Telur ríkislögreglustjóra hafa gert söguleg mistök Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 16. desember 2022 18:30 Lögmaður annars mannsins í hryðjuverkamálinu telur ríkislögreglustjóra hafa gert söguleg mistök í málinu og geri allt til að halda andlitinu. Gæsluvarðhaldi yfir mönnunum var hafnað í dag. Héraðssaksóknari hefur ekki ákveðið hvort hann ætli að áfrýja niðurstöðunni. Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði kröfu héraðssaksóknara í dag um að mennirnir tveir sem grunaðir eru um að hafa skipulagt hryðjuverk væru úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Mennirnir voru ákærðir til tilraunar til hryðjuverka ásamt öðrum brotum fyrr þann níunda desember. Landsréttur felldi svo úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð yfir mönnunum á þriðjudag. Sú ákvörðun byggði á geðmati og því að ekki ætti að stafa hætta af þeim. Þá höfðu mennirnir setið í gæsluvarðhaldi í ellefu vikur. Europol og lögregla höfðu áður metið að mennirnir væru við það að grípa til aðgerða og framkvæma hryðjuverk á Íslandi. Söguleg mistök Sveinn Andri Sveinsson verjandi annars málsins í málinu gagnrýnir framgöngu ríkislögreglustjóra í málinu allt frá því að embættið kallaði til blaðamannafundar. „Þessi blaðamannafundur var söguleg mistök af hálfu ríkislögreglustjóra og málatilbúnaðurinn hefur síðan hefur einhvern veginn gengið út á það að lögregla haldi andliti,“ segir Sveinn. Viðtalið í heild má sjá að neðan. Í gögnum málsins kemur fram að mennirnir hafi í rafrænum samskiptum meðal annars ætlað að fremja fjöldadráp, m.a. með skotárásum og með því að keyra trukk í gegnum Gleðigöngu hinsegin daga. Sveinn Andri telur þetta ekki marktækt. „Þetta eru stórundarlegar fabúlasjónir sem þeir báðir sjá eftir. En þetta var bara kjánaskapur,“ segir Sveinn. Hann segir sinn umbjóðanda í gjörgæslu hjá foreldrum sínum og undir læknishendi. „Ég fullyrði það að þetta mál hefur skaðað minn umbjóðanda með varanlegum hætti.“ Þriggja daga frestur Héraðssaksóknari vísaði til almannahagsmuna þegar hann krafðist þess að mennirnir yrðu færðir aftur í gæsluvarðhald í dag en því var eins og áður segir hafnað. Hann hefur þrjá daga til að áfrýja úrskurðinum og hafði ekki tekið ákvörðun þegar fréttastofa leitaði svara. Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Lögreglumál Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði kröfu héraðssaksóknara í dag um að mennirnir tveir sem grunaðir eru um að hafa skipulagt hryðjuverk væru úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Mennirnir voru ákærðir til tilraunar til hryðjuverka ásamt öðrum brotum fyrr þann níunda desember. Landsréttur felldi svo úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð yfir mönnunum á þriðjudag. Sú ákvörðun byggði á geðmati og því að ekki ætti að stafa hætta af þeim. Þá höfðu mennirnir setið í gæsluvarðhaldi í ellefu vikur. Europol og lögregla höfðu áður metið að mennirnir væru við það að grípa til aðgerða og framkvæma hryðjuverk á Íslandi. Söguleg mistök Sveinn Andri Sveinsson verjandi annars málsins í málinu gagnrýnir framgöngu ríkislögreglustjóra í málinu allt frá því að embættið kallaði til blaðamannafundar. „Þessi blaðamannafundur var söguleg mistök af hálfu ríkislögreglustjóra og málatilbúnaðurinn hefur síðan hefur einhvern veginn gengið út á það að lögregla haldi andliti,“ segir Sveinn. Viðtalið í heild má sjá að neðan. Í gögnum málsins kemur fram að mennirnir hafi í rafrænum samskiptum meðal annars ætlað að fremja fjöldadráp, m.a. með skotárásum og með því að keyra trukk í gegnum Gleðigöngu hinsegin daga. Sveinn Andri telur þetta ekki marktækt. „Þetta eru stórundarlegar fabúlasjónir sem þeir báðir sjá eftir. En þetta var bara kjánaskapur,“ segir Sveinn. Hann segir sinn umbjóðanda í gjörgæslu hjá foreldrum sínum og undir læknishendi. „Ég fullyrði það að þetta mál hefur skaðað minn umbjóðanda með varanlegum hætti.“ Þriggja daga frestur Héraðssaksóknari vísaði til almannahagsmuna þegar hann krafðist þess að mennirnir yrðu færðir aftur í gæsluvarðhald í dag en því var eins og áður segir hafnað. Hann hefur þrjá daga til að áfrýja úrskurðinum og hafði ekki tekið ákvörðun þegar fréttastofa leitaði svara.
Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Lögreglumál Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira