Tekist á um hvort ræða ætti málefni Ljósleiðarans eða ekki Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. desember 2022 15:10 Frá Borgarstjórnarfundi. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að fram færi sérstök utandagskrárumræða um málefni Ljósleiðarans á borgarstjórnarfundi í dag var hafnað. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að um umræðubann sé að ræða. Starfandi borgarstjóri sakaði fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að reyna að sjá spillingu í hverju horni. Kjartan Magnússon borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins hefur að undanförnu gagnrýnt áform Ljósleiðarans, dótturfyrirtækis Orkuveitu Reykjavíkur, um kaup á stofnneti Sýnar fyrir þrjá milljarða. Tilkynnt var um að Ljósleiðarinn og Sýn ætti í einkaviðræðum um söluna. Stjórn OR heimilaði í síðustu viku stjórn Ljósleiðarans að ganga frá samningunum. Kjartan freistaði þess að fá málið til umræðu á borgarstjórnarfundi, sem nú stendur yfir. Forsætisnefnd borgarinnar hafnaði þeirri beiðni á föstudaginn og var ákvörðun nefndarinnar staðfest eftir umræðu við upphaf borgarstjórnarfundar í dag. Sakaði meirihlutann um einræðistilburði Í umræðum um málið á borgarstjórnarfundi sakaði Kjartan borgarstjórnarmeirihluta Samfylkingarinnar, Framsóknarflokksins, Pírata og Viðreisn um að setja á umræðubann um málefni Ljósleiðarans. „Borgarstjórnarmeirihlutinn, þrátt fyrir orð forseta hér áðan, hefur enga heimild til að hafna því að löglega framborið mál sé sett á dagskrá borgarstjórnarfundar. Það eru engin fordæmi fyrir slíku, umræðubann í borgarstjórn Reykjavíkur. Með slíku banni gerist meirihlutinn sekur um valdníðslu og einræðistilburði,“ sagði Kjartan. Benti Kjartan á að heimilt væri að ræða tiltekin málefni fyrir luktum dyrum ef þau teldust viðkvæm. Það hafi meirihlutinn hins vegar ekki kosið að gera. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. „Það er greinilegt að hann telur málefni Orkuveitunnar og Ljósleiðarans þoli ekki dagsins ljós.“ Benti Kjartan á að um væri að ræða margra milljarða króna fjárfestingu utan skilgreinds starfssvæðis Orkuveitunnar. Mikilvægt væri að fram fari umræða á vettvangi borgarstjórnar um umræddan samning. Orðræðan kom á óvart Nokkur umræða fór fram um málið við upphaf borgarstjórnarfundar. Svaraði Einar Þorsteinsson, starfandi borgarstjóri, gagnrýni Kjartans og Mörtu Guðjónsdóttur, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem hafði tekið undir orð samflokksmanns síns. Sagði Einar að honum kæmi á óvart hvernig Sjálfstæðisflokkurinn væri að beita sér í málinu. „Orðræðan hér í þessum síðustu tveimur ræðum frá borgarfulltrúum Kjartani Magnússyni og Mörtu Guðjónsdóttur er í besta lagi furðuleg og ber þess vitni að nú eigi að reyna að beita þessari gömlu taktík sem að flokkar gerðu hér, að gera allt tortryggilegt og sjá spillingu í hverju horni og hika ekki við það að nota stór og ljót orð. Gera fólki upp annarlegan ásetning. Mér þykir það mjög leitt,“ sagði Einar. Vísaði Einar til þess að sérstakur rýnihópur hafi verið stofnaður utan um fyrirhugaða hlutafjáraukningu Ljósleiðarans. Einar Þorsteinsson er formaður borgarráðs.Vísir/Arnar „Það sem að borgarfulltrúarnir vita báðir tveir er að borgarráð setti á fót sérstakan rýnihóp. Þar sem að allir flokkar í borgarstjórn geta farið sameiginlega yfir málið. Fá jafnan aðgang að trúnaðarupplýsingum. Geta óskað eftir öllum gögnum. Spurt spurninga. Leitt fyrir rýnihópinn gesti. Við lögðum upp með það að þessi rýnihópur myndi vinna málið af heiðarleika og í samvinnu. Hann var settur á fót til að tryggja aðgengi borgarfulltrúa að upplýsingum. Til þess að þeir geti metið stöðuna í samræmi við eðli málsins,“ sagði Einar. Bætti Einar við að þessi hópur væri enn að störfum og hafi ekki skilað af sér niðurstöðum. „Þess vegna vekur það undran að málið skuli vera fært hingað inn í borgarstjórn af því að málið er þannig vaxið að það er með viðkvæmar viðskiptaupplýsingar, sem um er að ræða. Borgarfulltrúarnir vita báðir að um er að ræða viðkvæm