hefur Guðbjartur starfað sem nuddari í Surrey borg í nágrenni Vancouver í Bresku Kólumbíu. Hann er ákærður fyrir að hafa brotið kynferðislega á konu sem sótti hjá honum meðferð. Í fréttatilkynningu sem lögregluyfirvöld í Kanada sendu frá sér þann 8. desember kom fram að þann 14. nóvember hafi kona lagt fram kæru á hendur nuddara og sakað hann um að hafa brotið á sér á meðan hún sótti hjá honum meðferð. Brotið er sagt hafa átt sér stað á stofu nuddarans í Surrey. Ellefu dögum síðar, þann 25. nóvember. hafi fimmtugur karlmaður, Guðbjartur Bodhi Haraldsson, verið handtekinn og ákærður fyrir kynferðisbrot. Er hann sagður ganga undir nafninu Bodhi. Málið er nú til rannsóknar hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar. Þá segir í tilkynningunni að Guðbjartur hafi verið látinn laus úr haldi undir ströngum skilyrðum. Er honum óheimilt að veita meðferðarþjónustu af nokkru tagi, þar á meðal „hverskyns nuddmeðferðir eða líkamsmeðferðir á þeim sem skilgreina sig sem konu.“ Þá eru þeir sem geta veitt upplýsingar um málið beðnir um að hafa samband við lögregluna. Fram kemur að lögreglan birti meðfylgjandi ljósmynd af Guðbjarti í von um að það liðki fyrir rannsókn málsins. Hefur starfað við fagið í áraraðir Fjölmargir fréttamiðlar í Kanada hafa birt fréttir upp úr fyrrnefndri tilkynningu lögreglunnar undanfarna daga. Í frétt sem birtist á vef kanadíska fréttamiðilsins Burnaby Now kemur fram að Guðbjartur hafi starfað sem nuddari í Kandada frá árinu 1993. Á heimasíðu CMTBC eftirlitsstofnunarinnar (College of Massage Therapists of British Columbia) er hann skráður sem viðurkenndur nuddari, undir nafninu Bodhi Haraldsson. Fram kemur að Guðbjartur hafi starfað við fagið þar í landi í tæpa tvo áratugi, bæði í Bresku Kólumbíu og í Ontario. Skráður vinnustaður hans, The Surrey Memorial painPRO Clinic, er sá sami og gefinn er upp í tilkynningu lögreglunnar. Í lýsingu á heimasíðu Guðbjarts, sem nú liggur niðri, segir að hann hafi starfað í faginu frá árinu 1993 og meðal annars unnið að rannsóknum á vegum félags fagnudddara í Bresku Kólumbíu. Neitar ásökunum Í skriflegu svari til Global News segir Kevin Westell, lögmaður Guðbjarts að skjólstæðingur sinn neiti þessum ásökunum, haldi fram sakleysi sínu og „hlakki til að mæta fyrir dóm.“ „Hr. Haraldsson hefur orðið fyrir röngum og ósönnuðum ásökunum um óviðeigandi hegðun í garð skjólstæðings,“ kemur jafnframt fram í svari lögfræðingsins. Erlend sakamál Kynferðisofbeldi Kanada Íslendingar erlendis Mest lesið Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Sjá meira
Í fréttatilkynningu sem lögregluyfirvöld í Kanada sendu frá sér þann 8. desember kom fram að þann 14. nóvember hafi kona lagt fram kæru á hendur nuddara og sakað hann um að hafa brotið á sér á meðan hún sótti hjá honum meðferð. Brotið er sagt hafa átt sér stað á stofu nuddarans í Surrey. Ellefu dögum síðar, þann 25. nóvember. hafi fimmtugur karlmaður, Guðbjartur Bodhi Haraldsson, verið handtekinn og ákærður fyrir kynferðisbrot. Er hann sagður ganga undir nafninu Bodhi. Málið er nú til rannsóknar hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar. Þá segir í tilkynningunni að Guðbjartur hafi verið látinn laus úr haldi undir ströngum skilyrðum. Er honum óheimilt að veita meðferðarþjónustu af nokkru tagi, þar á meðal „hverskyns nuddmeðferðir eða líkamsmeðferðir á þeim sem skilgreina sig sem konu.“ Þá eru þeir sem geta veitt upplýsingar um málið beðnir um að hafa samband við lögregluna. Fram kemur að lögreglan birti meðfylgjandi ljósmynd af Guðbjarti í von um að það liðki fyrir rannsókn málsins. Hefur starfað við fagið í áraraðir Fjölmargir fréttamiðlar í Kanada hafa birt fréttir upp úr fyrrnefndri tilkynningu lögreglunnar undanfarna daga. Í frétt sem birtist á vef kanadíska fréttamiðilsins Burnaby Now kemur fram að Guðbjartur hafi starfað sem nuddari í Kandada frá árinu 1993. Á heimasíðu CMTBC eftirlitsstofnunarinnar (College of Massage Therapists of British Columbia) er hann skráður sem viðurkenndur nuddari, undir nafninu Bodhi Haraldsson. Fram kemur að Guðbjartur hafi starfað við fagið þar í landi í tæpa tvo áratugi, bæði í Bresku Kólumbíu og í Ontario. Skráður vinnustaður hans, The Surrey Memorial painPRO Clinic, er sá sami og gefinn er upp í tilkynningu lögreglunnar. Í lýsingu á heimasíðu Guðbjarts, sem nú liggur niðri, segir að hann hafi starfað í faginu frá árinu 1993 og meðal annars unnið að rannsóknum á vegum félags fagnudddara í Bresku Kólumbíu. Neitar ásökunum Í skriflegu svari til Global News segir Kevin Westell, lögmaður Guðbjarts að skjólstæðingur sinn neiti þessum ásökunum, haldi fram sakleysi sínu og „hlakki til að mæta fyrir dóm.“ „Hr. Haraldsson hefur orðið fyrir röngum og ósönnuðum ásökunum um óviðeigandi hegðun í garð skjólstæðings,“ kemur jafnframt fram í svari lögfræðingsins.
Erlend sakamál Kynferðisofbeldi Kanada Íslendingar erlendis Mest lesið Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Sjá meira