Óvenjulegt kuldaskeið hefur víða gríðarleg áhrif Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 15. desember 2022 20:31 Heimilislaus maður vonar að borgin hafi neyðarskýli fyrir heimilislausa opin allan sólarhringinn meðan kuldakastið sem nú er varir. Borgin hefur virkjað neyðaráætlun og ætlar að minnsta kosti hafa skýlin þannig opin á morgun. Ískuldinn sem nú ríkir kemur líka afar illa niður á smáfuglum. Það verður áfram ískalt á landinu alla næstu viku ef marka má veðurspár. Reykjavíkurborg ákvað í dag að hafa neyðarskýli sín, sem alla jafna eru opin frá fimm á daginn til tíu á morgnanna, opin allan sólarhringinn á morgun vegna kulda. Staðan verði svo metin. Heiða Björg Hilmisdóttir er formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar. „Við förum vel yfir hvar við getum opnað að auki og og rýmkað til. Það er okkar forgangur að engin þurfi að sofa úti eða sé vísað frá á næturnar. En ef fleiri væru til í að koma með úrræði eins og Samhjálp, Hjálparstofnun kirkjunnar og Rauði krossinn, þá væri það frábært,“ segir Heiða. Heiða bendir á að um þrjú hundruð manns hafi notað neyðarskýlin í borginni á þessu ári af þeim séu hundrað frá öðrum sveitarfélögum. Þau þurfi að koma meira að málaflokknum. „Við erum að læra þetta og verðum að hlusta og meta og gera eins vel og við getum en þar verða fleiri að koma að en bara Reykjavík,“ segir Heiða. Geti valið um að nokkrir deyi vegna kuldans Ragnar Erling Hermannsson sem hefur glímt við heimilisleysi um þó nokkurt skeið vonar að borgin hafi opið allan sólarhringinn meðan kuldakastið varir. „Ég ætla nú bara að fá að sjá hvort það verði meira en bara morgundagurinn. Það er líka hægt að velta fyrir sér hvort þetta er bara eitthvað sýningarhjal hjá borginni. Í raun og veru þá hafa þau bara val um það að svona tveir til þrír bara deyi á morgun eða hafa opið meðan kuldinn er svona mikill,“ segir Ragnar. Smáfuglar líka í vanda Það eru fleiri sem eiga erfitt í tíðinni sem nú varir en það getur reynst smáfuglum afar erfitt að finna æti og rennandi vatn. „Það er erfitt að finna fæðu í þessu frosti. Það eru örfáir klukkustundir á dag sem er bjart þannig að það er skemmri tími til að leita sér að fæðu og lengri tími til að halda á sér hita sem er öll nóttin,“ segir Hólmfríður Arnarsdóttir framkvæmdastjóri Fuglaverndar. Hólmfríður segir gríðarlega mikilvægt að fólk gefi fuglunum meðan tíðin er svona og passi að þeir fái vatn. „Það þarf helst að gefa þeim tvisvar á dag, þegar birtir og svo aftur þegar rökkvar,“ segir hún. Kuldatíðin gæti líka haft áhrif á sundlaugarnar. Steinþór Einarsson, skrifstofustjóri rekstrar og þjónustu hjá ÍTR segir að mögulega gæti þurft að loka þremur laugum. „Það eru þrjár laugar Vesturbæjarlaug, Sundhöllin og Dalslaug sem að hugsanlega þurfa að loka vegna kuldans. Ég var að fá skilaboð núna um að það þarf ekki að loka á morgun en svo tökum við stöðuna á hverjum degi og það er mikil kuldaspá framundan þannig að það er ekki hægt að segja af eða á,“ segir hann. Veður Reykjavík Mest lesið Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Innlent Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Innlent Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Innlent Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Erlent Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Fleiri fréttir „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Sjá meira
Það verður áfram ískalt á landinu alla næstu viku ef marka má veðurspár. Reykjavíkurborg ákvað í dag að hafa neyðarskýli sín, sem alla jafna eru opin frá fimm á daginn til tíu á morgnanna, opin allan sólarhringinn á morgun vegna kulda. Staðan verði svo metin. Heiða Björg Hilmisdóttir er formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar. „Við förum vel yfir hvar við getum opnað að auki og og rýmkað til. Það er okkar forgangur að engin þurfi að sofa úti eða sé vísað frá á næturnar. En ef fleiri væru til í að koma með úrræði eins og Samhjálp, Hjálparstofnun kirkjunnar og Rauði krossinn, þá væri það frábært,“ segir Heiða. Heiða bendir á að um þrjú hundruð manns hafi notað neyðarskýlin í borginni á þessu ári af þeim séu hundrað frá öðrum sveitarfélögum. Þau þurfi að koma meira að málaflokknum. „Við erum að læra þetta og verðum að hlusta og meta og gera eins vel og við getum en þar verða fleiri að koma að en bara Reykjavík,“ segir Heiða. Geti valið um að nokkrir deyi vegna kuldans Ragnar Erling Hermannsson sem hefur glímt við heimilisleysi um þó nokkurt skeið vonar að borgin hafi opið allan sólarhringinn meðan kuldakastið varir. „Ég ætla nú bara að fá að sjá hvort það verði meira en bara morgundagurinn. Það er líka hægt að velta fyrir sér hvort þetta er bara eitthvað sýningarhjal hjá borginni. Í raun og veru þá hafa þau bara val um það að svona tveir til þrír bara deyi á morgun eða hafa opið meðan kuldinn er svona mikill,“ segir Ragnar. Smáfuglar líka í vanda Það eru fleiri sem eiga erfitt í tíðinni sem nú varir en það getur reynst smáfuglum afar erfitt að finna æti og rennandi vatn. „Það er erfitt að finna fæðu í þessu frosti. Það eru örfáir klukkustundir á dag sem er bjart þannig að það er skemmri tími til að leita sér að fæðu og lengri tími til að halda á sér hita sem er öll nóttin,“ segir Hólmfríður Arnarsdóttir framkvæmdastjóri Fuglaverndar. Hólmfríður segir gríðarlega mikilvægt að fólk gefi fuglunum meðan tíðin er svona og passi að þeir fái vatn. „Það þarf helst að gefa þeim tvisvar á dag, þegar birtir og svo aftur þegar rökkvar,“ segir hún. Kuldatíðin gæti líka haft áhrif á sundlaugarnar. Steinþór Einarsson, skrifstofustjóri rekstrar og þjónustu hjá ÍTR segir að mögulega gæti þurft að loka þremur laugum. „Það eru þrjár laugar Vesturbæjarlaug, Sundhöllin og Dalslaug sem að hugsanlega þurfa að loka vegna kuldans. Ég var að fá skilaboð núna um að það þarf ekki að loka á morgun en svo tökum við stöðuna á hverjum degi og það er mikil kuldaspá framundan þannig að það er ekki hægt að segja af eða á,“ segir hann.
Veður Reykjavík Mest lesið Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Innlent Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Innlent Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Innlent Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Erlent Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Fleiri fréttir „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Sjá meira