Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Sindri Sindrason les kvöldfréttir klukkan hálf sjö.
Sindri Sindrason les kvöldfréttir klukkan hálf sjö. Vísir/Vilhelm

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis kemur saman til sérstaks aukafundar í fyrramálið, að ósk Njáls Trausta Friðbertssonar, til að ræða það öngþveiti sem skapaðist vegna lokunar Reykjanesbrautar. Innviðaráðherra, sem kemur á fund nefndarinnar, segir ástandið hafa verið óásættanlegt og Njáll Trausti vill skoða beint millilandaflug frá Reykjavík.

Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Ráðgjafateymi borgarinnar fær vikulega eða oftar til sín mál vegna óæskilegrar kynferðislegra hegðunar grunnskólabarna. Sérfræðingur hjá borginni segir of algengt að meintum þolendum og gerendum sé slaufað eftir að sögusagnir fá sjálfstætt líf. Gríðarlega mikilvægt sé að auka kynfræðslu.

Bandarísk stjórnvöld munu staðfesta 45 milljarða dollara aðstoð við Úkraínu í óvæntri heimsókn Úkraínuforseta til Bandaríkjanna í kvöld. Við förum yfir það og sjáum myndir frá heimsókn Selenskís á víglínur í Bakhmut.

Yfirgnæfandi meirihluti félagsmanna VR samþykkti kjarasamning félagsins. Við hittum formanninn sem segir að verkalýðshreyfingin þurfi að standa þéttar saman fyrir næstu lotu. Konur af erlendum uppruna gagnrýna Fjölskylduhjálpina harðlega fyrir að láta Íslendinga ganga fyrir í matarúthlutun. Við heyrum í þeim og verðum svo í beinni frá undirbúningi vetrarsólstöðugöngu Pieta-samtakanna og frá laufabrauðsgerð listamanna.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×