Viðræðum slitið um myndun nýrrar stjórnar í Færeyjum Kristján Már Unnarsson skrifar 13. desember 2022 21:55 Leiðtogar færeysku flokkanna í sjónvarpskappræðum Kringvarpsins. Kringvarpið Jafnaðarflokkurinn, Sambandsflokkurinn og Framsókn slitu í kvöld viðræðum um myndun nýrrar landsstjórnar í Færeyjum. Ágreiningur um ríkisstuðning frá Danmörku reyndist of stór biti til að kyngja, segir í frétt Kringvarps Færeyja. Stefna Framsóknar hefur verið sú að draga jafnt og þétt úr þeim greiðslum sem Færeyingar fá frá Dönum með það að markmiði að þær heyri sögunni til innan tíu ára, enda séu Færeyjar með ríkustu löndum heims. Sambandsflokkurinn hefur viljað sem minnstar breytingar á ríkjasambandinu við Danmörku. Áherslan eigi ekki að vera á sjálfstæði heldur á að færeysku þjóðinni farnist sem best efnahagslega. Aksel V. Johannesen, formaður Jafnaðarflokksins, var sigurvegari kosninganna. Flest bendir til að hann verði næsti lögmaður Færeyja.Javnaðarflokkurin Þegar endanleg úrslit lágu fyrir í þingkosningum síðastliðinn fimmtudag stóð Jafnaðarflokkurinn, C-listinn, systurflokkur Samfylkingarinnar, uppi sem sigurvegari kosninganna. Hann var orðinn stærsti flokkur Færeyja, undir forystu Aksels Johannesen, og hafði fellt stjórn Bárðar á Steig Nielsen, leiðtoga Sambandsflokksins. En það var einnig annar sigurvegari, miðjuflokkurinn Framsókn. Kringvarp Færeyja sagði formann Framsóknar, Ruth Vang, hafa lykilinn að næstu stjórnarmyndun. Bárður á Steig Nielsen, formaður Sambandsflokksins, og núverandi lögmaður Færeyja. Fyrir framan hann situr Aksel V. Johannesen, formaður Jafnaðarflokksins, og fyrir aftan Høgni Hoydal, formaður Þjóðveldis.Mynd/Kringvarp Færeyja. Aksel V. Johannesen hyggst nú reyna að mynda stjórn til vinstri með Framsókn og Þjóðveldi. Þessir þrír flokkar sátu saman í stjórnarandstöðu og virtist blasa við eftir að stjórnin féll að þeir myndu strax hefja stjórnarmyndunarviðræður. Formaður Framsóknar, Ruth Vang, vildi hinsvegar fyrst reyna stjórnarmyndun með Sambandsflokknum, sem telst á hægri vængnum, og Jafnaðarflokknum þar sem henni hugnaðist ekki að vera hluti af blokkarmyndun á vinstri vængnum. Viðræður Jafnaðarflokksins, Framsóknar og Sambandsflokksins hófust í gær og héldu svo áfram í dag þar til upp úr slitnaði í kvöld. Høgni Hoydal, formaður Þjóðveldis, og Ruth Vang, formaður Framsóknar.Kringvarpið Høgni Hoydal og Þjóðveldið biðu á meðan á hliðarlínunni í von um að Aksel og Ruth sneru sér yfir á vinstri vænginn. Núna reynir á hvort hún kyngi því að mynda stjórn til vinstri með Jafnaðarflokknum og Þjóðveldinu, sem er systurflokkur Vinstri grænna. Hvernig sem fer bendir flest til þess að Aksel V. Johannesen verði næsti lögmaður Færeyja en því embætti gegndi hann einnig á árunum 2015 til 2019. Fjallað var um stjórnmálastöðuna í fréttum Stöðvar 2, eins og hún birtist áður en viðræðunum var slitið í kvöld: Í fyrstu heimsókn Guðna Th. Jóhannessonar sem forseta Íslands til Færeyja árið 2017 var Aksel V. Johannesen gestgjafi sem lögmaður Færeyja: Færeyjar Tengdar fréttir Jafnaðarflokkurinn vann sigur í Færeyjum Jafnaðarflokkur Færeyja er sigurvegari í þingkosningunum sem fram fóru þar í landi í gær. Flokkurinn náði níu þingsætum sem er bæting um tvö frá fyrra þingi og er þar með orðinn stærsti flokkur Færeyja eftir að hafa fengið 26,6 prósent atkvæða. 9. desember 2022 07:24 Forsetahjónin komin í heimsókn til Færeyja Íslendingar njóta þess að eiga bestu granna í heimi, verða skilaboð forseta Íslands til Færeyinga en Guðni Th. Jóhannesson, og frú Eliza Reed, héldu í dag í fimm daga heimsókn til Færeyja. 15. maí 2017 20:34 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Sjá meira
