Blés snjó af einni gangstétt yfir á aðra Bjarki Sigurðsson skrifar 20. desember 2022 00:02 Snjórinn fór af einni gangstétt yfir á aðra. Íbúi í Grafarholti náði því á myndband þegar snjóblásari blés snjó af gangstétt stuttu frá húsi hennar. Snjórinn lenti hins vegar á annarri gangstétt, nær íbúð hennar, sem hún hafði handmokað sjálf tveimur dögum áður. Ólöf Ingibjörg, íbúi í Grafarholti, var heima hjá sér í dag þegar snjóblásari kom að moka gangstétt við umferðargötu sem er í steinsnar frá íbúð hennar. Hún segir bunu snjóblásarans hafa verið ansi tilkomumikla og því tók hún upp símann og tók myndband af honum. „Ég sé snjóblásarann koma, þetta var mjög tilkomumikið. Rosalega há buna. Svo nálgast hann lóðina hjá mér og þar eru tvö há grenitré sem eru svona fimm til sex metrar. Bunan stóð yfir trén og féll með miklum tilþrifum yfir trén og huldi þau snjó. Það var svo kostulegt að horfa á þetta,“ segir Ólöf í samtali við fréttastofu. Klippa: Snjómokstur í Grafarholti Það rataði eitthvað af snjónum inn á pallinn hjá henni en mikill meirihluti hans endaði á gangstétt fyrir framan pallinn. „Ég handmokaði hana í fyrradag. Þannig það sem snjóblásarinn gaf frá sér liggur núna á gangstéttinni hjá mér,“ segir Ólöf glettin. „Svo ók hann aðeins lengra og hélt áfram að ryðja á göngustígnum. Þá skóf hann upp túnið meðfram göngustígnum þannig að mold og graskögglar hrundu yfir lóðina hjá mér. Það var mjög tilkomulegt, brúnleitur snjóstrókur. Ef maður hefði náð meira myndbandi hefði þetta getað orðið „meme“.“ Myndbandið birti hún í Facebook-hópnum Ég er íbúi í Grafarholti. Hún segist ekki hafa birt það til að kvarta en hún vildi samt benda á að þetta væri ekki aðferð sem hentaði við íbúðalóðir í þéttbýli. „Faðir minn vann við snjómokstur árum saman þegar ég var krakki og ég veit hvað þetta er erfið vinna. Þannig ég er bara mjög þakklát fyrir að fá mokstur,“ segir Ólöf. Uppfært kl 09:06: Ökumaður snjóblásarans hafði samband við Ólöfu í dag og baðst afsökunar á þessu. Fráblástursstillingar blásarans reyndust bilaðar og var tækið tekið úr notkun. Reykjavík Veður Samgöngur Snjómokstur Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Fleiri fréttir Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Sjá meira
Ólöf Ingibjörg, íbúi í Grafarholti, var heima hjá sér í dag þegar snjóblásari kom að moka gangstétt við umferðargötu sem er í steinsnar frá íbúð hennar. Hún segir bunu snjóblásarans hafa verið ansi tilkomumikla og því tók hún upp símann og tók myndband af honum. „Ég sé snjóblásarann koma, þetta var mjög tilkomumikið. Rosalega há buna. Svo nálgast hann lóðina hjá mér og þar eru tvö há grenitré sem eru svona fimm til sex metrar. Bunan stóð yfir trén og féll með miklum tilþrifum yfir trén og huldi þau snjó. Það var svo kostulegt að horfa á þetta,“ segir Ólöf í samtali við fréttastofu. Klippa: Snjómokstur í Grafarholti Það rataði eitthvað af snjónum inn á pallinn hjá henni en mikill meirihluti hans endaði á gangstétt fyrir framan pallinn. „Ég handmokaði hana í fyrradag. Þannig það sem snjóblásarinn gaf frá sér liggur núna á gangstéttinni hjá mér,“ segir Ólöf glettin. „Svo ók hann aðeins lengra og hélt áfram að ryðja á göngustígnum. Þá skóf hann upp túnið meðfram göngustígnum þannig að mold og graskögglar hrundu yfir lóðina hjá mér. Það var mjög tilkomulegt, brúnleitur snjóstrókur. Ef maður hefði náð meira myndbandi hefði þetta getað orðið „meme“.“ Myndbandið birti hún í Facebook-hópnum Ég er íbúi í Grafarholti. Hún segist ekki hafa birt það til að kvarta en hún vildi samt benda á að þetta væri ekki aðferð sem hentaði við íbúðalóðir í þéttbýli. „Faðir minn vann við snjómokstur árum saman þegar ég var krakki og ég veit hvað þetta er erfið vinna. Þannig ég er bara mjög þakklát fyrir að fá mokstur,“ segir Ólöf. Uppfært kl 09:06: Ökumaður snjóblásarans hafði samband við Ólöfu í dag og baðst afsökunar á þessu. Fráblástursstillingar blásarans reyndust bilaðar og var tækið tekið úr notkun.
Reykjavík Veður Samgöngur Snjómokstur Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Fleiri fréttir Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Sjá meira