Forsprakki The Specials er látinn Atli Ísleifsson skrifar 20. desember 2022 07:37 Terry Hall á tónleikum í Amsterdam síðasta sumar. Getty Breski söngvarinn Terry Hall, forsprakki ska-sveitarinnar The Specials, er látinn, 63 ára að aldri. Hall var þekktur fyrir ímynd sína sem afundinn og skarpur tónlistarmaður en sveitin naut talsverðra vinsælda á áttunda og níunda áratugnum með smellum á borð við Ghost Town, Gangsters og Too Much Too Young. BBC segir frá því að Hall hafi sagt skilið við The Specials árið 1981 og stofnaði hann þá sveitina Fun Boy Three með þeim Neville Staples og Lynval Golding. Í stuttri yfirlýsingu frá The Specials segir að Hall hafi andast eftir stutt veikindi. „Terry var yndislegur eiginmaður og faðir og einn blíðasti, fyndnasti og ein einlægasta sál sem til var,“ segir í yfirlýsingunni. Hall fæddist árið 1959 og ólst upp í Coventry í Englandi. Þegar hann var tólf ára gamall var honum rænt af kennara sem fór með Hall til Frakklands þar sem kennarinn misnotaði hann kynferðislega í fjóra daga. Hall sagði í viðtali mörgum árum síðar að hann hafi glímt við þunglyndi æ síðan og að málið hafi leitt til þess að hann hætti í skóla fjórtán ára gamall og síðar orðið háður róandi lyfjum. Andlát Bretland England Mest lesið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Isiah Whitlock Jr. látinn Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Fleiri fréttir Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Hall var þekktur fyrir ímynd sína sem afundinn og skarpur tónlistarmaður en sveitin naut talsverðra vinsælda á áttunda og níunda áratugnum með smellum á borð við Ghost Town, Gangsters og Too Much Too Young. BBC segir frá því að Hall hafi sagt skilið við The Specials árið 1981 og stofnaði hann þá sveitina Fun Boy Three með þeim Neville Staples og Lynval Golding. Í stuttri yfirlýsingu frá The Specials segir að Hall hafi andast eftir stutt veikindi. „Terry var yndislegur eiginmaður og faðir og einn blíðasti, fyndnasti og ein einlægasta sál sem til var,“ segir í yfirlýsingunni. Hall fæddist árið 1959 og ólst upp í Coventry í Englandi. Þegar hann var tólf ára gamall var honum rænt af kennara sem fór með Hall til Frakklands þar sem kennarinn misnotaði hann kynferðislega í fjóra daga. Hall sagði í viðtali mörgum árum síðar að hann hafi glímt við þunglyndi æ síðan og að málið hafi leitt til þess að hann hætti í skóla fjórtán ára gamall og síðar orðið háður róandi lyfjum.
Andlát Bretland England Mest lesið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Isiah Whitlock Jr. látinn Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Fleiri fréttir Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira