Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Telma Lucinda Tómasson les fréttir klukkan 18:30.
Telma Lucinda Tómasson les fréttir klukkan 18:30.

Formaður VR segist hvorki geta mælt með né á móti nýgerðum kjarasamningum en telur þó að þeir verði samþykktir af félagsmönnum. Verkalýðshreyfingin þurfi nú að líta inn á við og þétta raðirnar svo hægt sé að ná fram raunverulegum breytingum.

Við ræðum við formenn VR og Eflingar um nýgerðan kjarasamning. Þá heyrum við í forsætisráðherra í beinni útsendingu um gagnrýni stjórnarandstöðunnar á aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar vegna kjarasamninganna.

Hafi einhverjum þótt kalt síðustu daga er ekkert skárra í vændum. Fimbulkulda er spáð út vikuna og Veitur íhuga að grípa til lokunar á nokkrum sundlaugum á höfuðborgarsvæðinu til að spara heita vatnið. Við förum yfir möguleg áhrif kuldakastsins í beinni útsendingu.

Landsréttur felldi í dag úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð yfir tveimur mönnum sem hafa verið ákærðir fyrir tilraun til hryðjuverka. Mennirnir eru því lausir úr haldi og við ræðum við lögmann annars þeirra í beinni útsendingu.

Svo fylgjumst við með því þegar Hussein systurnar sneru aftur í skólann í morgun auk þess að fara yfir helstu vendingar í færeyskum stjórnmálum.

Þetta og fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×