Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Telma Lucinda Tómasson les fréttir klukkan 18:30.
Telma Lucinda Tómasson les fréttir klukkan 18:30.

Par hefur ekki í nein hús að venda eftir að gríðarlegur vatnsflaumur flæddi inn í íbúð þeirra með þeim afleiðingum að heimilið er óíbúðarhæft. Þau vita ekki hvar þau ætla að verja nóttinni og segja Kópavogsbæ ekkert vilja gera fyrir þau. Við hittum parið í íbúðinni sem skemmdist í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu 18:30.

Töluvert fleiri hafa sótt um jólaaðstoð hjá Hjálparstarfi kirkjunnar nú fyrir jólin en undanfarin ár. Félagsráðgjafi segir neyðina mikla og erfiða stöðu á húsnæðismarkaði hafa mikið að segja. Þá leiti nú fjölmargir skjólstæðingar hjálparstarfsins í smálán til að reyna að bjarga sér.

Meirihluti fjárlaganefndar leggur til að fjölmiðlar á landsbyggðinni sem framleiða sjónvarpsefni fái hundrað milljónir króna í styrk úr ríkissjóði á næsta ári. Við verðum í beinni frá Alþingi, þar sem stjórnarandstaðan gagnrýndi tillöguna harðlega í dag. 

Icelandair hefur í fyrsta sinn sett Asíuríki inn í áætlun sína og hyggst hefja beint flug til Ísraels næsta vor. Meginástæðan er mikill áhugi Ísraelsmanna á Íslandi en helsta forsendan er að Boeing Max-þotan hefur reynst langdrægari en reiknað var með. 

Þá hittum við verðandi geimfara, sem búsettur er á Íslandi, og verðum í beinni útsendingu frá lokaæfingu Graduelakórs Langholtskirkju. Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×