Dregur sérfræðinga að borðinu því löng lokun sé óásættanleg Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. desember 2022 15:01 Sigurður Ingi Jóhannsson er sannfærður um að ekki hefði þurft að loka Reykjanesbraut í svo langan tíma. Tveggja daga lokun sé óásættanleg. Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir nauðsynlegt að tryggja að álíka ástand og myndaðist á Reykjanesbraut síðustu sólarhringa með tilheyrandi raski á flugumferð myndist ekki aftur. Að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun sagði Sigurður næstu skref felast í að fara yfir mögulegar lausnir með hópi sérfræðinga. „Ég tel að við eigum að geta unnið við það að opna vegi. Auðvitað geta komið veður sem við ráðum ekki við tímabundið en í svona langan tíma, á meðan flugvöllurinn er opinn, getum við ekki sætt okkur við. Og eigum að finna leiðir til að tryggja að það gerist ekki. Það hyggst ég gera með því að tala við alla viðeigandi aðila, hluteigandi sem að málinu koma, og finna leiðir til að tryggja það,“ segir Sigurður Ingi. „Þetta er bara viðvarandi fjármagn sem allir hafa til að halda hlutum gangandi, í vetrarþjónustu hjá Vegagerðinni og væntanlega hjá lögreglu og Almannavörnum. Við þurfum að fara yfir þetta. Við getum ekki sætt okkur við þetta í svona langan tíma.“ Viðtalið við Sigurð Inga má heyra hér að neðan. Upp hafa sprottið umræður um að lest á milli Keflavíkur og Reykjavíkur hefði komið sér vel á svona tímum. „Það getur vel verið að einhverjum detti það í hug. En eina lestin sem hefði komist þarna í versta veðrinu er neðanjarðarlest. Ég sé það ekki fyrir mér. Við eigum að geta tryggt einfaldlega opnun á vegi með skjótvirkari hætti en þarna var. Það þarf að skoða ýmislegt. Heimild Vegagerðarinnar til að færa bíla, draga þá burt, og svo framvegis. Hvort við getum stýrt lokunum öðruvísi og fleiri spurningar sem á eftir að spyrja þegar við fáum sérfræðingana að borðinu. Það er það sem ég hyggst gera.“ Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar efins G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir erfitt að staðhæfa hvort hægt hefði verið að stytta lokunartímann. „Við fylgdum rútum frá Leifsstöð til Reykjavíkur og til baka aftur til þess að ná í fleiri farþega. Þannig að það er bara eitthvað verklag sem við þurfum að skoða til framtíðar ef svona aðstæður, sem ég á nú ekki von á að gerist oft, verða.“ Hann segir Vegagerðina telja að það hafi verið rétt ákvörðun að loka Reykjanesbrautinni í þann tíma sem hún var lokuð. „Það sýndi sig hvað gerðist þegar við opnuðum, rúta sem fýkur út af, að ástandið var þannig að við hefðum ekki getað farið að hleypa mörg hundruð manns á Reykjanesbrautina fyrr en við gerðum.“ Keflavíkurflugvöllur Samgöngur Snjómokstur Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Sjá meira
„Ég tel að við eigum að geta unnið við það að opna vegi. Auðvitað geta komið veður sem við ráðum ekki við tímabundið en í svona langan tíma, á meðan flugvöllurinn er opinn, getum við ekki sætt okkur við. Og eigum að finna leiðir til að tryggja að það gerist ekki. Það hyggst ég gera með því að tala við alla viðeigandi aðila, hluteigandi sem að málinu koma, og finna leiðir til að tryggja það,“ segir Sigurður Ingi. „Þetta er bara viðvarandi fjármagn sem allir hafa til að halda hlutum gangandi, í vetrarþjónustu hjá Vegagerðinni og væntanlega hjá lögreglu og Almannavörnum. Við þurfum að fara yfir þetta. Við getum ekki sætt okkur við þetta í svona langan tíma.“ Viðtalið við Sigurð Inga má heyra hér að neðan. Upp hafa sprottið umræður um að lest á milli Keflavíkur og Reykjavíkur hefði komið sér vel á svona tímum. „Það getur vel verið að einhverjum detti það í hug. En eina lestin sem hefði komist þarna í versta veðrinu er neðanjarðarlest. Ég sé það ekki fyrir mér. Við eigum að geta tryggt einfaldlega opnun á vegi með skjótvirkari hætti en þarna var. Það þarf að skoða ýmislegt. Heimild Vegagerðarinnar til að færa bíla, draga þá burt, og svo framvegis. Hvort við getum stýrt lokunum öðruvísi og fleiri spurningar sem á eftir að spyrja þegar við fáum sérfræðingana að borðinu. Það er það sem ég hyggst gera.“ Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar efins G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir erfitt að staðhæfa hvort hægt hefði verið að stytta lokunartímann. „Við fylgdum rútum frá Leifsstöð til Reykjavíkur og til baka aftur til þess að ná í fleiri farþega. Þannig að það er bara eitthvað verklag sem við þurfum að skoða til framtíðar ef svona aðstæður, sem ég á nú ekki von á að gerist oft, verða.“ Hann segir Vegagerðina telja að það hafi verið rétt ákvörðun að loka Reykjanesbrautinni í þann tíma sem hún var lokuð. „Það sýndi sig hvað gerðist þegar við opnuðum, rúta sem fýkur út af, að ástandið var þannig að við hefðum ekki getað farið að hleypa mörg hundruð manns á Reykjanesbrautina fyrr en við gerðum.“
Keflavíkurflugvöllur Samgöngur Snjómokstur Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Sjá meira