Deildu um „vinnuleti“ þegar tillaga um að fella niður borgarstjórnfund var felld Atli Ísleifsson skrifar 22. desember 2022 10:52 Fyrstu fundur borgarstjórnar Reykjavíkur verður 3. janúar eftir að þrír fulltrúar Sjálfstæðismanna lögðust gegn því að hann yrði felldur niður. Vísir/Vilhelm Umræður um „vinnuleti“ spruttu upp í borgarstjórn Reykjavíkur þegar þrír borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins greiddu atkvæði gegn tillögu forsætisnefndar um að fella niður borgarstjórnarfund sem er á dagskrá á þriðja degi nýs árs. Á fundi borgarstjórnar á þriðjudag greiddi meirihluti borgarfulltrúa atkvæði með tillögunni um að fella fundinn 3. janúar niður, en þar sem samþykkja þarf slíka tillögu mótatkvæðalaust til að hún nái fram að ganga, er ljóst að af fundinum verður. „Vandséð er að virða þurfi borgarfulltrúum það til vorkunnar, þótt þeir mæti til vinnu þriðjudaginn 3. janúar eins og annað launafólk,“ segir í bókun Sjálfstæðismannanna Kjartans Magnússonar, Jórunnar Pálu Jónasdóttur og Þorkels Sigurlaugssonar. Undirbúningurinn, rauðir dagar og jólafrí Borgarfulltrúar þeirra flokka sem mynda meirihluta í borgarstjórn gáfu þó lítið fyrir orð Sjálfstæðismannanna og segja í gagnbókun að það sé „ómaklegt“ og „undarlegt“ að borgarfulltrúarnir þrír fullyrði að borgarfulltrúar meirihlutans „vorkenni“ sjálfum sér að þurfa að mæta á fund. „Tillagan um að fella niður þennan borgarstjórnarfund tekur mið af starfsaðstæðum þess starfsfólks sem undirbýr borgarstjórnarfundinn. Að jafnaði tekur um tvo daga að undirbúa borgarstjórnarfund enda þarf að senda út gögn fundarins með tveggja daga fyrirvara. Með þessari ákvörðun er reynt að horfa til þess að sú undirbúningsvinna lendi ekki á rauðum dögum eða inni í jólafríum. Það er ómaklegt af borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokks að saka borgarfulltrúa um vinnuleti að vilja líta til þessara sjónarmiða um vinnuaðstæður starfsfólks og fulltrúum Sjálfstæðisflokks til minnkunar að gefa sér að slíkt liggi að baki,“ segir í gagnbókuninni. Borgarfulltrúi beitt þrýstingi Í enn einni bókuninni segja svo Kjartan, Jórunn Pála og Þorkell að enginn starfsmaður Reykjavíkurborgar hafi reynt að beita þau þrýstingi í því skyni að knýja fram að borgarstjórnarfundur 3. janúar félli niður. „Hins vegar hafa nokkrir borgarfulltrúar beitt þrýstingi í þessu skyni,“ segja þau Kjartan, Jórunn og Þorkell. Sextán borgarfulltrúar Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Viðreisnar, Flokks fólksins og Vinstri grænna greiddu atkvæði með tillögunni um að fresta fundi 3. janúar. Sjálfstæðismennirnir Kjartan Magnússon, Þorkell Sigurlaugsson og Jórunn Pála Jónasdóttir greiddu atkvæði gegn, en þau Friðjón R. Friðjónsson, Sandra Hlíf Ocares og Birna Hafstein sátu hjá við afgreiðslu málsins. Í 14. grein sveitarstjórnarlaga segir að sveitarstjórn sé heimilt að fella niður reglulegan fund sinn, sé tillaga um slíkt samþykkt mótatkvæðalaust á næsta fundi sveitarstjórnar á undan. Reykjavík Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Fleiri fréttir Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Sjá meira
Á fundi borgarstjórnar á þriðjudag greiddi meirihluti borgarfulltrúa atkvæði með tillögunni um að fella fundinn 3. janúar niður, en þar sem samþykkja þarf slíka tillögu mótatkvæðalaust til að hún nái fram að ganga, er ljóst að af fundinum verður. „Vandséð er að virða þurfi borgarfulltrúum það til vorkunnar, þótt þeir mæti til vinnu þriðjudaginn 3. janúar eins og annað launafólk,“ segir í bókun Sjálfstæðismannanna Kjartans Magnússonar, Jórunnar Pálu Jónasdóttur og Þorkels Sigurlaugssonar. Undirbúningurinn, rauðir dagar og jólafrí Borgarfulltrúar þeirra flokka sem mynda meirihluta í borgarstjórn gáfu þó lítið fyrir orð Sjálfstæðismannanna og segja í gagnbókun að það sé „ómaklegt“ og „undarlegt“ að borgarfulltrúarnir þrír fullyrði að borgarfulltrúar meirihlutans „vorkenni“ sjálfum sér að þurfa að mæta á fund. „Tillagan um að fella niður þennan borgarstjórnarfund tekur mið af starfsaðstæðum þess starfsfólks sem undirbýr borgarstjórnarfundinn. Að jafnaði tekur um tvo daga að undirbúa borgarstjórnarfund enda þarf að senda út gögn fundarins með tveggja daga fyrirvara. Með þessari ákvörðun er reynt að horfa til þess að sú undirbúningsvinna lendi ekki á rauðum dögum eða inni í jólafríum. Það er ómaklegt af borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokks að saka borgarfulltrúa um vinnuleti að vilja líta til þessara sjónarmiða um vinnuaðstæður starfsfólks og fulltrúum Sjálfstæðisflokks til minnkunar að gefa sér að slíkt liggi að baki,“ segir í gagnbókuninni. Borgarfulltrúi beitt þrýstingi Í enn einni bókuninni segja svo Kjartan, Jórunn Pála og Þorkell að enginn starfsmaður Reykjavíkurborgar hafi reynt að beita þau þrýstingi í því skyni að knýja fram að borgarstjórnarfundur 3. janúar félli niður. „Hins vegar hafa nokkrir borgarfulltrúar beitt þrýstingi í þessu skyni,“ segja þau Kjartan, Jórunn og Þorkell. Sextán borgarfulltrúar Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Viðreisnar, Flokks fólksins og Vinstri grænna greiddu atkvæði með tillögunni um að fresta fundi 3. janúar. Sjálfstæðismennirnir Kjartan Magnússon, Þorkell Sigurlaugsson og Jórunn Pála Jónasdóttir greiddu atkvæði gegn, en þau Friðjón R. Friðjónsson, Sandra Hlíf Ocares og Birna Hafstein sátu hjá við afgreiðslu málsins. Í 14. grein sveitarstjórnarlaga segir að sveitarstjórn sé heimilt að fella niður reglulegan fund sinn, sé tillaga um slíkt samþykkt mótatkvæðalaust á næsta fundi sveitarstjórnar á undan.
Reykjavík Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Fleiri fréttir Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Sjá meira