Handbolti

Bein útsending: FH kynnir Aron til leiks

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Aron Pálmarsson er á heimleið.
Aron Pálmarsson er á heimleið. vísir/vilhelm

Vísir er með beina útsendingu frá blaðamannafundi FH þar sem landsliðsfyrirliðinn Aron Pálmarsson verður kynntur til leiks hjá félaginu.

Eins og greint var frá í dag hefur Aron ákveðið að yfirgefa danska félagið Álaborg eftir þetta tímabil og halda heim á leið.

Blaðamannafundur FH-inga hefst klukkan 20:00 en beina útsendingu frá honum má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.

Aron lék síðast með FH tímabilið 2008-09. Eftir það fór hann til Kiel. Hann lék með þýska félaginu til 2014, fór svo til Veszprém í Ungverjalandi, þá til Barcelona 2016, loks til Álaborgar í fyrra og lokar svo hringnum hjá FH.

Aron er einn sigursælasti handboltamaður sögunnar en hann hefur unnið þrjátíu stóra titla á ferli sínum í atvinnumennsku.

FH er í 2. sæti Olís-deildarinnar með nítján stig, fjórum stigum á eftir toppliði Vals. Þessi lið mætast einmitt í fyrsta leiknum eftir HM-hléið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×