Stefna Framsóknar hefur verið sú að draga jafnt og þétt úr þeim greiðslum sem Færeyingar fá frá Dönum með það að markmiði að þær heyri sögunni til innan tíu ára, enda séu Færeyjar með ríkustu löndum heims. Sambandsflokkurinn hefur viljað sem minnstar breytingar á ríkjasambandinu við Danmörku. Áherslan eigi ekki að vera á sjálfstæði heldur á að færeysku þjóðinni farnist sem best efnahagslega. Aksel V. Johannesen, formaður Jafnaðarflokksins, var sigurvegari kosninganna. Flest bendir til að hann verði næsti lögmaður Færeyja.Javnaðarflokkurin Þegar endanleg úrslit lágu fyrir í þingkosningum síðastliðinn fimmtudag stóð Jafnaðarflokkurinn, C-listinn, systurflokkur Samfylkingarinnar, uppi sem sigurvegari kosninganna. Hann var orðinn stærsti flokkur Færeyja, undir forystu Aksels Johannesen, og hafði fellt stjórn Bárðar á Steig Nielsen, leiðtoga Sambandsflokksins. En það var einnig annar sigurvegari, miðjuflokkurinn Framsókn. Kringvarp Færeyja sagði formann Framsóknar, Ruth Vang, hafa lykilinn að næstu stjórnarmyndun. Bárður á Steig Nielsen, formaður Sambandsflokksins, og núverandi lögmaður Færeyja. Fyrir framan hann situr Aksel V. Johannesen, formaður Jafnaðarflokksins, og fyrir aftan Høgni Hoydal, formaður Þjóðveldis.Mynd/Kringvarp Færeyja. Aksel V. Johannesen hyggst nú reyna að mynda stjórn til vinstri með Framsókn og Þjóðveldi. Þessir þrír flokkar sátu saman í stjórnarandstöðu og virtist blasa við eftir að stjórnin féll að þeir myndu strax hefja stjórnarmyndunarviðræður. Formaður Framsóknar, Ruth Vang, vildi hinsvegar fyrst reyna stjórnarmyndun með Sambandsflokknum, sem telst á hægri vængnum, og Jafnaðarflokknum þar sem henni hugnaðist ekki að vera hluti af blokkarmyndun á vinstri vængnum. Viðræður Jafnaðarflokksins, Framsóknar og Sambandsflokksins hófust í gær og héldu svo áfram í dag þar til upp úr slitnaði í kvöld. Høgni Hoydal, formaður Þjóðveldis, og Ruth Vang, formaður Framsóknar.Kringvarpið Høgni Hoydal og Þjóðveldið biðu á meðan á hliðarlínunni í von um að Aksel og Ruth sneru sér yfir á vinstri vænginn. Núna reynir á hvort hún kyngi því að mynda stjórn til vinstri með Jafnaðarflokknum og Þjóðveldinu, sem er systurflokkur Vinstri grænna. Hvernig sem fer bendir flest til þess að Aksel V. Johannesen verði næsti lögmaður Færeyja en því embætti gegndi hann einnig á árunum 2015 til 2019. Fjallað var um stjórnmálastöðuna í fréttum Stöðvar 2, eins og hún birtist áður en viðræðunum var slitið í kvöld: Í fyrstu heimsókn Guðna Th. Jóhannessonar sem forseta Íslands til Færeyja árið 2017 var Aksel V. Johannesen gestgjafi sem lögmaður Færeyja:
Færeyjar Tengdar fréttir Jafnaðarflokkurinn vann sigur í Færeyjum Jafnaðarflokkur Færeyja er sigurvegari í þingkosningunum sem fram fóru þar í landi í gær. Flokkurinn náði níu þingsætum sem er bæting um tvö frá fyrra þingi og er þar með orðinn stærsti flokkur Færeyja eftir að hafa fengið 26,6 prósent atkvæða. 9. desember 2022 07:24 Forsetahjónin komin í heimsókn til Færeyja Íslendingar njóta þess að eiga bestu granna í heimi, verða skilaboð forseta Íslands til Færeyinga en Guðni Th. Jóhannesson, og frú Eliza Reed, héldu í dag í fimm daga heimsókn til Færeyja. 15. maí 2017 20:34 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Sjá meira
Jafnaðarflokkurinn vann sigur í Færeyjum Jafnaðarflokkur Færeyja er sigurvegari í þingkosningunum sem fram fóru þar í landi í gær. Flokkurinn náði níu þingsætum sem er bæting um tvö frá fyrra þingi og er þar með orðinn stærsti flokkur Færeyja eftir að hafa fengið 26,6 prósent atkvæða. 9. desember 2022 07:24
Forsetahjónin komin í heimsókn til Færeyja Íslendingar njóta þess að eiga bestu granna í heimi, verða skilaboð forseta Íslands til Færeyinga en Guðni Th. Jóhannesson, og frú Eliza Reed, héldu í dag í fimm daga heimsókn til Færeyja. 15. maí 2017 20:34