Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Hann segir að aðstæður í gærkvöldi hafi ekki verið góðar og því ákveðið að skilja þyrluna eftir og gera við hana í dagsbirtu.
Umrædd leit hefur staðið yfir síðan seinni partinn í gær. Einstaklingurinn sem leitað er að er enn ófundinn og er leitin að hefjast á ný að sögn Karls Eyjólfs Karlssonar, lögreglufulltrúa hjá lögreglunni á Suðurlandi. Hann staðfestir að búið sé að finna ökutæki einstaklingsins.