„Dagurinn verður ekki dimmari en í dag en á morgun fer að birta“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 21. desember 2022 11:22 Benedikt Þór Guðmundsson kemur að skipulagninu Vetrarsólstöðugöngu Píetasamtakanna sem fram fer í kvöld Í kvöld, 21. desember fer fram árleg Vetrarsólstöðuganga Píetasamtakanna. Aðstandendur og syrgjendur koma saman og minnast ástvina sinna sem fallið hafa fyrir eigin hendi. Gangan er tákræn að því leiti að dimmasti dagur ársins er í dag en á morgun fer að birta til. Gengið verður frá húsnæði Kynnisferða, Klettagörðum 12, að vitanum við Skarfagarða. Búið er að koma upp plexigleri við vitann þar sem hægt er að skrifa kveðjur til ástvina. „Yfir jól og áramót munu kveðjurnar standa á veggnum undir blikkandi ljósi og minna hvenr sem kemur á að ástin er eilíf,“ að því er segir á vef Píeta samtakanna. Hægt verður að kaupa kerti til styrktar samtökunum og kveikja á þeim við vitann. Benedikt Þór Guðmundsson viðburðarstjórnandi hjá Píetasamtökunum segist viðburðinn snúast um góða samveru og fallega tónlist. „Þetta er táknrænn dagur. Dagurinn verður ekki dimmari en í dag en á morgun fer að birta. Við förum saman úr myrkrinu í ljósið,“ segir hann. Hér er dagskrá kvöldsinsFacebook/Píeta samtökin Húsið opnar klukkan 19. Ragnheiður Gröndal og eiginmaður hennar, Guðmundur Pétursson munu flytja nokkur af sínum bestu lögum. Þá munu forseti Íslands, Guðni Th og Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra flytja ávarp. Gangan út að Skarfavita hefst klukkan 20. Benedikt Þór segir undanfarna daga og vikur hafa verið þunga hjá samtökunum og talsvert álag. Hann býst við góðri þátttöku í kvöld og hvetur fólk til að mæta. „Það eru allir velkomnir. Veðurspáin er góð en við mælum með að klæða sig vel. Úlpa, húfa, vettlingar og kærleikurinn.“ Gangan verður einnig á Norðurlandi þar sem gengið verður að Svalbarðsvita. Nánari upplýsingar má finna á Facebooksíðu Píetasamtakanna. Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Píeta samtökin. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is. Geðheilbrigði Reykjavík Tengdar fréttir „Þetta er náttúrulega bara frjálst fall“ „Þetta breytir manni, en þetta líka styrkir mann,“ segir Benedikt Þór Guðmundsson. Pétur sonur hans tók eigið líf árið 2006, aðeins 22 ára gamall. 21. október 2021 09:35 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Gengið verður frá húsnæði Kynnisferða, Klettagörðum 12, að vitanum við Skarfagarða. Búið er að koma upp plexigleri við vitann þar sem hægt er að skrifa kveðjur til ástvina. „Yfir jól og áramót munu kveðjurnar standa á veggnum undir blikkandi ljósi og minna hvenr sem kemur á að ástin er eilíf,“ að því er segir á vef Píeta samtakanna. Hægt verður að kaupa kerti til styrktar samtökunum og kveikja á þeim við vitann. Benedikt Þór Guðmundsson viðburðarstjórnandi hjá Píetasamtökunum segist viðburðinn snúast um góða samveru og fallega tónlist. „Þetta er táknrænn dagur. Dagurinn verður ekki dimmari en í dag en á morgun fer að birta. Við förum saman úr myrkrinu í ljósið,“ segir hann. Hér er dagskrá kvöldsinsFacebook/Píeta samtökin Húsið opnar klukkan 19. Ragnheiður Gröndal og eiginmaður hennar, Guðmundur Pétursson munu flytja nokkur af sínum bestu lögum. Þá munu forseti Íslands, Guðni Th og Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra flytja ávarp. Gangan út að Skarfavita hefst klukkan 20. Benedikt Þór segir undanfarna daga og vikur hafa verið þunga hjá samtökunum og talsvert álag. Hann býst við góðri þátttöku í kvöld og hvetur fólk til að mæta. „Það eru allir velkomnir. Veðurspáin er góð en við mælum með að klæða sig vel. Úlpa, húfa, vettlingar og kærleikurinn.“ Gangan verður einnig á Norðurlandi þar sem gengið verður að Svalbarðsvita. Nánari upplýsingar má finna á Facebooksíðu Píetasamtakanna. Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Píeta samtökin. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is.
Geðheilbrigði Reykjavík Tengdar fréttir „Þetta er náttúrulega bara frjálst fall“ „Þetta breytir manni, en þetta líka styrkir mann,“ segir Benedikt Þór Guðmundsson. Pétur sonur hans tók eigið líf árið 2006, aðeins 22 ára gamall. 21. október 2021 09:35 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
„Þetta er náttúrulega bara frjálst fall“ „Þetta breytir manni, en þetta líka styrkir mann,“ segir Benedikt Þór Guðmundsson. Pétur sonur hans tók eigið líf árið 2006, aðeins 22 ára gamall. 21. október 2021 09:35