Snjóruðningur borgarinnar lokar fólk á Kjalarnesi inni Ólafur Björn Sverrisson skrifar 18. desember 2022 13:01 Snjóruðningsmenn hafa haft í nógu að snúast í dag og í gær. Ekki eru þó allir á eitt sáttir með vinnubrögð þeirra. vísir/vilhelm Eldri hjón eru veðurteppt á Esjumelum eftir að snjóruðningstæki borgarinnar ruddi stórum skafli fyrir veg að húsum á Kjalarnesi. Sonur hjónanna hefur áhyggjur af ástandinu þar sem ómögulegt væri fyrir sjúkrabíl að komast að húsinu en faðir hans er hjartveikur. Sonur þeirra hjóna, Guðmundur Ingi Skúlason, ætlaði í heimsókn til foreldra sinna í gær þegar hann kom að skaflinum. „Þar sem vegurinn víxlast, við Esjurætur, eru að minnsta kosti þrjú hús. Þar er búið að ryðja upp eins og hálfs meters skafli sem lokar veginum gjörsamlega.“ Hann fór aftur í morgun ogþá var búið að ryðja aftur en einungis til að hækka skaflinn fyrir veginum. „Þannig verktakinn á vegum borgarinnar hefur lokað honum enn betur í morgun.“ Guðmundur tók eftirfarandi myndband í morgun: Hann hefur áhyggjur af stöðunni. „Þetta er ekkert þægilegt þar sem foreldrar mínir eru nú orðnir fullorðnir. Pabbi er að bíða eftir gangráði og þarna fer enginn upp eftir nema breyttur bíll. Það er ekkert hægt að hringja á sjúkrabíl eða neitt, þetta er auðvitað alls ekki nógu gott,“ segir Guðmundur. Ryðja forgangsleiðir fyrst Hjalti Guðmundssson er skrifstofustjóri Borgarlands Reykjavíkurborgar sem hefur umsjón með snjóruðningi í borginni og var inntur eftir svörum um hvers vegna staðið hafi verið að ruðningnum á fyrrgreindan hátt. „Þetta gengur þannig fyrir sig menn fyrst forgangsleiðirnar. Svo verður hitt bara tekið,“ segir Hjalti en tekur fram að hann þekki ekki til þessa einstaka tilviks. Snjóruðningsmenn hafa hins vegar haft í nógu að snúast í dag og í gær. „Það er gríðarlega mikill snjór, við héldum öllu opnu í gær sem hægt var að halda opnu. Það urðu pínu vandræði í Grafarvogi vegna skafrennings þar sem bílar festust. Svo byrjuðum við bara aftur í morgun klukkan 4,“ segir Hjalti Guðmundsson að lokum. Reykjavík Veður Snjómokstur Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira
Sonur þeirra hjóna, Guðmundur Ingi Skúlason, ætlaði í heimsókn til foreldra sinna í gær þegar hann kom að skaflinum. „Þar sem vegurinn víxlast, við Esjurætur, eru að minnsta kosti þrjú hús. Þar er búið að ryðja upp eins og hálfs meters skafli sem lokar veginum gjörsamlega.“ Hann fór aftur í morgun ogþá var búið að ryðja aftur en einungis til að hækka skaflinn fyrir veginum. „Þannig verktakinn á vegum borgarinnar hefur lokað honum enn betur í morgun.“ Guðmundur tók eftirfarandi myndband í morgun: Hann hefur áhyggjur af stöðunni. „Þetta er ekkert þægilegt þar sem foreldrar mínir eru nú orðnir fullorðnir. Pabbi er að bíða eftir gangráði og þarna fer enginn upp eftir nema breyttur bíll. Það er ekkert hægt að hringja á sjúkrabíl eða neitt, þetta er auðvitað alls ekki nógu gott,“ segir Guðmundur. Ryðja forgangsleiðir fyrst Hjalti Guðmundssson er skrifstofustjóri Borgarlands Reykjavíkurborgar sem hefur umsjón með snjóruðningi í borginni og var inntur eftir svörum um hvers vegna staðið hafi verið að ruðningnum á fyrrgreindan hátt. „Þetta gengur þannig fyrir sig menn fyrst forgangsleiðirnar. Svo verður hitt bara tekið,“ segir Hjalti en tekur fram að hann þekki ekki til þessa einstaka tilviks. Snjóruðningsmenn hafa hins vegar haft í nógu að snúast í dag og í gær. „Það er gríðarlega mikill snjór, við héldum öllu opnu í gær sem hægt var að halda opnu. Það urðu pínu vandræði í Grafarvogi vegna skafrennings þar sem bílar festust. Svo byrjuðum við bara aftur í morgun klukkan 4,“ segir Hjalti Guðmundsson að lokum.
Reykjavík Veður Snjómokstur Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira