Dregur sérfræðinga að borðinu því löng lokun sé óásættanleg Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. desember 2022 15:01 Sigurður Ingi Jóhannsson er sannfærður um að ekki hefði þurft að loka Reykjanesbraut í svo langan tíma. Tveggja daga lokun sé óásættanleg. Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir nauðsynlegt að tryggja að álíka ástand og myndaðist á Reykjanesbraut síðustu sólarhringa með tilheyrandi raski á flugumferð myndist ekki aftur. Að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun sagði Sigurður næstu skref felast í að fara yfir mögulegar lausnir með hópi sérfræðinga. „Ég tel að við eigum að geta unnið við það að opna vegi. Auðvitað geta komið veður sem við ráðum ekki við tímabundið en í svona langan tíma, á meðan flugvöllurinn er opinn, getum við ekki sætt okkur við. Og eigum að finna leiðir til að tryggja að það gerist ekki. Það hyggst ég gera með því að tala við alla viðeigandi aðila, hluteigandi sem að málinu koma, og finna leiðir til að tryggja það,“ segir Sigurður Ingi. „Þetta er bara viðvarandi fjármagn sem allir hafa til að halda hlutum gangandi, í vetrarþjónustu hjá Vegagerðinni og væntanlega hjá lögreglu og Almannavörnum. Við þurfum að fara yfir þetta. Við getum ekki sætt okkur við þetta í svona langan tíma.“ Viðtalið við Sigurð Inga má heyra hér að neðan. Upp hafa sprottið umræður um að lest á milli Keflavíkur og Reykjavíkur hefði komið sér vel á svona tímum. „Það getur vel verið að einhverjum detti það í hug. En eina lestin sem hefði komist þarna í versta veðrinu er neðanjarðarlest. Ég sé það ekki fyrir mér. Við eigum að geta tryggt einfaldlega opnun á vegi með skjótvirkari hætti en þarna var. Það þarf að skoða ýmislegt. Heimild Vegagerðarinnar til að færa bíla, draga þá burt, og svo framvegis. Hvort við getum stýrt lokunum öðruvísi og fleiri spurningar sem á eftir að spyrja þegar við fáum sérfræðingana að borðinu. Það er það sem ég hyggst gera.“ Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar efins G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir erfitt að staðhæfa hvort hægt hefði verið að stytta lokunartímann. „Við fylgdum rútum frá Leifsstöð til Reykjavíkur og til baka aftur til þess að ná í fleiri farþega. Þannig að það er bara eitthvað verklag sem við þurfum að skoða til framtíðar ef svona aðstæður, sem ég á nú ekki von á að gerist oft, verða.“ Hann segir Vegagerðina telja að það hafi verið rétt ákvörðun að loka Reykjanesbrautinni í þann tíma sem hún var lokuð. „Það sýndi sig hvað gerðist þegar við opnuðum, rúta sem fýkur út af, að ástandið var þannig að við hefðum ekki getað farið að hleypa mörg hundruð manns á Reykjanesbrautina fyrr en við gerðum.“ Keflavíkurflugvöllur Samgöngur Snjómokstur Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Fleiri fréttir Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Sjá meira
„Ég tel að við eigum að geta unnið við það að opna vegi. Auðvitað geta komið veður sem við ráðum ekki við tímabundið en í svona langan tíma, á meðan flugvöllurinn er opinn, getum við ekki sætt okkur við. Og eigum að finna leiðir til að tryggja að það gerist ekki. Það hyggst ég gera með því að tala við alla viðeigandi aðila, hluteigandi sem að málinu koma, og finna leiðir til að tryggja það,“ segir Sigurður Ingi. „Þetta er bara viðvarandi fjármagn sem allir hafa til að halda hlutum gangandi, í vetrarþjónustu hjá Vegagerðinni og væntanlega hjá lögreglu og Almannavörnum. Við þurfum að fara yfir þetta. Við getum ekki sætt okkur við þetta í svona langan tíma.“ Viðtalið við Sigurð Inga má heyra hér að neðan. Upp hafa sprottið umræður um að lest á milli Keflavíkur og Reykjavíkur hefði komið sér vel á svona tímum. „Það getur vel verið að einhverjum detti það í hug. En eina lestin sem hefði komist þarna í versta veðrinu er neðanjarðarlest. Ég sé það ekki fyrir mér. Við eigum að geta tryggt einfaldlega opnun á vegi með skjótvirkari hætti en þarna var. Það þarf að skoða ýmislegt. Heimild Vegagerðarinnar til að færa bíla, draga þá burt, og svo framvegis. Hvort við getum stýrt lokunum öðruvísi og fleiri spurningar sem á eftir að spyrja þegar við fáum sérfræðingana að borðinu. Það er það sem ég hyggst gera.“ Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar efins G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir erfitt að staðhæfa hvort hægt hefði verið að stytta lokunartímann. „Við fylgdum rútum frá Leifsstöð til Reykjavíkur og til baka aftur til þess að ná í fleiri farþega. Þannig að það er bara eitthvað verklag sem við þurfum að skoða til framtíðar ef svona aðstæður, sem ég á nú ekki von á að gerist oft, verða.“ Hann segir Vegagerðina telja að það hafi verið rétt ákvörðun að loka Reykjanesbrautinni í þann tíma sem hún var lokuð. „Það sýndi sig hvað gerðist þegar við opnuðum, rúta sem fýkur út af, að ástandið var þannig að við hefðum ekki getað farið að hleypa mörg hundruð manns á Reykjanesbrautina fyrr en við gerðum.“
Keflavíkurflugvöllur Samgöngur Snjómokstur Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Fleiri fréttir Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Sjá meira