Sakar stjórnarþingmenn um að kaupa sér velvild eins fjölmiðils Kjartan Kjartansson skrifar 14. desember 2022 19:17 Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm Þingmaður Samfylkingarinnar sakar meirihluta fjárlaganefndar um að kaupa sér velvild eins fjölmiðils með hundrað milljón króna styrk sem hún leggur til að verði í fjárlögum næsta árs. Ákvörðun um styrkinn hafi ekki byggt á leikreglum í lögum. Meirihluti fjárlaganefndar lagði til að veita hundrað milljónir króna styrk vegna reksturs fjölmiðla á landsbyggðinni sem framleiða eigið efni fyrir sjónvarpsstöð í breytingartillögum sínum við fjárlagafrumvarpið í áliti sem voru lagðar fram á Alþingi í byrjun síðustu viku. Styrknum var bætt inn í nefndarálitið í kjölfar beiðnar frá framkvæmdastjóra norðlenska fjölmiðlafyrirtækisins N4 um að stöðinni yrði veittur hundrað milljóna styrkur til að halda úti fjölmiðlun, að því er kom fram í umfjöllun vefmiðilsins Kjarnans í dag. Stefán Vagn Stefánsson, fulltrúi Framsóknarflokksins í fjárlaganefnd, stóð að nefndarálitinu en hann er mágur framkvæmdastjóra N4. Bjarkey Olsen, formaður fjárlaganefndar úr Vinstri grænum, gat aðeins nefnt einn annan landsbyggðarfjölmiðil, Víkurfréttir, sem gæti átt rétt á styrknum í viðtali við Fréttablaðið. Formaður Blaðamannafélagsins sagði í dag erfitt að réttlæta að styrk væri útdeilt á svo duttlungafullan hátt. Byggir ekki á leikreglum í lögum um fjölmiðla Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, tók málið upp á Alþingi í morgun. Í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld sagði hún að meirihluti fjárlaganefndar hefði tekið úr sambandi gott ferli utan um styrki til fjölmiðla. Vísaði hún til þess að skýrt væri í lögum að sérstök úthlutunarnefnd annist umsóknir fjölmiðla um stuðning. Í þessu tilfelli hafi meirihluti fjárlaganefndar ákveðið að veita einum tilteknum fjölmiðli styrk sem samsvari nærri því þriðjungi allra styrkja til frjálsra fjölmiðla á landinu. „Þetta er auðvitað mjög sérkennilegt og byggir ekki á þeim leikreglum sem við erum með í lögum,“ sagði Helga Vala. Breytingatillagan var samþykkt á Alþingi í vikunni og því sagði Helga Vala erfitt að sjá að ákvörðuninni yrði snúið við. Stjórnarandstaðan hafi talið að í tillögunni fælist að auka stuðning við alla fjölmiðla en ekki aðeins eins tiltekins fyrirtækis. „Þetta er bara vont á svo marga vegu. Fjölmiðlar eru nauðsynlegir í lýðræðissamfélagi til að veita aðhald. Þarna er verið að kaupa ákveðna velvild frá einum fjölmiðli og það er bara ekki í lagi,“ sagði þingmaðurinn. Fjölmiðlar Alþingi Fjárlagafrumvarp 2023 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Svona myndi ekki gerast í nokkru öðru lýðræðisríki“ Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis leggur til að fjölmiðlar á landsbyggðinni sem framleiða sjónvarpsefni fái hundrað milljónir króna í styrk úr ríkissjóði á næsta ári. 14. desember 2022 15:01 Veit um tvo fjölmiðla sem gætu skipt með sér hundrað milljón króna styrk Meirihluti fjárlaganefndar leggur til að fjölmiðlar á landsbyggðinni sem framleiða sjónvarpsefni fái hundrað milljón króna styrk úr ríkissjóði á næsta ári. Formaður nefndarinnar getur bent á tvo slíka fjölmiðla, N4 á Akureyri og Víkurfréttir á Suðurnesjum. Framkvæmdastjóri N4 sendi nýverið erindi á nefndina þar sem óskað var eftir hundrað milljón króna styrk. 14. desember 2022 08:48 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira
Meirihluti fjárlaganefndar lagði til að veita hundrað milljónir króna styrk vegna reksturs fjölmiðla á landsbyggðinni sem framleiða eigið efni fyrir sjónvarpsstöð í breytingartillögum sínum við fjárlagafrumvarpið í áliti sem voru lagðar fram á Alþingi í byrjun síðustu viku. Styrknum var bætt inn í nefndarálitið í kjölfar beiðnar frá framkvæmdastjóra norðlenska fjölmiðlafyrirtækisins N4 um að stöðinni yrði veittur hundrað milljóna styrkur til að halda úti fjölmiðlun, að því er kom fram í umfjöllun vefmiðilsins Kjarnans í dag. Stefán Vagn Stefánsson, fulltrúi Framsóknarflokksins í fjárlaganefnd, stóð að nefndarálitinu en hann er mágur framkvæmdastjóra N4. Bjarkey Olsen, formaður fjárlaganefndar úr Vinstri grænum, gat aðeins nefnt einn annan landsbyggðarfjölmiðil, Víkurfréttir, sem gæti átt rétt á styrknum í viðtali við Fréttablaðið. Formaður Blaðamannafélagsins sagði í dag erfitt að réttlæta að styrk væri útdeilt á svo duttlungafullan hátt. Byggir ekki á leikreglum í lögum um fjölmiðla Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, tók málið upp á Alþingi í morgun. Í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld sagði hún að meirihluti fjárlaganefndar hefði tekið úr sambandi gott ferli utan um styrki til fjölmiðla. Vísaði hún til þess að skýrt væri í lögum að sérstök úthlutunarnefnd annist umsóknir fjölmiðla um stuðning. Í þessu tilfelli hafi meirihluti fjárlaganefndar ákveðið að veita einum tilteknum fjölmiðli styrk sem samsvari nærri því þriðjungi allra styrkja til frjálsra fjölmiðla á landinu. „Þetta er auðvitað mjög sérkennilegt og byggir ekki á þeim leikreglum sem við erum með í lögum,“ sagði Helga Vala. Breytingatillagan var samþykkt á Alþingi í vikunni og því sagði Helga Vala erfitt að sjá að ákvörðuninni yrði snúið við. Stjórnarandstaðan hafi talið að í tillögunni fælist að auka stuðning við alla fjölmiðla en ekki aðeins eins tiltekins fyrirtækis. „Þetta er bara vont á svo marga vegu. Fjölmiðlar eru nauðsynlegir í lýðræðissamfélagi til að veita aðhald. Þarna er verið að kaupa ákveðna velvild frá einum fjölmiðli og það er bara ekki í lagi,“ sagði þingmaðurinn.
Fjölmiðlar Alþingi Fjárlagafrumvarp 2023 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Svona myndi ekki gerast í nokkru öðru lýðræðisríki“ Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis leggur til að fjölmiðlar á landsbyggðinni sem framleiða sjónvarpsefni fái hundrað milljónir króna í styrk úr ríkissjóði á næsta ári. 14. desember 2022 15:01 Veit um tvo fjölmiðla sem gætu skipt með sér hundrað milljón króna styrk Meirihluti fjárlaganefndar leggur til að fjölmiðlar á landsbyggðinni sem framleiða sjónvarpsefni fái hundrað milljón króna styrk úr ríkissjóði á næsta ári. Formaður nefndarinnar getur bent á tvo slíka fjölmiðla, N4 á Akureyri og Víkurfréttir á Suðurnesjum. Framkvæmdastjóri N4 sendi nýverið erindi á nefndina þar sem óskað var eftir hundrað milljón króna styrk. 14. desember 2022 08:48 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira
„Svona myndi ekki gerast í nokkru öðru lýðræðisríki“ Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis leggur til að fjölmiðlar á landsbyggðinni sem framleiða sjónvarpsefni fái hundrað milljónir króna í styrk úr ríkissjóði á næsta ári. 14. desember 2022 15:01
Veit um tvo fjölmiðla sem gætu skipt með sér hundrað milljón króna styrk Meirihluti fjárlaganefndar leggur til að fjölmiðlar á landsbyggðinni sem framleiða sjónvarpsefni fái hundrað milljón króna styrk úr ríkissjóði á næsta ári. Formaður nefndarinnar getur bent á tvo slíka fjölmiðla, N4 á Akureyri og Víkurfréttir á Suðurnesjum. Framkvæmdastjóri N4 sendi nýverið erindi á nefndina þar sem óskað var eftir hundrað milljón króna styrk. 14. desember 2022 08:48