Mannlausir bílar tefja fyrir mokstri og sumir troða sér í gegnum lokun Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. desember 2022 08:28 Eins og sjá má eru vegir á Suðurnesjum rauðir. Þar er lokað en bílar eru fluttir í kippum eftir Reykjanesbrautinni. Vegaerðin Mjög blint er á Suðurnesjum, skafrenningur og hávaðarok. Formaður Björgunarsveitarinnar Suðurnes hvetur ökumenn til að virða lokanir. Ekið er með bíla í kippum á milli Reykjanesbæjar og höfuðborgarsvæðisins. Appelsínugul viðvörun er vegna veðurs á Suðausturlandi. Þá er gul viðvörun á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Faxaflóa, Breiðafirði, Vestfjörðum og Austfjörðum. Aðeins Norðlendingar virðast sleppa við slæma veðrið í dag. Viðvarnir eru í gildi út þriðjudag en þó mislengi eftir landshlutum. Haraldur Haraldsson er formaður Björgunarsveitarinnar Suðurnes. Í samtali við Bítið á Bylgjunni í morgun kom í ljós að Haraldur áttaði sig ekki á því hvaða dagur væri. Þeir rynnu saman í eitt, þessir dagar sem hann hefur staðið í að hjálpa fólki vegna snjókomunnar. Fimmtíu bílar í kippum „Hér er mjög blint, mikill skafrenningur og hávaðarok. Bíll við bíl fastur,“ segir Haraldur. „Við erum að safna saman bílum í kippur, fimmtíu bílum í einu, og það fer Vegagerðaplógur á undan bílum til Reykjavíkur. Allt flug er á áætlun þannig að Vegagerðin er að koma bílum frá lokunarpósti við Hafnarfjörð og upp í flugstöð.“ Einn snjóplógur ekur Reykjanesbrautina í hvora átt. Vegagerðin hefur ákveðið að um fimmtíu bílar fylgi hverjum plóg. Haraldur telur fleiri hundruð bíla bíða eftir því að komast Reykjanesbrautina í norður. Vafalítið bíði margir eftir því að komast út á flugvöll. „Þetta er heljarinnar verkefni, að koma fólki hérna á milli. Þetta er bara einn angi. Svo eru fastir bílar hér úti um allan bæ. Það eru bílar fastir á helstu stóru götunum og verið að reyna að koma þeim í burtu til að halda opnu,“ segir Haraldur. Bílarnir sem sitja fastir tefji fyrir snjómokstri. Bílar bíða þess að komast eftir Reykjanesbraut suður til Keflavíkur.Aðsend „Ég tala ekki um þá bíla sem hefur verið skilið eftir. Þá þarf að byrja á því að hafa uppi á eiganda og svo koma þeim í burtu. Ökumenn séu ýmist að koma frá flugvellinum, á leið til vinnu eða fólk á flakki innanbæjar. „Þetta er í Reykjanesbæ, Sandgerði, Vogum... Það eru alls staðar bílar fastir.“ Hann segir flesta sýna störfum björgunarsveitar skilning. Þó séu alltaf einhverjir með stæla. Veit enginn hvað er hinum megin við lokun „Svo eru alltaf einhverjir sem troða sér í gegnum lokunina. Við erum á björgunarsveitarbíl að loka. Það sem fólk áttar sig ekki á er hvað getur verið í gangi hinum megin við lokunina. Það geta verið viðbragðsaðilar að vinna úti á götunni. Það getur verið stórhættulegt að keyra í gegnum lokunina og út í óvissuna. Það getur verið fólk að vinna á götunni við að koma bílum í burtu, umferðarslys. Það veit enginn hvað er hinum megin við lokunina.“ Hann segir snjóplógana gera gagn en í stutta stund. „Það skefur mjög glatt í. Um leið og Vegagerðarbíllinn er farinn fram hjá,“ segir Haraldur. Lumar þú á myndum eða myndskeiðum úr ófærðinni? Endilega sendu okkur myndefni á ritstjorn@visir.is. Myndir verða merktar þeim sem þær tóku, sé þess óskað. Veður Samgöngur Keflavíkurflugvöllur Reykjanesbær Snjómokstur Tengdar fréttir „Löng helgi hjá björgunarsveitum á Suðurnesjum“ Björgunarsveitarfólk á Suðurnesjum var kallað út snemma í morgun til að sinna ýmsum verkefnum tengdu óveðrinu sem nú gengur yfir landið. 19. desember 2022 07:38 Norðaustan stormur og viðvaranir Veðurstofan spáir norðaustan hvassviðri eða stormi víða um land í dag og jafnvel rok á Suðausturlandi. 19. desember 2022 07:06 Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Innlent Fleiri fréttir Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Sjá meira
Appelsínugul viðvörun er vegna veðurs á Suðausturlandi. Þá er gul viðvörun á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Faxaflóa, Breiðafirði, Vestfjörðum og Austfjörðum. Aðeins Norðlendingar virðast sleppa við slæma veðrið í dag. Viðvarnir eru í gildi út þriðjudag en þó mislengi eftir landshlutum. Haraldur Haraldsson er formaður Björgunarsveitarinnar Suðurnes. Í samtali við Bítið á Bylgjunni í morgun kom í ljós að Haraldur áttaði sig ekki á því hvaða dagur væri. Þeir rynnu saman í eitt, þessir dagar sem hann hefur staðið í að hjálpa fólki vegna snjókomunnar. Fimmtíu bílar í kippum „Hér er mjög blint, mikill skafrenningur og hávaðarok. Bíll við bíl fastur,“ segir Haraldur. „Við erum að safna saman bílum í kippur, fimmtíu bílum í einu, og það fer Vegagerðaplógur á undan bílum til Reykjavíkur. Allt flug er á áætlun þannig að Vegagerðin er að koma bílum frá lokunarpósti við Hafnarfjörð og upp í flugstöð.“ Einn snjóplógur ekur Reykjanesbrautina í hvora átt. Vegagerðin hefur ákveðið að um fimmtíu bílar fylgi hverjum plóg. Haraldur telur fleiri hundruð bíla bíða eftir því að komast Reykjanesbrautina í norður. Vafalítið bíði margir eftir því að komast út á flugvöll. „Þetta er heljarinnar verkefni, að koma fólki hérna á milli. Þetta er bara einn angi. Svo eru fastir bílar hér úti um allan bæ. Það eru bílar fastir á helstu stóru götunum og verið að reyna að koma þeim í burtu til að halda opnu,“ segir Haraldur. Bílarnir sem sitja fastir tefji fyrir snjómokstri. Bílar bíða þess að komast eftir Reykjanesbraut suður til Keflavíkur.Aðsend „Ég tala ekki um þá bíla sem hefur verið skilið eftir. Þá þarf að byrja á því að hafa uppi á eiganda og svo koma þeim í burtu. Ökumenn séu ýmist að koma frá flugvellinum, á leið til vinnu eða fólk á flakki innanbæjar. „Þetta er í Reykjanesbæ, Sandgerði, Vogum... Það eru alls staðar bílar fastir.“ Hann segir flesta sýna störfum björgunarsveitar skilning. Þó séu alltaf einhverjir með stæla. Veit enginn hvað er hinum megin við lokun „Svo eru alltaf einhverjir sem troða sér í gegnum lokunina. Við erum á björgunarsveitarbíl að loka. Það sem fólk áttar sig ekki á er hvað getur verið í gangi hinum megin við lokunina. Það geta verið viðbragðsaðilar að vinna úti á götunni. Það getur verið stórhættulegt að keyra í gegnum lokunina og út í óvissuna. Það getur verið fólk að vinna á götunni við að koma bílum í burtu, umferðarslys. Það veit enginn hvað er hinum megin við lokunina.“ Hann segir snjóplógana gera gagn en í stutta stund. „Það skefur mjög glatt í. Um leið og Vegagerðarbíllinn er farinn fram hjá,“ segir Haraldur. Lumar þú á myndum eða myndskeiðum úr ófærðinni? Endilega sendu okkur myndefni á ritstjorn@visir.is. Myndir verða merktar þeim sem þær tóku, sé þess óskað.
Lumar þú á myndum eða myndskeiðum úr ófærðinni? Endilega sendu okkur myndefni á ritstjorn@visir.is. Myndir verða merktar þeim sem þær tóku, sé þess óskað.
Veður Samgöngur Keflavíkurflugvöllur Reykjanesbær Snjómokstur Tengdar fréttir „Löng helgi hjá björgunarsveitum á Suðurnesjum“ Björgunarsveitarfólk á Suðurnesjum var kallað út snemma í morgun til að sinna ýmsum verkefnum tengdu óveðrinu sem nú gengur yfir landið. 19. desember 2022 07:38 Norðaustan stormur og viðvaranir Veðurstofan spáir norðaustan hvassviðri eða stormi víða um land í dag og jafnvel rok á Suðausturlandi. 19. desember 2022 07:06 Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Innlent Fleiri fréttir Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Sjá meira
„Löng helgi hjá björgunarsveitum á Suðurnesjum“ Björgunarsveitarfólk á Suðurnesjum var kallað út snemma í morgun til að sinna ýmsum verkefnum tengdu óveðrinu sem nú gengur yfir landið. 19. desember 2022 07:38
Norðaustan stormur og viðvaranir Veðurstofan spáir norðaustan hvassviðri eða stormi víða um land í dag og jafnvel rok á Suðausturlandi. 19. desember 2022 07:06