Skipað í stjórnir OR, Félagsbústaða og Faxaflóahafna Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 16. desember 2022 09:52 Þórdís Lóa Þórhallsdóttir forseti borgarstjórnar segir ákvörðun borgarráðs marka tímamót. VÍSIR/VILHELM Borgarráð samþykkti í gær tillögur tilnefningarnefndar um stjórnir einkaréttarlegra fyrirtækja borgarinnar. Tillögurnar taka mið af nýrri eigandastefnu þar sem áhersla er lögð á góða stjórnarhætti og þverpólitíska samstöðu. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg kemur fram að tillögurnar taka til skipan í stjórnir Orkuveitu Reykjavíkur, Félagsbústaða hf. og Faxaflóahafna sf. og hefur þeim verið vísað til borgarstjórnar sem mun taka þær fyrir á fundi næstkomandi þriðjudag. Kosning í fimm manna stjórn Félagsbústaða kallar á breytingu á samþykktum. Samkvæmt eigandastefnunni skal í vinnu tilnefningarnefndar litið til þess að stjórn, nefnd eða ráð sé hverju sinni saman sett af einstaklingum í sem jöfnustum kynjahlutföllum, sem hafa breiða þekkingu og bakgrunn, svo sem með tilliti til aldurs og reynslu, sem nýtist viðkomandi fyrirtæki og eftir atvikum hagaðilum þess hverju sinni, og sé litið til hlutverks og verkefna fyrirtækisins, rekstrar þess og framtíðarsýnar. Við kosningu í stjórnir einkaréttarlegra fyrirtækja skal miðað við að meirihluti stjórnarmanna sé óháður fyrirtækinu og stjórnendum þess. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir forseti borgarstjórnar segir ákvörðun borgarráðs marka tímamót. „Ný eigandastefna markar nýja tíma þar sem borginn innleiðir góða stjórnarhætti og armslengdarsjónarmið við tilnefningar í stjórnir fyrirtækjanna í þverpólitísku samráði. Það er lögð áhersla á fagleg vinnubrögð, gegnsæi og aukna upplýsingamiðlun.” Stjórn Faxaflóahafna: Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður Hildur Björnsdóttir Már Másson – óhaður Ragnheiður H. Magnúsdóttir – óháð Varamenn: Friðjón Friðjónsson, Pawel Bartozcek, Íris Baldursdóttir – óháð, Sigurbjörg Ásta Jónsdóttir – óháð Stjórn Félagsbústaða: Haraldur Flosi Tryggvason, formaður Magnús Nordal Ellý Alda Þorsteinsdóttir – óháð Haraldur Flosi Tryggvason – óháður Ragnheiður Björk Halldórsdóttir – óháð Varamenn: Helgi Áss Grétarsson, Rannveig Ernudóttir, Kolbrún Garðarsdóttir – óháð, Steinunn Bergmann – óháð, Arent Orri Jónsson Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur: Skúli Þór Helgason Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir Gylfi Magnússon, formaður – óháður Vala Valtýsdóttir, varaformaður – óháð Þórður Gunnarsson – óháður Varamenn: Björn Gíslason, Sara Björg Sigurðardóttir, Auður Hermannsdóttir – óháð, Páll Gestsson - óháður, Ragnheiður Björk Halldórsdóttir – óháð Brynhildur Davíðsdóttir fráfarandi formaður stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur gaf ekki kost á sér í endurkjör. Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Sjá meira
Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg kemur fram að tillögurnar taka til skipan í stjórnir Orkuveitu Reykjavíkur, Félagsbústaða hf. og Faxaflóahafna sf. og hefur þeim verið vísað til borgarstjórnar sem mun taka þær fyrir á fundi næstkomandi þriðjudag. Kosning í fimm manna stjórn Félagsbústaða kallar á breytingu á samþykktum. Samkvæmt eigandastefnunni skal í vinnu tilnefningarnefndar litið til þess að stjórn, nefnd eða ráð sé hverju sinni saman sett af einstaklingum í sem jöfnustum kynjahlutföllum, sem hafa breiða þekkingu og bakgrunn, svo sem með tilliti til aldurs og reynslu, sem nýtist viðkomandi fyrirtæki og eftir atvikum hagaðilum þess hverju sinni, og sé litið til hlutverks og verkefna fyrirtækisins, rekstrar þess og framtíðarsýnar. Við kosningu í stjórnir einkaréttarlegra fyrirtækja skal miðað við að meirihluti stjórnarmanna sé óháður fyrirtækinu og stjórnendum þess. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir forseti borgarstjórnar segir ákvörðun borgarráðs marka tímamót. „Ný eigandastefna markar nýja tíma þar sem borginn innleiðir góða stjórnarhætti og armslengdarsjónarmið við tilnefningar í stjórnir fyrirtækjanna í þverpólitísku samráði. Það er lögð áhersla á fagleg vinnubrögð, gegnsæi og aukna upplýsingamiðlun.” Stjórn Faxaflóahafna: Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður Hildur Björnsdóttir Már Másson – óhaður Ragnheiður H. Magnúsdóttir – óháð Varamenn: Friðjón Friðjónsson, Pawel Bartozcek, Íris Baldursdóttir – óháð, Sigurbjörg Ásta Jónsdóttir – óháð Stjórn Félagsbústaða: Haraldur Flosi Tryggvason, formaður Magnús Nordal Ellý Alda Þorsteinsdóttir – óháð Haraldur Flosi Tryggvason – óháður Ragnheiður Björk Halldórsdóttir – óháð Varamenn: Helgi Áss Grétarsson, Rannveig Ernudóttir, Kolbrún Garðarsdóttir – óháð, Steinunn Bergmann – óháð, Arent Orri Jónsson Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur: Skúli Þór Helgason Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir Gylfi Magnússon, formaður – óháður Vala Valtýsdóttir, varaformaður – óháð Þórður Gunnarsson – óháður Varamenn: Björn Gíslason, Sara Björg Sigurðardóttir, Auður Hermannsdóttir – óháð, Páll Gestsson - óháður, Ragnheiður Björk Halldórsdóttir – óháð Brynhildur Davíðsdóttir fráfarandi formaður stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur gaf ekki kost á sér í endurkjör.
Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Sjá meira