Fimmtán vilja verða forstöðumenn Kvikmyndamiðstöðvar Jakob Bjarnar skrifar 16. desember 2022 10:26 Laufey Guðjónsdóttir lætur nú af störfum eftir tuttugu ára setu sem forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar. Fimmtán hafa sótt um stöðuna. Pálmi Guðmundsson og Gísli Snær Erlingsson eru meðal þeirra sem sækja um stöðu forstöðumanns Kvikmyndastöðvar. Laufey Guðjónsdóttir lætur af störfum sem forstöðumaður eftir tuttugu ára setu í stóli. Staðan var auglýst 28. nóvember, umsóknarfrestur rann út 12. þessa mánaðar og nú liggur fyrir hverjir sækja um. En það er Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningarmálaráðherra sem skipar í stöðuna. Meðal þeirra sem sækja um hljóta þeir Gísli Snær og Pálmi að teljast sterkir umsækjendur á pappírunum, eins og sagt er. Gísli Snær hefur meðal annars starfað sem kvikmyndaleikstjóri og var hann ráðinn sem skólastjóri Kvikmyndaskóla Lundúna 2018 en lét af störfum þar á þessu ári. Pálmi hefur starfað sem sjónvarps- og dagskrárstjóri í sjónvarpi, á Skjá einum, Stöð 2 og þá Sjónvarpi Símans en í auglýsingunni er tekið sérstaklega fram um menntunar- og hæfniskröfum að æskilegt sé að viðkomandi hafi staðgóða þekkingu „á kvikmynda- og sjónvarpsmálum“ auk staðgóðrar þekkingar á „málefnum ljósvakamiðla og þekkingu á stefnu og straumum í afþreyingarefni“. Lista yfir umsækjendur má sjá hér neðar en þar eru meðal annarra Hrönn Sveinsdóttir forstöðumaður Bíó Paradís, Ólöf Rún Skúladóttir sjónvarpsfréttamaður, Börkur Gunnarsson rektor og Sigurrós Hilmarsdóttir framleiðslustjóri sem verið hefur hægri hönd Laufeyjar. Þrír starfsmenn Kvikmyndamiðstöðvar sækja um stöðuna. Svo enn sé vitnað til auglýsingarinnar fer forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar fer með yfirstjórn stofnunar- innar. „Hann stýrir daglegum rekstri miðstöðvarinnar, þ.m.t. rekstri Kvikmyndasjóðs, sér um fjárreiður, reikningsskil, gerð fjárhagsáætlana, starfsmannahald og ber ábyrgð á að miðstöðin starfi í samræmi við lög og stjórnvaldsfyrirmæli. Forstöðumaður ber ábyrgð á að rekstrarútgjöld og rekstrarafkoma miðstöðvar- innar sé í samræmi við fjárveitingar til hennar og sér um að fjármunir séu nýttir á árangursríkan hátt.“ Umsækjendur um embætti forstöðumanns Kvikmyndamiðstöðvar Íslands eru eftirfarandi: Börkur Gunnarsson, rektor Christof Wehmeier, kynningarstjóri Gísli Snær Erlingsson, kvikmyndaleikstjóri Guðmundur Breiðfjörð, markaðs-, sölu- og viðburðasérfræðingur Henný Adólfsdóttir, sölustjóri Hólmgeir Baldursson, umboðsmaður Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Jón Óskar Hallgrímsson, fjármála- og rekstrarstjóri Karólína Stefánsdóttir, verkefnastjóri Kristín Amalía Atladóttir, framkvæmdastjóri Marteinn Ibsen Ibsensson, kvikmyndagerðamaður Michael Lane, verkefnastjóri Ólöf Rún Skúladóttir, fréttamaður Pálmi Guðmundsson, dagskrárstjóri Sigurrós Hilmarsdóttir, framleiðslustjóri Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Vistaskipti Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Laufey Guðjónsdóttir lætur af störfum sem forstöðumaður eftir tuttugu ára setu í stóli. Staðan var auglýst 28. nóvember, umsóknarfrestur rann út 12. þessa mánaðar og nú liggur fyrir hverjir sækja um. En það er Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningarmálaráðherra sem skipar í stöðuna. Meðal þeirra sem sækja um hljóta þeir Gísli Snær og Pálmi að teljast sterkir umsækjendur á pappírunum, eins og sagt er. Gísli Snær hefur meðal annars starfað sem kvikmyndaleikstjóri og var hann ráðinn sem skólastjóri Kvikmyndaskóla Lundúna 2018 en lét af störfum þar á þessu ári. Pálmi hefur starfað sem sjónvarps- og dagskrárstjóri í sjónvarpi, á Skjá einum, Stöð 2 og þá Sjónvarpi Símans en í auglýsingunni er tekið sérstaklega fram um menntunar- og hæfniskröfum að æskilegt sé að viðkomandi hafi staðgóða þekkingu „á kvikmynda- og sjónvarpsmálum“ auk staðgóðrar þekkingar á „málefnum ljósvakamiðla og þekkingu á stefnu og straumum í afþreyingarefni“. Lista yfir umsækjendur má sjá hér neðar en þar eru meðal annarra Hrönn Sveinsdóttir forstöðumaður Bíó Paradís, Ólöf Rún Skúladóttir sjónvarpsfréttamaður, Börkur Gunnarsson rektor og Sigurrós Hilmarsdóttir framleiðslustjóri sem verið hefur hægri hönd Laufeyjar. Þrír starfsmenn Kvikmyndamiðstöðvar sækja um stöðuna. Svo enn sé vitnað til auglýsingarinnar fer forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar fer með yfirstjórn stofnunar- innar. „Hann stýrir daglegum rekstri miðstöðvarinnar, þ.m.t. rekstri Kvikmyndasjóðs, sér um fjárreiður, reikningsskil, gerð fjárhagsáætlana, starfsmannahald og ber ábyrgð á að miðstöðin starfi í samræmi við lög og stjórnvaldsfyrirmæli. Forstöðumaður ber ábyrgð á að rekstrarútgjöld og rekstrarafkoma miðstöðvar- innar sé í samræmi við fjárveitingar til hennar og sér um að fjármunir séu nýttir á árangursríkan hátt.“ Umsækjendur um embætti forstöðumanns Kvikmyndamiðstöðvar Íslands eru eftirfarandi: Börkur Gunnarsson, rektor Christof Wehmeier, kynningarstjóri Gísli Snær Erlingsson, kvikmyndaleikstjóri Guðmundur Breiðfjörð, markaðs-, sölu- og viðburðasérfræðingur Henný Adólfsdóttir, sölustjóri Hólmgeir Baldursson, umboðsmaður Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Jón Óskar Hallgrímsson, fjármála- og rekstrarstjóri Karólína Stefánsdóttir, verkefnastjóri Kristín Amalía Atladóttir, framkvæmdastjóri Marteinn Ibsen Ibsensson, kvikmyndagerðamaður Michael Lane, verkefnastjóri Ólöf Rún Skúladóttir, fréttamaður Pálmi Guðmundsson, dagskrárstjóri Sigurrós Hilmarsdóttir, framleiðslustjóri
Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Vistaskipti Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent