Ekki viss um að heimilislausir hafi ekki vitað af opnun skýla Kjartan Kjartansson skrifar 19. desember 2022 10:15 Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs. Vísir/Vilhelm Aldrei kom annað til greina en að halda neyðarskýlum borgarinnar fyrir heimilislausa opnum í óveðri sem gerði um helgina, að sögn formanns borgarráðs. Hann segir leitt ef upplýsingar um opnunartíma skýlanna hafi ekki komist til skila en efast um að heimlislausir hafi ekki vitað af honum. Ragnar Erling Hermannsson, heimilislaus maður, sakaði borgaryfirvöld um „versta ofbeldi sem fyrirfinnst“ þegar til hafi staðið að vísa fólki úr neyðarskýli á Granda á laugardagsmorgun. Slík skýli eru alla jafna lokuð frá klukkan 10 til 17 á daginn en borgin ákvað að hafa þau opin allan sólarhringinn á föstudag vegna kuldans og veðursins. Samskiptastjóri borgarinnar sagði Vísi á laugardag að skýlin yrði opin allan sólarhringinn þá og í gær. Spurður út í gagnrýnina í Bítinu á Bylgjunni í morgun sagði Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs og starfandi borgarstjóri, að neyðaráætlun hafi verið virkjuð vegna kuldans og veðursins til þess að heimilislausir þyrftu ekki að vera úti allan daginn. „Það átti að vera öllum ljóst að þau yrði opin á meðan veðrið er svona vont, á meðan það er svona kalt. Eins og þessi snjóbylur var þá kom aldrei til greina annað en að hafa þetta neyðarskýli opið og þau öll,“ sagði Einar sem viðurkenndi að mögulega hafi verið einhvers konar óreiða varðandi upplýsingagjöf á einhverjum tímapunkti. Allavega þeir sem sækja þessa þjónustu virtust ekki vita af þessu. „Ég er ekkert viss um að það hafi verið alveg þannig,“ sagði Einar. Geti ákveðið að koma sér í sviðsljósið Sagðist Einar ekki ætla að saka neinn um lygar en benti á að heimilislausir karlar hefðu háð harða baráttu fyrir því að neyðarskýlin séu opin allan sólarhringinn. „Svo er það bara þannig að menn geta misskilið og menn geta ákveðið að koma sér í sviðsljósið til að vekja athygli á sínum málstað. Það er bara mjög leitt ef upplýsingarnar hafa ekki komist skýrt til skýra. En það var alveg skýrt að við ætluðum að tryggja það að þeir þyrftu ekki að vera úti í þessu vonda veðri og þannig verður það þangað til þessu kuldakasti er lokið,“ sagði Einar. Málefni heimilislausra Reykjavík Veður Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Sjá meira
Ragnar Erling Hermannsson, heimilislaus maður, sakaði borgaryfirvöld um „versta ofbeldi sem fyrirfinnst“ þegar til hafi staðið að vísa fólki úr neyðarskýli á Granda á laugardagsmorgun. Slík skýli eru alla jafna lokuð frá klukkan 10 til 17 á daginn en borgin ákvað að hafa þau opin allan sólarhringinn á föstudag vegna kuldans og veðursins. Samskiptastjóri borgarinnar sagði Vísi á laugardag að skýlin yrði opin allan sólarhringinn þá og í gær. Spurður út í gagnrýnina í Bítinu á Bylgjunni í morgun sagði Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs og starfandi borgarstjóri, að neyðaráætlun hafi verið virkjuð vegna kuldans og veðursins til þess að heimilislausir þyrftu ekki að vera úti allan daginn. „Það átti að vera öllum ljóst að þau yrði opin á meðan veðrið er svona vont, á meðan það er svona kalt. Eins og þessi snjóbylur var þá kom aldrei til greina annað en að hafa þetta neyðarskýli opið og þau öll,“ sagði Einar sem viðurkenndi að mögulega hafi verið einhvers konar óreiða varðandi upplýsingagjöf á einhverjum tímapunkti. Allavega þeir sem sækja þessa þjónustu virtust ekki vita af þessu. „Ég er ekkert viss um að það hafi verið alveg þannig,“ sagði Einar. Geti ákveðið að koma sér í sviðsljósið Sagðist Einar ekki ætla að saka neinn um lygar en benti á að heimilislausir karlar hefðu háð harða baráttu fyrir því að neyðarskýlin séu opin allan sólarhringinn. „Svo er það bara þannig að menn geta misskilið og menn geta ákveðið að koma sér í sviðsljósið til að vekja athygli á sínum málstað. Það er bara mjög leitt ef upplýsingarnar hafa ekki komist skýrt til skýra. En það var alveg skýrt að við ætluðum að tryggja það að þeir þyrftu ekki að vera úti í þessu vonda veðri og þannig verður það þangað til þessu kuldakasti er lokið,“ sagði Einar.
Málefni heimilislausra Reykjavík Veður Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Sjá meira