Frumvarpið sem leigubílstjórar óttast orðið að lögum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. desember 2022 16:37 Sigurður Ingi brosir væntanlega út að eyrum að frumvarp hans sé komið í gegn rétt fyrir jól. Leigubílstjórar fagna þó alls ekki þessari jólagjöf ráðherrans. Vísir/Vilhelm Leigubílafrumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra var samþykkt nú síðdegis með 38 atkvæðum. Tíu þingmenn sögðu nei. Frumvarpið rýmkar skilyrði sem þarf til að reka leigubíl, meðal annars með því að afnema reglur um heildarfjölda starfsleyfa. Allir viðstaddir þingmenn ríkisstjórnarflokkanna þriggja greiddu atkvæði með frumvarpinu. Þá greiddu einstaka þingmenn úr stjórnarandstöðunni, bæði úr Viðreisn og Samfylkingunni, atkvæði með málinu og aðrir sátu hjá. Þingmenn Miðflokksins og Flokks fólksins greiddu atkvæði á móti frumvarpinu. Leggja niður störf Bandalag íslenskra leigubifreiðastjóra lýsti í dag áhyggjum af þeirri stöðu sem upp kynni að koma yrði frumvarpið samþykkt. Sú er nú niðurstaðan. Félagið telur um 400 félagsmenn auk samstöðu annarra félagsmanna. „Félagið harmar að ekki sé hlustað á þá er eiga mest undir breytingunum, það eru starfandi leigubifreiðastjórar, afleysingafólk leigubifreiða og fjölskyldur þeirra,“ segir jafnframt í yfirlýsingunni. Þá kemur fram að félagsmenn B.Í.L.S. muni um komandi helgi verða með lágmarksþjónustu og þá munu félagsmenn leggja niður störf í tvo sólarhringa frá og með mánudeginum 19. desember kl.07:30. Rýmka mjög skilyrðin Frumvarpinu er ætlað er að rýmka mjög þau skilyrði sem þarf til að reka leigubíl. Þar er meðal annars mælt með því að afnumdar verði takmarkanir á heildarfjölda starfsleyfa fyrir leigubílstjóra á Íslandi. Rétt í þessu samþykkti Alþingi löngu tímabæra breytingu á lögum um leigubíla. Ég er handviss að aukið frelsi og nýsköpun mun stuðla að auknu öryggi, betri þjónustu, meiri sveigjanleika, samnýtingu og betri umferðarmenningu fyrir neytendur og ökumenn.— Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (@aslaugarna) December 16, 2022 Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) lýsti því yfir í fyrra að reglur um leigubílaleyfi hér á landi væru ekki í samræmi við EES-samninginn. Núverandi löggjöf gerði nýjum rekstraraðilum erfitt eða ómögulegt að komast inn á markaðinn. Hagsmunasamtök leigubílsstjóra eru alfarið á móti breytingunum. Í umsögnum þeirra um frumvarpið var því meðal annars haldið fram að það kynti undir ofbeldi gegn leigubílstjórum. Fleiri eigi að geta ekið leigubílum Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra hefur furðað sig á gagnrýni á frumvarpinu. Reynt hafi verið að koma til móts við sem flesta. „Frumvarpið byggði nú á starfshópi sem þeir sátu í - gagnrýnin hefur ekki verið minni frá þeim sem vilja gefa hér allt frjálst. Hér er gerð tilraun til þess að fara bil beggja, einhvers konar málamiðlun, sem á að tryggja betri þjónustu,“ sagði Sigurður Ingi á dögunum. Eftirtalin skilyrði þarf að uppfylla til að keyra leigubíl eftir breytinguna 1. Fullnægjandi ökuréttindi, hafi setið tilskilin námskeið um leigubifreiðaakstur og staðist próf. 2. Gott orðspor með tilliti til refsiverðrar háttsemi. Bíða þarf í tíu ár eftir leyfi frá dómi ef brot er stórfellt. Annars þurfa að líða fimm ár. Þeir sem hafa gerst sekir um kynferðisbrot geta ekki fengið leyfi. 3. Hefur náð 21 árs aldri og haft ökuréttindi fyrir B-flokk í minnst þrjú ár. 4. Lögheimili innan EES. 5. Er sjálfráða og ekki í vanskilum. 6. Er einn skráður eigandi eða umráðamaður fólksbifreiðar sem skráð er hér á landi og tryggð. Hann bætti við að frumvarpið ætti að gera það að verkum að fleiri geti ekið leigubílum: „Fleiri konur, fleiri sem eru ekki með fulla starfsgetu og svona opna á ýmsa nýjungar og tækni. Þannig að ég er svolítið hissa á þessari gagnrýni þeirra.“ Leigubílar Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Leigubílstjórar munu leggja niður störf á mánudag og þriðjudag Bandalag íslenskra leigubifreiðastjóra lýsir áhyggjum af þeirri stöðu sem upp kann að koma verði frumvarp um breytingu á lögum um leigubifreiðar, sem nú er til afgreiðslu hjá Alþingi, samþykkt óbreytt. 16. desember 2022 15:16 Fólk furði sig oft á því hversu ódýrt farið er Lögregla lokaði Tjarnargötu í miðborg Reykjavíkur í morgun vegna mótmæla leigubílstjóra, sem óku þar bílum sínum og þöndu flautur, á meðan ríkisstjórnin fundaði í ráðherrabústaðnum. Leigubílstjórar krefjast þess að afgreiðslu leigubílafrumvarps innviðaráðherra, sem verður til umræðu á Alþingi í dag, verði frestað. 16. desember 2022 11:43 Hringsóla utan við Alþingishúsið til að mótmæla leigubílafrumvarpi Hópur leigubílstjóra ekur nú bílum sínum í hringi utan við Alþingishúsið til þess að mótmæla leigubílafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem þar er til umræðu. Lögregla bannaði þeim þó að þeyta flautur sínar. 14. desember 2022 23:40 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda Sjá meira
Allir viðstaddir þingmenn ríkisstjórnarflokkanna þriggja greiddu atkvæði með frumvarpinu. Þá greiddu einstaka þingmenn úr stjórnarandstöðunni, bæði úr Viðreisn og Samfylkingunni, atkvæði með málinu og aðrir sátu hjá. Þingmenn Miðflokksins og Flokks fólksins greiddu atkvæði á móti frumvarpinu. Leggja niður störf Bandalag íslenskra leigubifreiðastjóra lýsti í dag áhyggjum af þeirri stöðu sem upp kynni að koma yrði frumvarpið samþykkt. Sú er nú niðurstaðan. Félagið telur um 400 félagsmenn auk samstöðu annarra félagsmanna. „Félagið harmar að ekki sé hlustað á þá er eiga mest undir breytingunum, það eru starfandi leigubifreiðastjórar, afleysingafólk leigubifreiða og fjölskyldur þeirra,“ segir jafnframt í yfirlýsingunni. Þá kemur fram að félagsmenn B.Í.L.S. muni um komandi helgi verða með lágmarksþjónustu og þá munu félagsmenn leggja niður störf í tvo sólarhringa frá og með mánudeginum 19. desember kl.07:30. Rýmka mjög skilyrðin Frumvarpinu er ætlað er að rýmka mjög þau skilyrði sem þarf til að reka leigubíl. Þar er meðal annars mælt með því að afnumdar verði takmarkanir á heildarfjölda starfsleyfa fyrir leigubílstjóra á Íslandi. Rétt í þessu samþykkti Alþingi löngu tímabæra breytingu á lögum um leigubíla. Ég er handviss að aukið frelsi og nýsköpun mun stuðla að auknu öryggi, betri þjónustu, meiri sveigjanleika, samnýtingu og betri umferðarmenningu fyrir neytendur og ökumenn.— Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (@aslaugarna) December 16, 2022 Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) lýsti því yfir í fyrra að reglur um leigubílaleyfi hér á landi væru ekki í samræmi við EES-samninginn. Núverandi löggjöf gerði nýjum rekstraraðilum erfitt eða ómögulegt að komast inn á markaðinn. Hagsmunasamtök leigubílsstjóra eru alfarið á móti breytingunum. Í umsögnum þeirra um frumvarpið var því meðal annars haldið fram að það kynti undir ofbeldi gegn leigubílstjórum. Fleiri eigi að geta ekið leigubílum Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra hefur furðað sig á gagnrýni á frumvarpinu. Reynt hafi verið að koma til móts við sem flesta. „Frumvarpið byggði nú á starfshópi sem þeir sátu í - gagnrýnin hefur ekki verið minni frá þeim sem vilja gefa hér allt frjálst. Hér er gerð tilraun til þess að fara bil beggja, einhvers konar málamiðlun, sem á að tryggja betri þjónustu,“ sagði Sigurður Ingi á dögunum. Eftirtalin skilyrði þarf að uppfylla til að keyra leigubíl eftir breytinguna 1. Fullnægjandi ökuréttindi, hafi setið tilskilin námskeið um leigubifreiðaakstur og staðist próf. 2. Gott orðspor með tilliti til refsiverðrar háttsemi. Bíða þarf í tíu ár eftir leyfi frá dómi ef brot er stórfellt. Annars þurfa að líða fimm ár. Þeir sem hafa gerst sekir um kynferðisbrot geta ekki fengið leyfi. 3. Hefur náð 21 árs aldri og haft ökuréttindi fyrir B-flokk í minnst þrjú ár. 4. Lögheimili innan EES. 5. Er sjálfráða og ekki í vanskilum. 6. Er einn skráður eigandi eða umráðamaður fólksbifreiðar sem skráð er hér á landi og tryggð. Hann bætti við að frumvarpið ætti að gera það að verkum að fleiri geti ekið leigubílum: „Fleiri konur, fleiri sem eru ekki með fulla starfsgetu og svona opna á ýmsa nýjungar og tækni. Þannig að ég er svolítið hissa á þessari gagnrýni þeirra.“
Eftirtalin skilyrði þarf að uppfylla til að keyra leigubíl eftir breytinguna 1. Fullnægjandi ökuréttindi, hafi setið tilskilin námskeið um leigubifreiðaakstur og staðist próf. 2. Gott orðspor með tilliti til refsiverðrar háttsemi. Bíða þarf í tíu ár eftir leyfi frá dómi ef brot er stórfellt. Annars þurfa að líða fimm ár. Þeir sem hafa gerst sekir um kynferðisbrot geta ekki fengið leyfi. 3. Hefur náð 21 árs aldri og haft ökuréttindi fyrir B-flokk í minnst þrjú ár. 4. Lögheimili innan EES. 5. Er sjálfráða og ekki í vanskilum. 6. Er einn skráður eigandi eða umráðamaður fólksbifreiðar sem skráð er hér á landi og tryggð.
Leigubílar Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Leigubílstjórar munu leggja niður störf á mánudag og þriðjudag Bandalag íslenskra leigubifreiðastjóra lýsir áhyggjum af þeirri stöðu sem upp kann að koma verði frumvarp um breytingu á lögum um leigubifreiðar, sem nú er til afgreiðslu hjá Alþingi, samþykkt óbreytt. 16. desember 2022 15:16 Fólk furði sig oft á því hversu ódýrt farið er Lögregla lokaði Tjarnargötu í miðborg Reykjavíkur í morgun vegna mótmæla leigubílstjóra, sem óku þar bílum sínum og þöndu flautur, á meðan ríkisstjórnin fundaði í ráðherrabústaðnum. Leigubílstjórar krefjast þess að afgreiðslu leigubílafrumvarps innviðaráðherra, sem verður til umræðu á Alþingi í dag, verði frestað. 16. desember 2022 11:43 Hringsóla utan við Alþingishúsið til að mótmæla leigubílafrumvarpi Hópur leigubílstjóra ekur nú bílum sínum í hringi utan við Alþingishúsið til þess að mótmæla leigubílafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem þar er til umræðu. Lögregla bannaði þeim þó að þeyta flautur sínar. 14. desember 2022 23:40 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda Sjá meira
Leigubílstjórar munu leggja niður störf á mánudag og þriðjudag Bandalag íslenskra leigubifreiðastjóra lýsir áhyggjum af þeirri stöðu sem upp kann að koma verði frumvarp um breytingu á lögum um leigubifreiðar, sem nú er til afgreiðslu hjá Alþingi, samþykkt óbreytt. 16. desember 2022 15:16
Fólk furði sig oft á því hversu ódýrt farið er Lögregla lokaði Tjarnargötu í miðborg Reykjavíkur í morgun vegna mótmæla leigubílstjóra, sem óku þar bílum sínum og þöndu flautur, á meðan ríkisstjórnin fundaði í ráðherrabústaðnum. Leigubílstjórar krefjast þess að afgreiðslu leigubílafrumvarps innviðaráðherra, sem verður til umræðu á Alþingi í dag, verði frestað. 16. desember 2022 11:43
Hringsóla utan við Alþingishúsið til að mótmæla leigubílafrumvarpi Hópur leigubílstjóra ekur nú bílum sínum í hringi utan við Alþingishúsið til þess að mótmæla leigubílafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem þar er til umræðu. Lögregla bannaði þeim þó að þeyta flautur sínar. 14. desember 2022 23:40