„Ekki annað hægt heldur en að leggjast á allar árar og klára dæmið“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 23. desember 2022 07:10 Aron Pálmarsson skrifaði undir samning við FH í gær. Vísir/Hulda Margrét Sigursteinn Arndal, þjálfari FH í Olís-deild karla, segist upphaflega ekki hafa haft mikla trú á því að Aron Pálmarsson væri á leið til liðsins. Hann hafi þó farið að trúa því þegar líða fór á og vonast til þess að þessi frábæri leikmaður geti hjálpað FH að taka næsta skref. „Þetta eru náttúrulega bara frábærar fréttir, en ég skal alveg viðurkenna það og vera heiðarlegur með það að ég hafði nú ekki mikla trú á þessu þegar ég heyrði þetta fyrst,“ sagði Sigursteinn Arndal í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur eftir að Aron Pálmarsson skrifaði undir hjá félaginu í gær. „Svo skynjaði maður bara viljann hjá Aroni að láta þetta ganga upp og að honum væri bara fúlasta alvara. Þá var ekki annað hægt heldur en að leggjast á allar árar og klára dæmið.“ Sigursteinn er nú þegar með gott FH-lið í höndunum með eldri og reyndari leikmenn í bland við þá sem unga og efnilega stráka sem hafa verið að stíga upp og sína hvað í þeim býr. Nú þegar Aron Pálmarsson bætist í hópinn virðast FH-ingar vera komnir með lið sem getur keppt við Val um alla þá titla sem í boði eru hér heima fyrir. „Við erum bara ánægðir með liðið okkar og FH vill alltaf vera með gott lið. Það er rétt að Aron kemur með reynslu og við erum með marga unga og efnilega leikmenn sem eru mjög viljugir og ég hef þær væntingar að Aron komi til með að gefa mikið af sér og hjálpa þeim að taka næstu skref.“ Því næst náði Svava að plata Aron til að koma með verðandi þjálfaranum sínum í viðtalið. Hún benti Aroni á það að nú væri hann búinn að vinna nánast allt sem hægt væri að vinna með félagsliðum sínum, en þó væru enn nokkrir titlar sem leikmanninum vantaði í safnið. „Ég á allt eftir heima,“ sagði Aron áður en Sigursteinn greip orðið aftur. „Við setjum alltaf pressu á okkur í FH og við ætlum að reyna að standa okkur vel í ár, við verðum að fara að einbeita okkur að því. En eins og ég sagði áðan þá erum við mjög spenntir að fá Aron og búumst við því að hann hjálpi okkur að taka næsta skref.“ Aron vildi þó setja meiri pressu á sjálfan sig og FH-liðið, enda hefur þessi 32 ára leikmaður unnið nánast allt sem hægt er að vinna eins og áður sagði. „Ég hef gert það allan minn feril og ég er að koma í stærsta klúbb á landinu. Þannig að það gefur augaleið að það verður stefnan.“ Klippa: Rætt við þjálfara FH um komu Arons FH Olís-deild karla Tengdar fréttir Magnaðar móttökur þegar Aron var kynntur til leiks Óhætt er að segja að mikil spenna hafi ríkt í hvíta hluta Hafnarfjarðarbæjar í dag eftir að fréttir bárust af því að Aron Pálmarsson væri á heimleið á næsta tímabili til uppeldisfélags síns FH. Sú spenna náði svo hámarki þegar Aron var kynntur til leiks í Kaplakrika fyrr í kvöld. 22. desember 2022 21:37 „Innst inni er ég mjög ánægður með þessa ákvörðun“ Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í handbolta og einn besti handboltamaður heims undanfarin áratug, skrifaði fyrr í kvöld undir samning við uppeldisfélag sitt FH og mun leika með liðinu á næsta tímabili í Olís-deild karla. 22. desember 2022 21:08 Aron: Nú er kominn tími á að flytja heim og vera nær fjölskyldunni minni Bæði Álaborg og Aron Pálmarsson sjálfur hafa nú staðfest heimkomu sigursælasta íslenska handboltamannsins á erlendri grundu. Aron klárar bara tvö af þremur tímabilum af samningi sínum við Álaborgarliðið og kemur heim næsta sumar. 22. desember 2022 10:52 Aron á heimleið Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska handboltalandsliðsins, yfirgefur herbúðir danska félagsins Álaborgar í sumar. Samkvæmt öruggum heimildum íþróttadeildar er hann á leið til FH. 22. desember 2022 07:44 Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Handbolti Fleiri fréttir Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Sjá meira
„Þetta eru náttúrulega bara frábærar fréttir, en ég skal alveg viðurkenna það og vera heiðarlegur með það að ég hafði nú ekki mikla trú á þessu þegar ég heyrði þetta fyrst,“ sagði Sigursteinn Arndal í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur eftir að Aron Pálmarsson skrifaði undir hjá félaginu í gær. „Svo skynjaði maður bara viljann hjá Aroni að láta þetta ganga upp og að honum væri bara fúlasta alvara. Þá var ekki annað hægt heldur en að leggjast á allar árar og klára dæmið.“ Sigursteinn er nú þegar með gott FH-lið í höndunum með eldri og reyndari leikmenn í bland við þá sem unga og efnilega stráka sem hafa verið að stíga upp og sína hvað í þeim býr. Nú þegar Aron Pálmarsson bætist í hópinn virðast FH-ingar vera komnir með lið sem getur keppt við Val um alla þá titla sem í boði eru hér heima fyrir. „Við erum bara ánægðir með liðið okkar og FH vill alltaf vera með gott lið. Það er rétt að Aron kemur með reynslu og við erum með marga unga og efnilega leikmenn sem eru mjög viljugir og ég hef þær væntingar að Aron komi til með að gefa mikið af sér og hjálpa þeim að taka næstu skref.“ Því næst náði Svava að plata Aron til að koma með verðandi þjálfaranum sínum í viðtalið. Hún benti Aroni á það að nú væri hann búinn að vinna nánast allt sem hægt væri að vinna með félagsliðum sínum, en þó væru enn nokkrir titlar sem leikmanninum vantaði í safnið. „Ég á allt eftir heima,“ sagði Aron áður en Sigursteinn greip orðið aftur. „Við setjum alltaf pressu á okkur í FH og við ætlum að reyna að standa okkur vel í ár, við verðum að fara að einbeita okkur að því. En eins og ég sagði áðan þá erum við mjög spenntir að fá Aron og búumst við því að hann hjálpi okkur að taka næsta skref.“ Aron vildi þó setja meiri pressu á sjálfan sig og FH-liðið, enda hefur þessi 32 ára leikmaður unnið nánast allt sem hægt er að vinna eins og áður sagði. „Ég hef gert það allan minn feril og ég er að koma í stærsta klúbb á landinu. Þannig að það gefur augaleið að það verður stefnan.“ Klippa: Rætt við þjálfara FH um komu Arons
FH Olís-deild karla Tengdar fréttir Magnaðar móttökur þegar Aron var kynntur til leiks Óhætt er að segja að mikil spenna hafi ríkt í hvíta hluta Hafnarfjarðarbæjar í dag eftir að fréttir bárust af því að Aron Pálmarsson væri á heimleið á næsta tímabili til uppeldisfélags síns FH. Sú spenna náði svo hámarki þegar Aron var kynntur til leiks í Kaplakrika fyrr í kvöld. 22. desember 2022 21:37 „Innst inni er ég mjög ánægður með þessa ákvörðun“ Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í handbolta og einn besti handboltamaður heims undanfarin áratug, skrifaði fyrr í kvöld undir samning við uppeldisfélag sitt FH og mun leika með liðinu á næsta tímabili í Olís-deild karla. 22. desember 2022 21:08 Aron: Nú er kominn tími á að flytja heim og vera nær fjölskyldunni minni Bæði Álaborg og Aron Pálmarsson sjálfur hafa nú staðfest heimkomu sigursælasta íslenska handboltamannsins á erlendri grundu. Aron klárar bara tvö af þremur tímabilum af samningi sínum við Álaborgarliðið og kemur heim næsta sumar. 22. desember 2022 10:52 Aron á heimleið Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska handboltalandsliðsins, yfirgefur herbúðir danska félagsins Álaborgar í sumar. Samkvæmt öruggum heimildum íþróttadeildar er hann á leið til FH. 22. desember 2022 07:44 Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Handbolti Fleiri fréttir Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Sjá meira
Magnaðar móttökur þegar Aron var kynntur til leiks Óhætt er að segja að mikil spenna hafi ríkt í hvíta hluta Hafnarfjarðarbæjar í dag eftir að fréttir bárust af því að Aron Pálmarsson væri á heimleið á næsta tímabili til uppeldisfélags síns FH. Sú spenna náði svo hámarki þegar Aron var kynntur til leiks í Kaplakrika fyrr í kvöld. 22. desember 2022 21:37
„Innst inni er ég mjög ánægður með þessa ákvörðun“ Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í handbolta og einn besti handboltamaður heims undanfarin áratug, skrifaði fyrr í kvöld undir samning við uppeldisfélag sitt FH og mun leika með liðinu á næsta tímabili í Olís-deild karla. 22. desember 2022 21:08
Aron: Nú er kominn tími á að flytja heim og vera nær fjölskyldunni minni Bæði Álaborg og Aron Pálmarsson sjálfur hafa nú staðfest heimkomu sigursælasta íslenska handboltamannsins á erlendri grundu. Aron klárar bara tvö af þremur tímabilum af samningi sínum við Álaborgarliðið og kemur heim næsta sumar. 22. desember 2022 10:52
Aron á heimleið Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska handboltalandsliðsins, yfirgefur herbúðir danska félagsins Álaborgar í sumar. Samkvæmt öruggum heimildum íþróttadeildar er hann á leið til FH. 22. desember 2022 07:44