viðskiptamál tveggja fyrirtækja þar sem er ekki hægt að ræða þau á opinberum vettvangi,“ sagði Einar. Horfa má á borgarstjórnarfundinn hér að neðan. Vísir er í eigu Sýnar. Fjarskipti Borgarstjórn Reykjavík Sýn Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Kjartan Magnússon borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins hefur að undanförnu gagnrýnt áform Ljósleiðarans, dótturfyrirtækis Orkuveitu Reykjavíkur, um kaup á stofnneti Sýnar fyrir þrjá milljarða. Tilkynnt var um að Ljósleiðarinn og Sýn ætti í einkaviðræðum um söluna. Stjórn OR heimilaði í síðustu viku stjórn Ljósleiðarans að ganga frá samningunum. Kjartan freistaði þess að fá málið til umræðu á borgarstjórnarfundi, sem nú stendur yfir. Forsætisnefnd borgarinnar hafnaði þeirri beiðni á föstudaginn og var ákvörðun nefndarinnar staðfest eftir umræðu við upphaf borgarstjórnarfundar í dag. Sakaði meirihlutann um einræðistilburði Í umræðum um málið á borgarstjórnarfundi sakaði Kjartan borgarstjórnarmeirihluta Samfylkingarinnar, Framsóknarflokksins, Pírata og Viðreisn um að setja á umræðubann um málefni Ljósleiðarans. „Borgarstjórnarmeirihlutinn, þrátt fyrir orð forseta hér áðan, hefur enga heimild til að hafna því að löglega framborið mál sé sett á dagskrá borgarstjórnarfundar. Það eru engin fordæmi fyrir slíku, umræðubann í borgarstjórn Reykjavíkur. Með slíku banni gerist meirihlutinn sekur um valdníðslu og einræðistilburði,“ sagði Kjartan. Benti Kjartan á að heimilt væri að ræða tiltekin málefni fyrir luktum dyrum ef þau teldust viðkvæm. Það hafi meirihlutinn hins vegar ekki kosið að gera. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. „Það er greinilegt að hann telur málefni Orkuveitunnar og Ljósleiðarans þoli ekki dagsins ljós.“ Benti Kjartan á að um væri að ræða margra milljarða króna fjárfestingu utan skilgreinds starfssvæðis Orkuveitunnar. Mikilvægt væri að fram fari umræða á vettvangi borgarstjórnar um umræddan samning. Orðræðan kom á óvart Nokkur umræða fór fram um málið við upphaf borgarstjórnarfundar. Svaraði Einar Þorsteinsson, starfandi borgarstjóri, gagnrýni Kjartans og Mörtu Guðjónsdóttur, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem hafði tekið undir orð samflokksmanns síns. Sagði Einar að honum kæmi á óvart hvernig Sjálfstæðisflokkurinn væri að beita sér í málinu. „Orðræðan hér í þessum síðustu tveimur ræðum frá borgarfulltrúum Kjartani Magnússyni og Mörtu Guðjónsdóttur er í besta lagi furðuleg og ber þess vitni að nú eigi að reyna að beita þessari gömlu taktík sem að flokkar gerðu hér, að gera allt tortryggilegt og sjá spillingu í hverju horni og hika ekki við það að nota stór og ljót orð. Gera fólki upp annarlegan ásetning. Mér þykir það mjög leitt,“ sagði Einar. Vísaði Einar til þess að sérstakur rýnihópur hafi verið stofnaður utan um fyrirhugaða hlutafjáraukningu Ljósleiðarans. Einar Þorsteinsson er formaður borgarráðs.Vísir/Arnar „Það sem að borgarfulltrúarnir vita báðir tveir er að borgarráð setti á fót sérstakan rýnihóp. Þar sem að allir flokkar í borgarstjórn geta farið sameiginlega yfir málið. Fá jafnan aðgang að trúnaðarupplýsingum. Geta óskað eftir öllum gögnum. Spurt spurninga. Leitt fyrir rýnihópinn gesti. Við lögðum upp með það að þessi rýnihópur myndi vinna málið af heiðarleika og í samvinnu. Hann var settur á fót til að tryggja aðgengi borgarfulltrúa að upplýsingum. Til þess að þeir geti metið stöðuna í samræmi við eðli málsins,“ sagði Einar. Bætti Einar við að þessi hópur væri enn að störfum og hafi ekki skilað af sér niðurstöðum. „Þess vegna vekur það undran að málið skuli vera fært hingað inn í borgarstjórn af því að málið er þannig vaxið að það er með viðkvæmar viðskiptaupplýsingar, sem um er að ræða. Borgarfulltrúarnir vita báðir að um er að ræða viðkvæm viðskiptamál tveggja fyrirtækja þar sem er ekki hægt að ræða þau á opinberum vettvangi,“ sagði Einar. Horfa má á borgarstjórnarfundinn hér að neðan. Vísir er í eigu Sýnar.
Fjarskipti Borgarstjórn Reykjavík Sýn Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira