Fimmtán vilja verða forstöðumenn Kvikmyndamiðstöðvar Jakob Bjarnar skrifar 16. desember 2022 10:26 Laufey Guðjónsdóttir lætur nú af störfum eftir tuttugu ára setu sem forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar. Fimmtán hafa sótt um stöðuna. Pálmi Guðmundsson og Gísli Snær Erlingsson eru meðal þeirra sem sækja um stöðu forstöðumanns Kvikmyndastöðvar. Laufey Guðjónsdóttir lætur af störfum sem forstöðumaður eftir tuttugu ára setu í stóli. Staðan var auglýst 28. nóvember, umsóknarfrestur rann út 12. þessa mánaðar og nú liggur fyrir hverjir sækja um. En það er Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningarmálaráðherra sem skipar í stöðuna. Meðal þeirra sem sækja um hljóta þeir Gísli Snær og Pálmi að teljast sterkir umsækjendur á pappírunum, eins og sagt er. Gísli Snær hefur meðal annars starfað sem kvikmyndaleikstjóri og var hann ráðinn sem skólastjóri Kvikmyndaskóla Lundúna 2018 en lét af störfum þar á þessu ári. Pálmi hefur starfað sem sjónvarps- og dagskrárstjóri í sjónvarpi, á Skjá einum, Stöð 2 og þá Sjónvarpi Símans en í auglýsingunni er tekið sérstaklega fram um menntunar- og hæfniskröfum að æskilegt sé að viðkomandi hafi staðgóða þekkingu „á kvikmynda- og sjónvarpsmálum“ auk staðgóðrar þekkingar á „málefnum ljósvakamiðla og þekkingu á stefnu og straumum í afþreyingarefni“. Lista yfir umsækjendur má sjá hér neðar en þar eru meðal annarra Hrönn Sveinsdóttir forstöðumaður Bíó Paradís, Ólöf Rún Skúladóttir sjónvarpsfréttamaður, Börkur Gunnarsson rektor og Sigurrós Hilmarsdóttir framleiðslustjóri sem verið hefur hægri hönd Laufeyjar. Þrír starfsmenn Kvikmyndamiðstöðvar sækja um stöðuna. Svo enn sé vitnað til auglýsingarinnar fer forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar fer með yfirstjórn stofnunar- innar. „Hann stýrir daglegum rekstri miðstöðvarinnar, þ.m.t. rekstri Kvikmyndasjóðs, sér um fjárreiður, reikningsskil, gerð fjárhagsáætlana, starfsmannahald og ber ábyrgð á að miðstöðin starfi í samræmi við lög og stjórnvaldsfyrirmæli. Forstöðumaður ber ábyrgð á að rekstrarútgjöld og rekstrarafkoma miðstöðvar- innar sé í samræmi við fjárveitingar til hennar og sér um að fjármunir séu nýttir á árangursríkan hátt.“ Umsækjendur um embætti forstöðumanns Kvikmyndamiðstöðvar Íslands eru eftirfarandi: Börkur Gunnarsson, rektor Christof Wehmeier, kynningarstjóri Gísli Snær Erlingsson, kvikmyndaleikstjóri Guðmundur Breiðfjörð, markaðs-, sölu- og viðburðasérfræðingur Henný Adólfsdóttir, sölustjóri Hólmgeir Baldursson, umboðsmaður Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Jón Óskar Hallgrímsson, fjármála- og rekstrarstjóri Karólína Stefánsdóttir, verkefnastjóri Kristín Amalía Atladóttir, framkvæmdastjóri Marteinn Ibsen Ibsensson, kvikmyndagerðamaður Michael Lane, verkefnastjóri Ólöf Rún Skúladóttir, fréttamaður Pálmi Guðmundsson, dagskrárstjóri Sigurrós Hilmarsdóttir, framleiðslustjóri Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Vistaskipti Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Fleiri fréttir „Miklar áhyggjur að EBU haldi áfram að lifa tvöföldu siðgæði“ Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sjá meira
Laufey Guðjónsdóttir lætur af störfum sem forstöðumaður eftir tuttugu ára setu í stóli. Staðan var auglýst 28. nóvember, umsóknarfrestur rann út 12. þessa mánaðar og nú liggur fyrir hverjir sækja um. En það er Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningarmálaráðherra sem skipar í stöðuna. Meðal þeirra sem sækja um hljóta þeir Gísli Snær og Pálmi að teljast sterkir umsækjendur á pappírunum, eins og sagt er. Gísli Snær hefur meðal annars starfað sem kvikmyndaleikstjóri og var hann ráðinn sem skólastjóri Kvikmyndaskóla Lundúna 2018 en lét af störfum þar á þessu ári. Pálmi hefur starfað sem sjónvarps- og dagskrárstjóri í sjónvarpi, á Skjá einum, Stöð 2 og þá Sjónvarpi Símans en í auglýsingunni er tekið sérstaklega fram um menntunar- og hæfniskröfum að æskilegt sé að viðkomandi hafi staðgóða þekkingu „á kvikmynda- og sjónvarpsmálum“ auk staðgóðrar þekkingar á „málefnum ljósvakamiðla og þekkingu á stefnu og straumum í afþreyingarefni“. Lista yfir umsækjendur má sjá hér neðar en þar eru meðal annarra Hrönn Sveinsdóttir forstöðumaður Bíó Paradís, Ólöf Rún Skúladóttir sjónvarpsfréttamaður, Börkur Gunnarsson rektor og Sigurrós Hilmarsdóttir framleiðslustjóri sem verið hefur hægri hönd Laufeyjar. Þrír starfsmenn Kvikmyndamiðstöðvar sækja um stöðuna. Svo enn sé vitnað til auglýsingarinnar fer forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar fer með yfirstjórn stofnunar- innar. „Hann stýrir daglegum rekstri miðstöðvarinnar, þ.m.t. rekstri Kvikmyndasjóðs, sér um fjárreiður, reikningsskil, gerð fjárhagsáætlana, starfsmannahald og ber ábyrgð á að miðstöðin starfi í samræmi við lög og stjórnvaldsfyrirmæli. Forstöðumaður ber ábyrgð á að rekstrarútgjöld og rekstrarafkoma miðstöðvar- innar sé í samræmi við fjárveitingar til hennar og sér um að fjármunir séu nýttir á árangursríkan hátt.“ Umsækjendur um embætti forstöðumanns Kvikmyndamiðstöðvar Íslands eru eftirfarandi: Börkur Gunnarsson, rektor Christof Wehmeier, kynningarstjóri Gísli Snær Erlingsson, kvikmyndaleikstjóri Guðmundur Breiðfjörð, markaðs-, sölu- og viðburðasérfræðingur Henný Adólfsdóttir, sölustjóri Hólmgeir Baldursson, umboðsmaður Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Jón Óskar Hallgrímsson, fjármála- og rekstrarstjóri Karólína Stefánsdóttir, verkefnastjóri Kristín Amalía Atladóttir, framkvæmdastjóri Marteinn Ibsen Ibsensson, kvikmyndagerðamaður Michael Lane, verkefnastjóri Ólöf Rún Skúladóttir, fréttamaður Pálmi Guðmundsson, dagskrárstjóri Sigurrós Hilmarsdóttir, framleiðslustjóri
Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Vistaskipti Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Fleiri fréttir „Miklar áhyggjur að EBU haldi áfram að lifa tvöföldu siðgæði“ Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sjá meira