Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Sindri Sindrason les kvöldfréttir klukkan hálf sjö.
Sindri Sindrason les kvöldfréttir klukkan hálf sjö. Vísir/Vilhelm

Erla Bolladóttir segist loksins vera frjáls eftir að hafa í dag fengið afsökunarbeiðni og bætur frá stjórnvöldum. Viðurkenningin á ranglætinu sé henni þó mikilvægust.

Við ræðum við Erlu Bolladóttur um þessi tímamót í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Fjölmenn samninganefnd Eflingar fundaði með Samtökum atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara í dag. Framkvæmdastjóri SA segir að erfitt gæti reynst að semja um afturvirkni samninga við Eflingu dragist gerð nýs kjarasamnings fram yfir áramót. Formaður Eflingar segir furðulegt ef refsa ætti eflingarfólki fyrir öfluga kjarabaráttu.

Við heyrum í vegamálastjóra sem telur að mögulega hefði verið hægt að opna Reykjanesbraut fyrr eftir óveðrið sem gekk yfir í vikunni. Vegagerðin er með málið til skoðunar.

Þá verðum við í beinni frá apóteki þar sem álagið er víst óvenju mikið vegna veikinda sem herja á landsmenn. Auk þess hittum við meindýraeyði í Mosfellsbæ sem hefur í mörg horn að líta vegna minka sem sluppu úr minkabúi og verðum í beinni frá Kringlunni þar sem mikil jólastemning ríkir í kvöld.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×