Stjórnmál og fagmennska - stjórnsýslulegar hugleiðingar um N4 málið Haukur Arnþórsson skrifar 16. desember 2022 13:02 Sú uppákoma að fjárlaganefnd ákvað að styrkja N4 með beinu fjárframlagi, en féll svo frá því, kallar á stjórnsýslulegar vangaveltur. Ég ætla samt ekki að fjalla um að þingmaður er sagður hafa kallað eftir erindi um styrkinn frá N4, að styrkveitingunni var nánast smyglað í gegnum aðra umræðu í þinginu með ógagnsæjum texta eða að sjálft erindið frá N4 birtist ekki á vef Alþingis, eins og öll erindi til nefnda gera; Alþingi starfar nú einu sinni fyrir opnum tjöldum – þessi þrjú atriði eru svo niðurlægjandi fyrir íslensk stjórnmál að ekki verður rætt um þau málefnalega. Styrkveitingar til aðila (félaga, stofnana og einstaklinga) eru í aðalatriðum gerðar af framkvæmdarvaldinu. Það er í takt við góða stjórnsýsluhætti og nýleg lög um opinber fjármál og er þá gert ráð fyrir því að framkvæmdarvaldið láti alla í þjóðfélaginu – að settum málefnalegum skilyrðum sem mæta tilgangi fjárveitingarinnar – sitja við sama borð (jafnræðisregla) og að allar aðrar stjórnsýslureglur séu virtar (meðalhóf, réttmæti, lögmæti osfrv.). Lögin um opinber fjármál þykja fagleg og góð og voru unnin í takt við bestu reglur alþjóðastofnana, svo sem OECD og Alþjóðabankans. Með þeim lauk áratugalöngum fjárveitingum Alþingis, sem í gamni er talað um að hafi verið til vina og vandamanna, sem voru algerlega komnar úr böndunum. Það var andstaða gegn þessu á þinginu og sumir telja að þingið (fjárlaganefnd) hafi misst völd með lögunum; sumir vildu einfaldlega handstýra opinberu fé áfram. Lögin um opinber fjármál eru flókin og löng og ég hef bara stúderað þau einu sinni, fjármál eru ekki mitt fag. Þau gefa fjármálaráðuneytinu aukin völd frá því sem var og styrkja jafnframt alla fjármálastarfsemi ríkisins. Með mikilli einföldun má segja að Alþingi eigi að starfa eins og stjórn í fyrirtæki: leggja meginlínur til framtíðar með fjármálaáætlunum og setja með fjárlögum megin reglur um deilingu opinbers fjár milli málaflokka og einstakra málefnalegra málsliða – meðan framkvæmdarvaldinu er ætlað að starfa eins og framkvæmdarstjórn sem hefur ákveðnar reglur til að styðjast við í störfum sínum að undirbúningi og framkvæmd. Við getum sagt að gerningur fjárlaganefndar vegna N4 við aðra umræðu brjóti í bága við lögin um opinber fjármál. En fara má í kringum það með eftiráskýringu og segja að fjárveitingin hafi „bara alls ekki“ verið ætluð til eins aðila, heldur renni hún í styrkjapott sem framkvæmdarvaldið hefur fyrir frjálsa fjölmiðla og Lilja Alfreðsdóttir var í mörg ár að koma á koppinn og hefur einu sinni úthlutað úr, á síðast liðnu sumri. Þá lítur þetta faglega út. Nema hvað: Þessi sjóður á með fjárveitingunni að taka aukið tillit til staðsetningar hinna frjálsu fjölmiðla – sem ég tel að standist ekki jafnræðisreglu þar sem allir fjölmiðlar þjóna landsbyggðinni (bæði innlendir og erlendir ef út í það er farið), taka má gott dæmi um ferðamálavef sem rekinn er í Svíþjóð og hefur sýnt uppbyggingu á landsbyggðinni mikinn áhuga. Staðsetning kemur málinu raunar ekki við á tímum netsins og ef taka á tillit til þess hvort efni fjölmiðilsins er „um málefni ákveðinna svæða“ eða ekki er það óréttmætt skilyrði því þá er verið að blanda sér inn í ritstjórnarstefnu fjölmiðlanna. Hvar blaðamennirnir búa eða staðsetning höfuðstöðva miðlanna geta ekki heldur verið málefnaleg sjónarmið á dögum netsins. Það myndi þýða að blaðamenn myndu lækka styrki til fjölmiðla sinna með því að búa erlendis, raunar alls staðar annars staðar en úti á landi og segir sig sjálft hvers laga endileysa það er. Þá er staðsetning höfuðstöðva ekki heldur sjónarmið sem framkvæmdarvaldið getur notað til að mismuna fjölmiðlun; það myndi kalla á flutning á heimilisfesti fjölmiðla svipað og lögheimilaflutningur þingmanna hefur verið þeim freisting til að auka tekjur sínar. Fleira kom í ljós í þessu máli svo sem að Alþingi starfar við nánast engar hæfiseglur. Sú eina regla gildir (er í þingsköpum) að þingmenn mega ekki taka þátt í atkvæðagreiðslu um fjárveitingu til sjálfs sín. Þörfin á nútímalegum hæfisreglum fyrir löggjafarvaldið er brýn, hætt er við að þetta regluleysi brjóti í bága við siðferðisvitund kjósenda. Þegar talað er um almennar hæfisreglur er yfirleitt átt við hæfisreglur stjórnsýslulaga, sem gilda fyrir framkvæmdarvaldið – og aðrar og enn strangari reglur gilda fyrir dómsvaldið. Löggjafarvaldið hefur hins vegar gleymt sér. Meirihlutinn á þingi lætur nú sem „opinber umræða“ hafi valdið því að sveigt var frá upphaflegum sjónarmiðum með fjárveitingunni, en hitt tel ég líklegra að starfsmenn framkvæmdarvaldsins, einkum starfsmenn fjármálaráðuneytisins, hafi stöðvað málið með þeim rökum að það bryti í bága við lögin um opinber fjármál. Ekki eru aðrir aðilar líklegri til að verja það sjónarmið – og ábending um lagabrot er ástæða sem beygir pólitískan vilja oftast. Höfundur er stjórnsýslufræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stjórnsýsla Fjölmiðlar Styrkbeiðni N4 Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Sú uppákoma að fjárlaganefnd ákvað að styrkja N4 með beinu fjárframlagi, en féll svo frá því, kallar á stjórnsýslulegar vangaveltur. Ég ætla samt ekki að fjalla um að þingmaður er sagður hafa kallað eftir erindi um styrkinn frá N4, að styrkveitingunni var nánast smyglað í gegnum aðra umræðu í þinginu með ógagnsæjum texta eða að sjálft erindið frá N4 birtist ekki á vef Alþingis, eins og öll erindi til nefnda gera; Alþingi starfar nú einu sinni fyrir opnum tjöldum – þessi þrjú atriði eru svo niðurlægjandi fyrir íslensk stjórnmál að ekki verður rætt um þau málefnalega. Styrkveitingar til aðila (félaga, stofnana og einstaklinga) eru í aðalatriðum gerðar af framkvæmdarvaldinu. Það er í takt við góða stjórnsýsluhætti og nýleg lög um opinber fjármál og er þá gert ráð fyrir því að framkvæmdarvaldið láti alla í þjóðfélaginu – að settum málefnalegum skilyrðum sem mæta tilgangi fjárveitingarinnar – sitja við sama borð (jafnræðisregla) og að allar aðrar stjórnsýslureglur séu virtar (meðalhóf, réttmæti, lögmæti osfrv.). Lögin um opinber fjármál þykja fagleg og góð og voru unnin í takt við bestu reglur alþjóðastofnana, svo sem OECD og Alþjóðabankans. Með þeim lauk áratugalöngum fjárveitingum Alþingis, sem í gamni er talað um að hafi verið til vina og vandamanna, sem voru algerlega komnar úr böndunum. Það var andstaða gegn þessu á þinginu og sumir telja að þingið (fjárlaganefnd) hafi misst völd með lögunum; sumir vildu einfaldlega handstýra opinberu fé áfram. Lögin um opinber fjármál eru flókin og löng og ég hef bara stúderað þau einu