Spánn: Eina land Evrópu sem heldur í grímuskyldu Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 18. desember 2022 14:30 Frá flugvellinum á Tenerife. Andrés Gutiérrez/Getty Images Spánn er eina landið í Evrópu þar sem enn er skylda að nota grímur í öllum almenningssamgöngum, þar á meðal þegar flogið er á milli landa. Spænsk flugfélög og ferðaskrifstofur mótmæla þessu ákaft og segja þetta hafa skaðleg áhrif á viðskiptin. Grímuskylda framlengd þrátt fyrir mikla andstöðu Spænsk stjórnvöld ákváðu síðast fyrir viku að framlengja grímuskyldu fólks í öllum almenningssamgöngum. Ákvörðunin uppskar hávær mótmæli talsmanna spænskra flugfélaga og ferðaskrifstofa, sem reyndar hafa mótmælt þessari mánaðarlegu framlengingu grímuskyldu um margra mánaða skeið. Enda engin furða, Spánn er nú eina land Evrópusambandsins þar sem þessari grímuskyldu er haldið til streitu. Styðst við ráðgjöf nafnlausra sérfræðinga Carolina Darias, heilbrigðisráðherra Spánar, segir að ákvörðunin sé tekin á grundvelli ráðlegginga sérfræðinganefndar, en ekki fæst uppgefið hvaða sérfræðingar það eru. Talsmenn ferðamála blása á þau rök og segja það undarlega sérfræðinga sem komist að annarri niðurstöðu en sérfræðinganefndir allra annarra ríkja í Evrópu. Segja grímuskyldu ógna afkomu fyrirtækja Þá segja talsmenn í flug-og ferðaþjónustu að grímuskyldan geti haft neikvæð áhrif á afkomu fyrirtækja. Til að mynda sé líklegt að einhverjir velji frekar að fljúga með erlendum félögum til og frá Spáni, svo viðkomandi þurfi ekki að vera með grímu í andlitinu allan þann tíma sem ferðast er. Sé flogið með erlendu flugfélagi, þarf bara að setja upp grímu á meðan vélin er í spænskri lofthelgi, en sé flogið með spænsku flugfélagi þarf að vera með grímu fyrir vitunum allan flugtímann. Menn geta svo velt fyrir sér gildi þeirrar forvarnar að þurfa að vera með grímu inni í spænskri lofthelgi í klukkustund eða svo og geta svo verið grímulausir afganginn af flugferðinni. Skortur á samhengi Svo má líka velta fyrir sér gildi grímuskyldu sem fáir hlíta. Örfáir ganga um með grímur á alþjóðaflugvöllum hér á Spáni og í neðanjarðarlestakerfum stórborganna eru sífellt færri með grímur fyrir vitunum. Engu að síður fara eftirlitsteymi á milli lesta og reka fólk til að setja upp grímurnar. Svo getur fólk velt fyrir sér samhenginu í því að þurfa að vera með grímu á 4ra klukkustunda lestarferðalagi til Madrid, einn í lestarklefa, en geta svo farið á tónleika daginn eftir þar sem samankomnir eru 50.000 tónleikagestir og þar þarf enginn að vera með grímu. Spánn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Innlent Fleiri fréttir Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Sjá meira
Grímuskylda framlengd þrátt fyrir mikla andstöðu Spænsk stjórnvöld ákváðu síðast fyrir viku að framlengja grímuskyldu fólks í öllum almenningssamgöngum. Ákvörðunin uppskar hávær mótmæli talsmanna spænskra flugfélaga og ferðaskrifstofa, sem reyndar hafa mótmælt þessari mánaðarlegu framlengingu grímuskyldu um margra mánaða skeið. Enda engin furða, Spánn er nú eina land Evrópusambandsins þar sem þessari grímuskyldu er haldið til streitu. Styðst við ráðgjöf nafnlausra sérfræðinga Carolina Darias, heilbrigðisráðherra Spánar, segir að ákvörðunin sé tekin á grundvelli ráðlegginga sérfræðinganefndar, en ekki fæst uppgefið hvaða sérfræðingar það eru. Talsmenn ferðamála blása á þau rök og segja það undarlega sérfræðinga sem komist að annarri niðurstöðu en sérfræðinganefndir allra annarra ríkja í Evrópu. Segja grímuskyldu ógna afkomu fyrirtækja Þá segja talsmenn í flug-og ferðaþjónustu að grímuskyldan geti haft neikvæð áhrif á afkomu fyrirtækja. Til að mynda sé líklegt að einhverjir velji frekar að fljúga með erlendum félögum til og frá Spáni, svo viðkomandi þurfi ekki að vera með grímu í andlitinu allan þann tíma sem ferðast er. Sé flogið með erlendu flugfélagi, þarf bara að setja upp grímu á meðan vélin er í spænskri lofthelgi, en sé flogið með spænsku flugfélagi þarf að vera með grímu fyrir vitunum allan flugtímann. Menn geta svo velt fyrir sér gildi þeirrar forvarnar að þurfa að vera með grímu inni í spænskri lofthelgi í klukkustund eða svo og geta svo verið grímulausir afganginn af flugferðinni. Skortur á samhengi Svo má líka velta fyrir sér gildi grímuskyldu sem fáir hlíta. Örfáir ganga um með grímur á alþjóðaflugvöllum hér á Spáni og í neðanjarðarlestakerfum stórborganna eru sífellt færri með grímur fyrir vitunum. Engu að síður fara eftirlitsteymi á milli lesta og reka fólk til að setja upp grímurnar. Svo getur fólk velt fyrir sér samhenginu í því að þurfa að vera með grímu á 4ra klukkustunda lestarferðalagi til Madrid, einn í lestarklefa, en geta svo farið á tónleika daginn eftir þar sem samankomnir eru 50.000 tónleikagestir og þar þarf enginn að vera með grímu.
Spánn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Innlent Fleiri fréttir Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Sjá meira
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent