„Þetta var frábær sigur, þó að leikurinn sjálfur var það ekki“ Hinrik Wöhler skrifar 15. desember 2022 23:20 Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, er oftar en ekki þungt hugsi á hliðarlínunni. vísir/Diego Stjarnan sigraði FH með minnsta mun í 16-liða úrslitum Coca Cola-bikarkeppni karla í handbolta í kvöld og tryggði sér þar með farseðilinn í 8-liða úrslitin. Lokatölur í Kaplakrika 23-24 og eðlilega var Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, kampakátur í leikslok. Lítið var skorað framan af leik en staðan var 7-3 fyrir FH þegar tuttugu mínútur voru liðnar en Stjarnan kom til baka áður en hálfleikurinn leið undir lok og var jafnt 11-11 þegar flautað var til hálfleiks. „Sóknarlega var fyrri hálfleikur hjá okkur ekki góður. Döhler ver nokkra bolta og við breytum í sjö á sex, ég er þó ekki mikill aðdáandi af því kerfi. En það gekk vel í dag og við komust yfir. Það er ástæðan fyrir því að við komust inn í leikinn og leikurinn endar jafn í hálfleik,“ segir Patrekur. Stjörnumenn fengu fín tækifæri til að slíta sig frá FH-ingum í seinni hálfleik en náðu því ekki. „Mér fannst við geta lokað þessu fyrr og klárað leikinn. En í staðinn er þetta jafnt allan leikinn og stál í stál. Við fengum nokkur tækifæri til að komast í þrjú mörk. Þetta var óþarflega mikil spenna í restina.“ Patrekur viðurkennir að eitt og annað mátti betur fara í leik liðsins en er í heildina sáttur með sigurinn. „Þetta fór hægt af stað en við stóðum vel varnarlega en það var misskilningur milli bakvarða og fengum aðeins of mikið af sendingum inn á línunna. Varnarlega var ég mjög ánægður með leikinn, í heildina litið. Við fáum FH leikmennina á þá staði sem við vildum og það er alltaf gott þegar maður sér það ganga upp.“ Liðin hafa nú leikið tvo leiki á aðeins fjórum dögum en þau mættust í Olís-deildinni síðastliðin mánudag þar sem leikar enduðu með jafntefli 29-29. Patrekur sér líkindi með þessum leikjum. „Þetta var eins og á mánudaginn, það koma kaflar. Þá skoruðum við 19 mörk í seinni hálfleik en bara 10 mörk í fyrri, þetta er bara oft svona kaflaskipt. Þetta snýst um að komast áfram í bikarnum og ég er hrikalega ánægður með það.“ Patrekur segist ekki hafa neina óskamótherja í 8-liða úrslitum. „Þegar við mætum hér í Kaplakrika og vinnum á móti liði sem hefur varla tapað leik í vetur þá getum við unnið hvaða lið á hvaða velli sem er. Hinsvegar annað slagið, er ég með lið sem getur tapað á móti hvaða liði sem er. Það kemur bara í ljós hver mótherjinn verður. Nú tekur við bara smá frí og síðan æfingar. Frábært hjá okkur að klára þetta í dag.“ Nú tekur við langt jólafrí og segist Patrekur ætla að nýta fríið vel. „Ég hefði gert það þó að leikurinn hefði tapast en auðvitað er alltaf gaman að fara inn í fríið með sigur. Þetta snýst um að vinna þessa leiki og er mjög ánægður að gera það á móti góðu liði FH.“ Handbolti Coca-Cola bikarinn Stjarnan Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: FH - Stjarnan 23-24 | Stjörnumenn áfram með minnsta mun Stjarnan tryggði sér farseðilinn í 8-liða úrslit í bikarkeppni karla með baráttusigri á FH-ingum í Kaplakrika í kvöld. Heimamenn voru með yfirhöndina fyrstu tuttugu mínútur leiksins en á stuttum kafla náðu gestirnir að jafna. Eftir endurkomu Stjörnumanna var jafnt á öllum tölum út leikinn. Stjarnan náði að sigra að lokum með minnsta mun, 24-23, og fara áfram í bikarkeppninni. Þetta er í annað sinn í þessari viku sem liðin eigast við en þau áttu kappi á mánudag. Sá leikur var í Olís-deildinni og lauk með jafntefli. 15. desember 2022 22:20 Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Fleiri fréttir „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Sjá meira
Lítið var skorað framan af leik en staðan var 7-3 fyrir FH þegar tuttugu mínútur voru liðnar en Stjarnan kom til baka áður en hálfleikurinn leið undir lok og var jafnt 11-11 þegar flautað var til hálfleiks. „Sóknarlega var fyrri hálfleikur hjá okkur ekki góður. Döhler ver nokkra bolta og við breytum í sjö á sex, ég er þó ekki mikill aðdáandi af því kerfi. En það gekk vel í dag og við komust yfir. Það er ástæðan fyrir því að við komust inn í leikinn og leikurinn endar jafn í hálfleik,“ segir Patrekur. Stjörnumenn fengu fín tækifæri til að slíta sig frá FH-ingum í seinni hálfleik en náðu því ekki. „Mér fannst við geta lokað þessu fyrr og klárað leikinn. En í staðinn er þetta jafnt allan leikinn og stál í stál. Við fengum nokkur tækifæri til að komast í þrjú mörk. Þetta var óþarflega mikil spenna í restina.“ Patrekur viðurkennir að eitt og annað mátti betur fara í leik liðsins en er í heildina sáttur með sigurinn. „Þetta fór hægt af stað en við stóðum vel varnarlega en það var misskilningur milli bakvarða og fengum aðeins of mikið af sendingum inn á línunna. Varnarlega var ég mjög ánægður með leikinn, í heildina litið. Við fáum FH leikmennina á þá staði sem við vildum og það er alltaf gott þegar maður sér það ganga upp.“ Liðin hafa nú leikið tvo leiki á aðeins fjórum dögum en þau mættust í Olís-deildinni síðastliðin mánudag þar sem leikar enduðu með jafntefli 29-29. Patrekur sér líkindi með þessum leikjum. „Þetta var eins og á mánudaginn, það koma kaflar. Þá skoruðum við 19 mörk í seinni hálfleik en bara 10 mörk í fyrri, þetta er bara oft svona kaflaskipt. Þetta snýst um að komast áfram í bikarnum og ég er hrikalega ánægður með það.“ Patrekur segist ekki hafa neina óskamótherja í 8-liða úrslitum. „Þegar við mætum hér í Kaplakrika og vinnum á móti liði sem hefur varla tapað leik í vetur þá getum við unnið hvaða lið á hvaða velli sem er. Hinsvegar annað slagið, er ég með lið sem getur tapað á móti hvaða liði sem er. Það kemur bara í ljós hver mótherjinn verður. Nú tekur við bara smá frí og síðan æfingar. Frábært hjá okkur að klára þetta í dag.“ Nú tekur við langt jólafrí og segist Patrekur ætla að nýta fríið vel. „Ég hefði gert það þó að leikurinn hefði tapast en auðvitað er alltaf gaman að fara inn í fríið með sigur. Þetta snýst um að vinna þessa leiki og er mjög ánægður að gera það á móti góðu liði FH.“
Handbolti Coca-Cola bikarinn Stjarnan Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: FH - Stjarnan 23-24 | Stjörnumenn áfram með minnsta mun Stjarnan tryggði sér farseðilinn í 8-liða úrslit í bikarkeppni karla með baráttusigri á FH-ingum í Kaplakrika í kvöld. Heimamenn voru með yfirhöndina fyrstu tuttugu mínútur leiksins en á stuttum kafla náðu gestirnir að jafna. Eftir endurkomu Stjörnumanna var jafnt á öllum tölum út leikinn. Stjarnan náði að sigra að lokum með minnsta mun, 24-23, og fara áfram í bikarkeppninni. Þetta er í annað sinn í þessari viku sem liðin eigast við en þau áttu kappi á mánudag. Sá leikur var í Olís-deildinni og lauk með jafntefli. 15. desember 2022 22:20 Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Fleiri fréttir „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: FH - Stjarnan 23-24 | Stjörnumenn áfram með minnsta mun Stjarnan tryggði sér farseðilinn í 8-liða úrslit í bikarkeppni karla með baráttusigri á FH-ingum í Kaplakrika í kvöld. Heimamenn voru með yfirhöndina fyrstu tuttugu mínútur leiksins en á stuttum kafla náðu gestirnir að jafna. Eftir endurkomu Stjörnumanna var jafnt á öllum tölum út leikinn. Stjarnan náði að sigra að lokum með minnsta mun, 24-23, og fara áfram í bikarkeppninni. Þetta er í annað sinn í þessari viku sem liðin eigast við en þau áttu kappi á mánudag. Sá leikur var í Olís-deildinni og lauk með jafntefli. 15. desember 2022 22:20