sinni, fjármál eru ekki mitt fag. Þau gefa fjármálaráðuneytinu aukin völd frá því sem var og styrkja jafnframt alla fjármálastarfsemi ríkisins. Með mikilli einföldun má segja að Alþingi eigi að starfa eins og stjórn í fyrirtæki: leggja meginlínur til framtíðar með fjármálaáætlunum og setja með fjárlögum megin reglur um deilingu opinbers fjár milli málaflokka og einstakra málefnalegra málsliða – meðan framkvæmdarvaldinu er ætlað að starfa eins og framkvæmdarstjórn sem hefur ákveðnar reglur til að styðjast við í störfum sínum að undirbúningi og framkvæmd. Við getum sagt að gerningur fjárlaganefndar vegna N4 við aðra umræðu brjóti í bága við lögin um opinber fjármál. En fara má í kringum það með eftiráskýringu og segja að fjárveitingin hafi „bara alls ekki“ verið ætluð til eins aðila, heldur renni hún í styrkjapott sem framkvæmdarvaldið hefur fyrir frjálsa fjölmiðla og Lilja Alfreðsdóttir var í mörg ár að koma á koppinn og hefur einu sinni úthlutað úr, á síðast liðnu sumri. Þá lítur þetta faglega út. Nema hvað: Þessi sjóður á með fjárveitingunni að taka aukið tillit til staðsetningar hinna frjálsu fjölmiðla – sem ég tel að standist ekki jafnræðisreglu þar sem allir fjölmiðlar þjóna landsbyggðinni (bæði innlendir og erlendir ef út í það er farið), taka má gott dæmi um ferðamálavef sem rekinn er í Svíþjóð og hefur sýnt uppbyggingu á landsbyggðinni mikinn áhuga. Staðsetning kemur málinu raunar ekki við á tímum netsins og ef taka á tillit til þess hvort efni fjölmiðilsins er „um málefni ákveðinna svæða“ eða ekki er það óréttmætt skilyrði því þá er verið að blanda sér inn í ritstjórnarstefnu fjölmiðlanna. Hvar blaðamennirnir búa eða staðsetning höfuðstöðva miðlanna geta ekki heldur verið málefnaleg sjónarmið á dögum netsins. Það myndi þýða að blaðamenn myndu lækka styrki til fjölmiðla sinna með því að búa erlendis, raunar alls staðar annars staðar en úti á landi og segir sig sjálft hvers laga endileysa það er. Þá er staðsetning höfuðstöðva ekki heldur sjónarmið sem framkvæmdarvaldið getur notað til að mismuna fjölmiðlun; það myndi kalla á flutning á heimilisfesti fjölmiðla svipað og lögheimilaflutningur þingmanna hefur verið þeim freisting til að auka tekjur sínar. Fleira kom í ljós í þessu máli svo sem að Alþingi starfar við nánast engar hæfiseglur. Sú eina regla gildir (er í þingsköpum) að þingmenn mega ekki taka þátt í atkvæðagreiðslu um fjárveitingu til sjálfs sín. Þörfin á nútímalegum hæfisreglum fyrir löggjafarvaldið er brýn, hætt er við að þetta regluleysi brjóti í bága við siðferðisvitund kjósenda. Þegar talað er um almennar hæfisreglur er yfirleitt átt við hæfisreglur stjórnsýslulaga, sem gilda fyrir framkvæmdarvaldið – og aðrar og enn strangari reglur gilda fyrir dómsvaldið. Löggjafarvaldið hefur hins vegar gleymt sér. Meirihlutinn á þingi lætur nú sem „opinber umræða“ hafi valdið því að sveigt var frá upphaflegum sjónarmiðum með fjárveitingunni, en hitt tel ég líklegra að starfsmenn framkvæmdarvaldsins, einkum starfsmenn fjármálaráðuneytisins, hafi stöðvað málið með þeim rökum að það bryti í bága við lögin um opinber fjármál. Ekki eru aðrir aðilar líklegri til að verja það sjónarmið – og ábending um lagabrot er ástæða sem beygir pólitískan vilja oftast. Höfundur er stjórnsýslufræðingur.
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun