Íslendingar fyrst og útlendingar með íslenskar kennitölur svo Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. desember 2022 08:36 Ásgerður Jóna Flosadóttir er formaður Fjölskylduhjálpar Íslands. Vísir Fjölskylduhjálp Íslands á Reykjanesi skipuleggur úthlutun sína þessa dagana. Til stóð að reyna að úthluta mataraðstoð í dag og áttu þá Íslendingar á umsækjendalistanum að ganga fyrir. Þingmaður segir um brot á stjórnarskrá að ræða. Í færslu Fjölskylduhjálparinnar á Reykjanesi í gær sagði að vonast yrði til þess að úthlutun færi fram í dag, ef veður leyfði. „Við munum þá byrja á Íslendingunum sem sóttu um jólaaðstoð. Og ef vel gengur þá í beinu framhaldi erlenda ríkisborgara með íslenskar kennitölur,“ segir í færslunni. Svona hljóðar færsla Fjölskylduhjálpar. Nokkur fjöldi fólks gagnrýnir í ummælum við færsluna að framkvæmdin, að taka Íslendinga fram fyrir annað fólk við úthlutun, sé rasismi. Meðal þeirra er þingmaðurinn Björn Leví Gunnarsson. „Ekki trúa mér, skoðið bara stjórnarskránna. Þetta er mismunun,“ segir Björn Leví og vísar til 65. greinar stjórnarskrárinnar. „Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, __þjóðernisuppruna__, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti.“ Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Fjölskylduhjálp Íslands er sökuð um mismunun. Fyrir tveimur árum lýsti fyrrverandi sjálfboðaliði og skjólstæðingur reynslu sinni af mismunun á grundvelli trúarbragða við úthlutun matvæla. Þá sögðust konur af erlendum uppruna hafa upplifað mismunun. Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar, svaraði ásökunum í yfirlýsingu á vef samtakanna. Þar sagði hún að 58 prósent skjólstæðinga væru með erlent ríkisfang og að gagnrýni byggði á staðreyndavillum. Uppfært klukkan 10:15 Fjölskylduhjálp á Reykjanesi birti nýja færslu og sagði að aldrei hefði verið meiningin að mismuna neinum. Allir væru jafnir. Úthlutanir ættu að fara fram á tveimur dögum því svo margir skjólstæðingar þyrftu túlka við úthlutun. Sú færsla var fjarlægð innan við klukkustund síðar. Þessi færsla var fjarlægð skömmu eftir birtingu. Alþingi Hjálparstarf Félagsmál Reykjanesbær Tengdar fréttir Fjölmenningarráð vill greinargerð frá Fjölskylduhjálp eftir að fleiri stíga fram og lýsa mismunun Fjölmenningarráð Reykjavíkurborgar hefur farið fram á að Fjölskylduhjálp Íslands skili greinargerð um hvernig tryggt sé að þar sé unnið gegn mismunun við úthlutun til skjólstæðinga. Formaður ráðsins segir skjólstæðinga og sjálfboðaliða af erlendum uppruna hafa lýst mismunun í starfi samtakanna. 15. desember 2020 13:15 Borgin tekur ásakanir á hendur Fjölskylduhjálpar „mjög alvarlega“ Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar, segir að yfirlýsing Samtaka kvenna af erlendum uppruna á Íslandi, W.O.M.E.N., þar sem samtökin skora á ráðið að veita Fjölskylduhjálp ekki fjárhagsstuðning, sé tekin mjög alvarlega. 12. desember 2020 18:57 Fjölskylduhjálp segir meirihluta skjólstæðinga vera af erlendum uppruna Fjölskylduhjálp Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna ásakana sem fram hafa komið í fjölmiðlum þess efnis að samtökin hafi mismunað skjólstæðingum sínum á grundvelli uppruna. Í yfirlýsingunni sem birtist á vef Fjölskylduhjálpar í gær er tekið fram að 58% skjólstæðinga séu með erlent ríkisfang og að gagnrýnin byggi á „staðreyndavillum.“ 12. desember 2020 15:37 Formaður Fjölskylduhjálparinnar sögð hafa mismunað skjólstæðingum og sýnt virðingarleysi Fyrrverandi sjálfboðaliði hjá Fjölskylduhjálp Íslands segist hafa ákveðið að hætta að starfa með samtökunum eftir að hún hafi orðið vitni að mismunun á grundvelli trúarbragða við úthlutun matvæla. Nokkrir fyrrverandi og núverandi skjólstæðingar saka formanninn um niðurlægjandi framkomu gagnvart sér. 9. desember 2020 18:37 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Fleiri fréttir „Mikilvægt að hafa mann sem er vaxinn þessu starfi“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Sjá meira
Í færslu Fjölskylduhjálparinnar á Reykjanesi í gær sagði að vonast yrði til þess að úthlutun færi fram í dag, ef veður leyfði. „Við munum þá byrja á Íslendingunum sem sóttu um jólaaðstoð. Og ef vel gengur þá í beinu framhaldi erlenda ríkisborgara með íslenskar kennitölur,“ segir í færslunni. Svona hljóðar færsla Fjölskylduhjálpar. Nokkur fjöldi fólks gagnrýnir í ummælum við færsluna að framkvæmdin, að taka Íslendinga fram fyrir annað fólk við úthlutun, sé rasismi. Meðal þeirra er þingmaðurinn Björn Leví Gunnarsson. „Ekki trúa mér, skoðið bara stjórnarskránna. Þetta er mismunun,“ segir Björn Leví og vísar til 65. greinar stjórnarskrárinnar. „Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, __þjóðernisuppruna__, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti.“ Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Fjölskylduhjálp Íslands er sökuð um mismunun. Fyrir tveimur árum lýsti fyrrverandi sjálfboðaliði og skjólstæðingur reynslu sinni af mismunun á grundvelli trúarbragða við úthlutun matvæla. Þá sögðust konur af erlendum uppruna hafa upplifað mismunun. Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar, svaraði ásökunum í yfirlýsingu á vef samtakanna. Þar sagði hún að 58 prósent skjólstæðinga væru með erlent ríkisfang og að gagnrýni byggði á staðreyndavillum. Uppfært klukkan 10:15 Fjölskylduhjálp á Reykjanesi birti nýja færslu og sagði að aldrei hefði verið meiningin að mismuna neinum. Allir væru jafnir. Úthlutanir ættu að fara fram á tveimur dögum því svo margir skjólstæðingar þyrftu túlka við úthlutun. Sú færsla var fjarlægð innan við klukkustund síðar. Þessi færsla var fjarlægð skömmu eftir birtingu.
Alþingi Hjálparstarf Félagsmál Reykjanesbær Tengdar fréttir Fjölmenningarráð vill greinargerð frá Fjölskylduhjálp eftir að fleiri stíga fram og lýsa mismunun Fjölmenningarráð Reykjavíkurborgar hefur farið fram á að Fjölskylduhjálp Íslands skili greinargerð um hvernig tryggt sé að þar sé unnið gegn mismunun við úthlutun til skjólstæðinga. Formaður ráðsins segir skjólstæðinga og sjálfboðaliða af erlendum uppruna hafa lýst mismunun í starfi samtakanna. 15. desember 2020 13:15 Borgin tekur ásakanir á hendur Fjölskylduhjálpar „mjög alvarlega“ Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar, segir að yfirlýsing Samtaka kvenna af erlendum uppruna á Íslandi, W.O.M.E.N., þar sem samtökin skora á ráðið að veita Fjölskylduhjálp ekki fjárhagsstuðning, sé tekin mjög alvarlega. 12. desember 2020 18:57 Fjölskylduhjálp segir meirihluta skjólstæðinga vera af erlendum uppruna Fjölskylduhjálp Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna ásakana sem fram hafa komið í fjölmiðlum þess efnis að samtökin hafi mismunað skjólstæðingum sínum á grundvelli uppruna. Í yfirlýsingunni sem birtist á vef Fjölskylduhjálpar í gær er tekið fram að 58% skjólstæðinga séu með erlent ríkisfang og að gagnrýnin byggi á „staðreyndavillum.“ 12. desember 2020 15:37 Formaður Fjölskylduhjálparinnar sögð hafa mismunað skjólstæðingum og sýnt virðingarleysi Fyrrverandi sjálfboðaliði hjá Fjölskylduhjálp Íslands segist hafa ákveðið að hætta að starfa með samtökunum eftir að hún hafi orðið vitni að mismunun á grundvelli trúarbragða við úthlutun matvæla. Nokkrir fyrrverandi og núverandi skjólstæðingar saka formanninn um niðurlægjandi framkomu gagnvart sér. 9. desember 2020 18:37 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Fleiri fréttir „Mikilvægt að hafa mann sem er vaxinn þessu starfi“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Sjá meira
Fjölmenningarráð vill greinargerð frá Fjölskylduhjálp eftir að fleiri stíga fram og lýsa mismunun Fjölmenningarráð Reykjavíkurborgar hefur farið fram á að Fjölskylduhjálp Íslands skili greinargerð um hvernig tryggt sé að þar sé unnið gegn mismunun við úthlutun til skjólstæðinga. Formaður ráðsins segir skjólstæðinga og sjálfboðaliða af erlendum uppruna hafa lýst mismunun í starfi samtakanna. 15. desember 2020 13:15
Borgin tekur ásakanir á hendur Fjölskylduhjálpar „mjög alvarlega“ Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar, segir að yfirlýsing Samtaka kvenna af erlendum uppruna á Íslandi, W.O.M.E.N., þar sem samtökin skora á ráðið að veita Fjölskylduhjálp ekki fjárhagsstuðning, sé tekin mjög alvarlega. 12. desember 2020 18:57
Fjölskylduhjálp segir meirihluta skjólstæðinga vera af erlendum uppruna Fjölskylduhjálp Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna ásakana sem fram hafa komið í fjölmiðlum þess efnis að samtökin hafi mismunað skjólstæðingum sínum á grundvelli uppruna. Í yfirlýsingunni sem birtist á vef Fjölskylduhjálpar í gær er tekið fram að 58% skjólstæðinga séu með erlent ríkisfang og að gagnrýnin byggi á „staðreyndavillum.“ 12. desember 2020 15:37
Formaður Fjölskylduhjálparinnar sögð hafa mismunað skjólstæðingum og sýnt virðingarleysi Fyrrverandi sjálfboðaliði hjá Fjölskylduhjálp Íslands segist hafa ákveðið að hætta að starfa með samtökunum eftir að hún hafi orðið vitni að mismunun á grundvelli trúarbragða við úthlutun matvæla. Nokkrir fyrrverandi og núverandi skjólstæðingar saka formanninn um niðurlægjandi framkomu gagnvart sér. 9. desember 2020 18:37