Myndbandið birti Rihanna á samfélagsmiðlinum TikTok:
Alls hafa rúmlega 11 milljónir aðdáenda ofurparsins séð myndbandið. Drengurinn fæddist þann 19. maí síðastliðinn en ekki hafa þau greint opinberlega frá nafni hans.
Ástarsambandið staðfestu þau Rihanna og A$AP Rocky í upphafi þessa árs en síðan þá hefur rapparinn A$AP bæði verið sakaður um framhjáhald og skotárás. Sögur af framhjáhaldi voru þó taldar stórlega ýktar en hann kom fram fyrir dómi í ágúst síðastliðnum og lýsti yfir sakleysi sínu.