Blindur maður fórnarlamb mansals og vistaður á Hólmsheiði Bjarki Sigurðsson skrifar 21. desember 2022 22:41 Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, og Hlynur Þór Agnarsson, aðgengisfulltrúi hjá Blindrafélaginu, ásamt Vefvarpinu. Erlendur blindur karlmaður hefur setið í gæsluvarðhaldi í fangelsinu á Hólmsheiði í um það bil mánuð. Hann talar hvorki íslensku né ensku. Í dag var honum afhent tæki sem gerir dvölina aðeins auðveldari. Formaður Afstöðu, félags fanga og annarra áhugamanna um fangelsismál og betrun, þakkar starfsmönnum á Hólmsheiði og samföngum mannsins kærlega fyrir að auðvelda honum lífið á meðan hann hefur dvalið í fangelsinu. Maðurinn hefur setið inni í um það bil mánuð án þess að getað rætt við neinn, skilið neinn eða séð neinn. Að sögn Guðmundar Inga Þóroddssonar, formanns Afstöðu, var maðurinn fórnarlamb mansals og notaður í smygl. Fulltrúar frá Afstöðu, Blindrafélaginu og Öryrkjabandalagsins heimsóttu hann á Hólmsheiði í síðustu viku ásamt túlki frá Hjálpræðishernum og könnuðu þar aðstæður. Upp frá þeirri heimsókn spruttu upp margar hugmyndir um hvernig hægt væri að bæta líf og aðstöðu fangans. Afstaða birti í kvöld færslu á Facebook-síðu sinni þar sem sagt er frá heimsókninni og stöðu mannsins. „Það er nokkurn veginn á hreinu hvernig íslenska ríkið ætlar að refsa manninum með lengd dóms en samt er ákveðið að úrskurða hann í gæsluvarðhald og vista hann í fangelsi í stað þess að dæma manninn strax og leyfa honum að taka dóminn út í samfélagþjónustu sem hann gæti væntanlega unnið störf í kringum Blindrafélagið án þess að það hafi þó verið kannað sérstaklega,“ segir í færslunni. Fangaverðirnir gera allt til þess að auðvelda dvöl mannsins Við heimsókn teymisins kom eitt á óvart en fulltrúarnir héldu að þeir þyrftu að setja út á aðstæður og jafnvel brot á mannréttindum mannsins eftir heimsóknina. Það reyndist þó alls ekki rétt þar sem teymið fékk staðfestingu á að fangaverðirnir geri allt til þess að auðvelda honum líf sitt. „Í dag getur hann hringt heim til sín í gegnum síma. Hann hefur reyndar undanfarnar vikur hlustað á Heimsmeistaramótið í fótbolta á íslensku, sem hann reyndar skilur ekki en fær tilfinningu fyrir leiknum. Samfangar hans hafa unnið frábært starf við að aðstoða hann á allan hátt og eru honum innan handar alla tímann sem klefar eru opnir,“ segir í færslunni. Getur hlustað á útvarpið og hlaðvörp Fulltrúi Afstöðu fór síðan í fangelsið í dag og afhenti fangelsinu Vefvarpa sem Hlynur Þór Agnarsson, aðgengisfulltrúi hjá Blindrafélaginu lánaði. Tæknimaður mun síðan tengja tækið þannig að maðurinn geti hlustað á útvarpsstöðvar, hlaðvörp og fleira, allt á sínu tungumáli. Þá er unnið að því að finna síma sem hann getur notað án símakorts og internets og þannig notað tungumálaforrit. Þrátt fyrir að teymið hafi almennt verið hrikalega ánægt með starf fangavarðanna er sett út á að maðurinn fái ekki að vistast í opnu úrræði á vegum Fangelsismálastofnunar. Afstaða leggur áherslu á að hann verði fluttur í slíkt úrræði sem allra fyrst ef dvöl hans í fangelsi lengist. Þá eiga jólin ekki eftir að vera auðveld fyrir hann. „Það má svo sannarlega segja að jólin eigi að fara að telja inn hjá okkar manni enda örugglega búið að vera erfitt að vera einn í erlendu landi án fjölskyldu, lokaður inni og geta ekki séð né skilið nokkur mann,“ segir í færslunni. Fangelsismál Fíkniefnabrot Smygl Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira
Maðurinn hefur setið inni í um það bil mánuð án þess að getað rætt við neinn, skilið neinn eða séð neinn. Að sögn Guðmundar Inga Þóroddssonar, formanns Afstöðu, var maðurinn fórnarlamb mansals og notaður í smygl. Fulltrúar frá Afstöðu, Blindrafélaginu og Öryrkjabandalagsins heimsóttu hann á Hólmsheiði í síðustu viku ásamt túlki frá Hjálpræðishernum og könnuðu þar aðstæður. Upp frá þeirri heimsókn spruttu upp margar hugmyndir um hvernig hægt væri að bæta líf og aðstöðu fangans. Afstaða birti í kvöld færslu á Facebook-síðu sinni þar sem sagt er frá heimsókninni og stöðu mannsins. „Það er nokkurn veginn á hreinu hvernig íslenska ríkið ætlar að refsa manninum með lengd dóms en samt er ákveðið að úrskurða hann í gæsluvarðhald og vista hann í fangelsi í stað þess að dæma manninn strax og leyfa honum að taka dóminn út í samfélagþjónustu sem hann gæti væntanlega unnið störf í kringum Blindrafélagið án þess að það hafi þó verið kannað sérstaklega,“ segir í færslunni. Fangaverðirnir gera allt til þess að auðvelda dvöl mannsins Við heimsókn teymisins kom eitt á óvart en fulltrúarnir héldu að þeir þyrftu að setja út á aðstæður og jafnvel brot á mannréttindum mannsins eftir heimsóknina. Það reyndist þó alls ekki rétt þar sem teymið fékk staðfestingu á að fangaverðirnir geri allt til þess að auðvelda honum líf sitt. „Í dag getur hann hringt heim til sín í gegnum síma. Hann hefur reyndar undanfarnar vikur hlustað á Heimsmeistaramótið í fótbolta á íslensku, sem hann reyndar skilur ekki en fær tilfinningu fyrir leiknum. Samfangar hans hafa unnið frábært starf við að aðstoða hann á allan hátt og eru honum innan handar alla tímann sem klefar eru opnir,“ segir í færslunni. Getur hlustað á útvarpið og hlaðvörp Fulltrúi Afstöðu fór síðan í fangelsið í dag og afhenti fangelsinu Vefvarpa sem Hlynur Þór Agnarsson, aðgengisfulltrúi hjá Blindrafélaginu lánaði. Tæknimaður mun síðan tengja tækið þannig að maðurinn geti hlustað á útvarpsstöðvar, hlaðvörp og fleira, allt á sínu tungumáli. Þá er unnið að því að finna síma sem hann getur notað án símakorts og internets og þannig notað tungumálaforrit. Þrátt fyrir að teymið hafi almennt verið hrikalega ánægt með starf fangavarðanna er sett út á að maðurinn fái ekki að vistast í opnu úrræði á vegum Fangelsismálastofnunar. Afstaða leggur áherslu á að hann verði fluttur í slíkt úrræði sem allra fyrst ef dvöl hans í fangelsi lengist. Þá eiga jólin ekki eftir að vera auðveld fyrir hann. „Það má svo sannarlega segja að jólin eigi að fara að telja inn hjá okkar manni enda örugglega búið að vera erfitt að vera einn í erlendu landi án fjölskyldu, lokaður inni og geta ekki séð né skilið nokkur mann,“ segir í færslunni.
Fangelsismál Fíkniefnabrot Smygl Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira