Vilja búa blaðamönnum betri starfsaðstæður og ráða fleiri Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 21. desember 2022 16:37 Óhætt er að segja að vendingar séu á fjölmiðlamarkaði en forsvarsmenn Kjarnans og Stundarinnar hafa ákveðið að sameinast undir merkjum nýs miðils. Heiða/Vilhelm Öll þau sem tilheyra ritstjórn Kjarnans og Stundarinnar munu halda áfram störfum hjá nýjum miðli sem hefur göngu sína í janúar. „Við stefnum á að fjölga starfsfólki – ekki fækka,“ segir Þórður Snær Júlíusson ritstjóri Kjarnans sem virtist ákaflega spenntur og stórhuga þegar fréttastofa náði tali af honum. Í morgun voru sagðar fréttir af því að eigendur Kjarnans og Stundarinnar hefðu komið sér saman um að sameina miðlana tvo. Telja aðstandendur þeirra að saman séu þeir sterkari en í sitt hvoru lagi. Þórður Snær segir að það sé heilmargt sameiginlegt með hugmyndafræði beggja miðla. „Þetta eru aðhaldsmiðlar sem standa með almenningi og neytendum; leggja áherslu á rannsóknarblaðamennsku. Það er búið að reka þá í tveimur einingum í allan þennan tíma. Okkur fannst bara tímabært að skoða það hvort það væri þannig að við værum sterkari saman en við erum í sitthvoru lagi. Báðir miðlarnir eru reknir mjög sjálfbært, það er að segja skuldlausir að mestu, að minnsta kosti við fjármálastofnanir og hafa verið reknir í litlu tapi og Stundar-megin auðvitað bara oftast nær í hagnaði og hafa verið að vaxa tekjulega séð á undanförnum árum.“ Sameiningin sé því ekki tilkomin vegna einhvers rekstrarvanda. „Við töldum að það sé vert að skoða hvort við gætum búið til aðstæður þar sem við getum styrkst, gert meira og búið til betri starfsaðstæður fyrir þá blaðamenn sem starfa hjá okkur og þá sem munu starfa hjá okkur til framtíðar með því að sameina miðlana og niðurstaðan úr því var að við teljum svo vera,“ segir Þórður. Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ritstjóri Stundarinnar, tekur í sama streng. „Með því að sameinast getum við mótað fyrirtæki sem er stærra, sterkara og öflugra til að takast á við þær áskoranir sem fylgja því að halda úti rannsóknarblaðamennsku; greinandi og gagnrýninni blaðamennsku sem hefur ýmislegt í för með sér og getur verið svolítið krefjandi. Þetta eru miðlar sem eru báðir í dreifðu eignarhaldi, óháðir hagsmunablokkum og hafa lifað eftir ákvörðunum almennings um að styrkja þá eða kaupa áskrift.“ Blóð, sviti og tár hafa farið í að byggja upp Kjarnann og Stundina á síðustu árum. Nýr miðill með ritstjórnum beggja lítur dagsins ljós í janúar.Vísir/egill Ingibjörg segir þó að það hefi verið stórt skref að ráðast í sameininguna því miðlarnir séu þeim afar hjartfólgnir. „Þessir miðlar eru náttúrulega stofnaðir af fjölmiðlafólki sem starfar á þeim í dag. Okkur þykir náttúrulega vænt um þessi vörumerki og það sem þau standa fyrir og það sem Stundin er í mínum huga er annað og meira en bara vinnustaður.“ Þórður segir að nýi miðillinn muni sækja þorra sinna tekna til lesenda þannig verði áskriftarmódeli Stundarinnar og styrktar fyrirkomulagi Kjarnans viðhaldið. „Við erum þegar búin að opna á og bjóða upp á foráskrift á hinum nýja miðli þar sem fólk getur skráð sig núna strax og fengið fyrstu útgáfur af honum.“ Þau Ingibjörg og Þórður segja bæði að lesendur miðlanna muni sjá áherslur Stundarinnar og Kjarnans í nýjum miðli. „Á því er enginn vafi. Við erum mjög meðvituð um að varðveita það sem hefur skilgreint þessa miðla sem eru núna að renna saman og það verði bakbeinið í þeim nýja miðli sem við erum núna að búa til. Samhliða höfum við áform um að breikka og auka og vera með breiðari skírskotun og geta gert meira,“ segir Þórður. „Það er náttúrulega þannig að ég verð ritstjóri á nýjum miðli ásamt Þórði Snæ og mínar áherslur munu fylgja og Helgi Seljan rannsóknarritstjóri Stundarinnar verður með okkur í þessu teymi, teymi Stundarinnar verður áfram en á nýjum tölvupósti, okkar áherslur munu njóta sín þar eftir sem áður,“ segir Ingibjörg. Fjölmiðlar Vinnumarkaður Tengdar fréttir Kjarninn og Stundin í eina sæng Eigendur Kjarnans og Stundarinnar hafa náð samkomulagi um að sameina fjölmiðlana. Nýr fjölmiðlill mun þannig líta dagsins ljós á nýju ári undir nýju nafni. Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, og Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ritstjóri Stundarinnar, verða saman ritstjórar hins nýja fjölmiðils. 21. desember 2022 07:49 Mest lesið Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Viðskipti erlent Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Sjá meira
Í morgun voru sagðar fréttir af því að eigendur Kjarnans og Stundarinnar hefðu komið sér saman um að sameina miðlana tvo. Telja aðstandendur þeirra að saman séu þeir sterkari en í sitt hvoru lagi. Þórður Snær segir að það sé heilmargt sameiginlegt með hugmyndafræði beggja miðla. „Þetta eru aðhaldsmiðlar sem standa með almenningi og neytendum; leggja áherslu á rannsóknarblaðamennsku. Það er búið að reka þá í tveimur einingum í allan þennan tíma. Okkur fannst bara tímabært að skoða það hvort það væri þannig að við værum sterkari saman en við erum í sitthvoru lagi. Báðir miðlarnir eru reknir mjög sjálfbært, það er að segja skuldlausir að mestu, að minnsta kosti við fjármálastofnanir og hafa verið reknir í litlu tapi og Stundar-megin auðvitað bara oftast nær í hagnaði og hafa verið að vaxa tekjulega séð á undanförnum árum.“ Sameiningin sé því ekki tilkomin vegna einhvers rekstrarvanda. „Við töldum að það sé vert að skoða hvort við gætum búið til aðstæður þar sem við getum styrkst, gert meira og búið til betri starfsaðstæður fyrir þá blaðamenn sem starfa hjá okkur og þá sem munu starfa hjá okkur til framtíðar með því að sameina miðlana og niðurstaðan úr því var að við teljum svo vera,“ segir Þórður. Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ritstjóri Stundarinnar, tekur í sama streng. „Með því að sameinast getum við mótað fyrirtæki sem er stærra, sterkara og öflugra til að takast á við þær áskoranir sem fylgja því að halda úti rannsóknarblaðamennsku; greinandi og gagnrýninni blaðamennsku sem hefur ýmislegt í för með sér og getur verið svolítið krefjandi. Þetta eru miðlar sem eru báðir í dreifðu eignarhaldi, óháðir hagsmunablokkum og hafa lifað eftir ákvörðunum almennings um að styrkja þá eða kaupa áskrift.“ Blóð, sviti og tár hafa farið í að byggja upp Kjarnann og Stundina á síðustu árum. Nýr miðill með ritstjórnum beggja lítur dagsins ljós í janúar.Vísir/egill Ingibjörg segir þó að það hefi verið stórt skref að ráðast í sameininguna því miðlarnir séu þeim afar hjartfólgnir. „Þessir miðlar eru náttúrulega stofnaðir af fjölmiðlafólki sem starfar á þeim í dag. Okkur þykir náttúrulega vænt um þessi vörumerki og það sem þau standa fyrir og það sem Stundin er í mínum huga er annað og meira en bara vinnustaður.“ Þórður segir að nýi miðillinn muni sækja þorra sinna tekna til lesenda þannig verði áskriftarmódeli Stundarinnar og styrktar fyrirkomulagi Kjarnans viðhaldið. „Við erum þegar búin að opna á og bjóða upp á foráskrift á hinum nýja miðli þar sem fólk getur skráð sig núna strax og fengið fyrstu útgáfur af honum.“ Þau Ingibjörg og Þórður segja bæði að lesendur miðlanna muni sjá áherslur Stundarinnar og Kjarnans í nýjum miðli. „Á því er enginn vafi. Við erum mjög meðvituð um að varðveita það sem hefur skilgreint þessa miðla sem eru núna að renna saman og það verði bakbeinið í þeim nýja miðli sem við erum núna að búa til. Samhliða höfum við áform um að breikka og auka og vera með breiðari skírskotun og geta gert meira,“ segir Þórður. „Það er náttúrulega þannig að ég verð ritstjóri á nýjum miðli ásamt Þórði Snæ og mínar áherslur munu fylgja og Helgi Seljan rannsóknarritstjóri Stundarinnar verður með okkur í þessu teymi, teymi Stundarinnar verður áfram en á nýjum tölvupósti, okkar áherslur munu njóta sín þar eftir sem áður,“ segir Ingibjörg.
Fjölmiðlar Vinnumarkaður Tengdar fréttir Kjarninn og Stundin í eina sæng Eigendur Kjarnans og Stundarinnar hafa náð samkomulagi um að sameina fjölmiðlana. Nýr fjölmiðlill mun þannig líta dagsins ljós á nýju ári undir nýju nafni. Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, og Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ritstjóri Stundarinnar, verða saman ritstjórar hins nýja fjölmiðils. 21. desember 2022 07:49 Mest lesið Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Viðskipti erlent Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Sjá meira
Kjarninn og Stundin í eina sæng Eigendur Kjarnans og Stundarinnar hafa náð samkomulagi um að sameina fjölmiðlana. Nýr fjölmiðlill mun þannig líta dagsins ljós á nýju ári undir nýju nafni. Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, og Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ritstjóri Stundarinnar, verða saman ritstjórar hins nýja fjölmiðils. 21. desember 2022 07:49
Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf
Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf