Tímabundið bakslag í verðbólguhjöðnun var viðbúið
![Íbúðaverð lækkaði á á höfuðborgarsvæðinu milli mánaða en hækkaði á landsbyggðinni. Þessi víxlverkun gerði það að verkum að fasteignaverð á landinu öllu stóð næstum því í stað.](https://www.visir.is/i/3DDE00EF33F24E30DFDD7BDF071BAC650209B3DA313A22C6BA1D7C28F918C930_713x0.jpg)
Stjórnmálamenn munu ekki hefja nýtt ár á að skora Hagstofuna á að breyta því hvernig vísitala neysluverðs er samsett. Það er vegna þess að vísitalan án húsnæðis hækkaði meira á milli mánaða í desember en sú sem inniheldur húsnæði. Nokkuð ljóst er að innlend fyrirtæki standa frammi fyrir miklum kostnaðarhækkunum þökk sé nýundirrituðum kjarasamningum sem gætu aukið innlendan verðbólguþrýsting á komandi mánuðum.