„Geggjað að vera í liði sem ætlar að vinna alla leiki og það er ekkert annað í boði“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. desember 2022 06:01 Bjarki Már Elísson er að gera gott mót í Ungverjalandi. Veszprem Það er áþreifanleg pressa að spila fyrir Veszprém sem vill alltaf vinna alla titla segir landsliðsmaðurinn Bjarki Már Elísson. Hann er nú á sínu fyrsta tímabili í Ungverjalandi. Það er áþreifanleg pressa að spila fyrir Veszprém sem vill alltaf vinna alla titla segir landsliðsmaðurinn Bjarki Már Elísson. Hann er nú á sínu fyrsta tímabili í Ungverjalandi. „Hún er mjög áþreifanleg, pressan. Það verður ekki annað sagt. Þetta hefur verið geðveikt, hefur lengi dreymt um að spila í Meistaradeildinni og ég vissi alveg að ég gæti það. Maður hefur spilað við mörg af þessum liðum sem eru í Meistaradeild Evrópu, ekkert glænýtt fyrir mér,“ sagði Bjarki Már í ítarlegu viðtali við Stöð 2 og Vísi. Bjarki Már og Ómar Ingi Magnússon. Sá síðarnefndi er af mörgum talinn með betri leikmönnum heims um þessar mundir.HSÍ „Maður hefur spilað við flesta af bestu leikmönnum heims áður með landsliðinu sem og í Evrópu með Berlín og Lemgo. Geggjað að vera í liði sem ætlar að vinna alla leiki og það er ekkert annað í boði. Það er erfitt oft andlega en bara gaman og skemmtilegt, ég nýt þess bara.“ Bjarki Már er í fyrsta sinn í langan tíma heima um jólin þar sem hann lék lengi vel í Þýskalandi en þar er spilað yfir hátíðarnar. „Það eru forréttindi en samt pínu skellur að vera útrétta allan daginn. Ég var laus við þetta stress úti en nú er ég kominn beint í það. Maður nýtur þess að vera heima, heima er best.“ Það gekk ekki áfallalaust fyrir sig að komast alla leið heim þar sem veðrið setti strik í reikninginn. „Þetta var ekkert sérstakt ferðalag. Maður hefur oft lent á Íslandi í verra veðri svo maður bjóst ekki við neinum slæmum fréttum en svo kveikir maður á símanum og sér að allir vegir eru lokaðir sem og öll hótel fullbókuð í Keflavík.“ „Við enduðum á að rúnta um Keflavík í 5-6 tíma og skoða það ágæta bæjarfélag. Endum svo í hjálparmiðstöð Rauða Krossins, sem var frábær aðstaða. Pantaðar pizzur, það var WiFi og stelpan mín gat leikið sér en sem betur við komumst við heim um kvöldið,“ sagði Bjarki Már Elísson að endingu að þessu sinni. Handbolti Ungverski handboltinn HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Kókaín fannst í lyfjaprófinu en uppgötvaðist alltof seint Sport Fleiri fréttir Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sjá meira
Það er áþreifanleg pressa að spila fyrir Veszprém sem vill alltaf vinna alla titla segir landsliðsmaðurinn Bjarki Már Elísson. Hann er nú á sínu fyrsta tímabili í Ungverjalandi. „Hún er mjög áþreifanleg, pressan. Það verður ekki annað sagt. Þetta hefur verið geðveikt, hefur lengi dreymt um að spila í Meistaradeildinni og ég vissi alveg að ég gæti það. Maður hefur spilað við mörg af þessum liðum sem eru í Meistaradeild Evrópu, ekkert glænýtt fyrir mér,“ sagði Bjarki Már í ítarlegu viðtali við Stöð 2 og Vísi. Bjarki Már og Ómar Ingi Magnússon. Sá síðarnefndi er af mörgum talinn með betri leikmönnum heims um þessar mundir.HSÍ „Maður hefur spilað við flesta af bestu leikmönnum heims áður með landsliðinu sem og í Evrópu með Berlín og Lemgo. Geggjað að vera í liði sem ætlar að vinna alla leiki og það er ekkert annað í boði. Það er erfitt oft andlega en bara gaman og skemmtilegt, ég nýt þess bara.“ Bjarki Már er í fyrsta sinn í langan tíma heima um jólin þar sem hann lék lengi vel í Þýskalandi en þar er spilað yfir hátíðarnar. „Það eru forréttindi en samt pínu skellur að vera útrétta allan daginn. Ég var laus við þetta stress úti en nú er ég kominn beint í það. Maður nýtur þess að vera heima, heima er best.“ Það gekk ekki áfallalaust fyrir sig að komast alla leið heim þar sem veðrið setti strik í reikninginn. „Þetta var ekkert sérstakt ferðalag. Maður hefur oft lent á Íslandi í verra veðri svo maður bjóst ekki við neinum slæmum fréttum en svo kveikir maður á símanum og sér að allir vegir eru lokaðir sem og öll hótel fullbókuð í Keflavík.“ „Við enduðum á að rúnta um Keflavík í 5-6 tíma og skoða það ágæta bæjarfélag. Endum svo í hjálparmiðstöð Rauða Krossins, sem var frábær aðstaða. Pantaðar pizzur, það var WiFi og stelpan mín gat leikið sér en sem betur við komumst við heim um kvöldið,“ sagði Bjarki Már Elísson að endingu að þessu sinni.
Handbolti Ungverski handboltinn HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Kókaín fannst í lyfjaprófinu en uppgötvaðist alltof seint Sport Fleiri fréttir Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sjá meira