Íbúðum í sölu fjölgar og færri seljast yfir ásettu verði Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. desember 2022 06:42 Verðtryggðir vextir eru mögulega orðnir hagkvæmari en óverðtryggðir, segir HMS. Vísir/Vilhelm Íbúðum í sölu hefur fjölgað en þær eru nú 2.392 á landinu öllu en voru 2.145 í byrjun nóvember. Þar af eru 1.429 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu og hefur þeim fjölgað um 112. Þetta kemur fram í mánaðaryfirliti Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Útgefnir kaupsamningar á höfuðborgarsvæðinu voru 382 talsins í október og hafa ekki verið færri frá 2013. „Samdrátturinn hefur þó verið enn hraðari í nágrannasveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins undanfarið en þar voru útgefnir samningar 96 í október og 92 í september en til samanburðar voru þeir 151 í ágúst,“ segir í skýrslu HMS. Á höfuðborgarsvæðinu seldust 19,7% íbúða yfir ásettu verði í nóvember, samanborið við 24,3% í október en í apríl síðastliðnum seldust ríflega 65% íbúða yfir ásettu verði. „Áfram dregur úr tólf mánaða hækkun íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu miðað við vísitölu íbúðaverðs og er hún komin niður í 20,3% en fór mest í 25,5% í júlí. Ef miðað er við vísitölu paraðra viðskipta hefur hins vegar dregið mun hraðar úr íbúðaverðshækkunum og er 12 mánaða hækkun hennar komin niður í 13%,“ segir í skýrslunni. Þá segir að leiguverð hafi hækkað um 2% á milli mánaða í nóvember miðað við vísitölu leiguverðs. Tólf mánaða hækkun hennar mælist 9,4%, sem sé jafn mikið og verðbólga mældist í nóvember. Það þýði að raunverð leigu hafi staðið í stað milli ára, þrátt fyrir einhverja hækkun frá því í júlí. „Það sætir tíðundum að í nágrannasveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins hefur hlutdeild nýrra íbúða í sölutölum lækkað skarpt undanfarna mánuði þrátt fyrir að framboð nýrra íbúða til sölu hafi aukist meira en framboð annarra íbúða. Mögulega er það vísbending um að dregið hafi meira úr eftirspurn í nágrannasveitarfélögunum en á höfuðborgarsvæðinu,“ segir í skýrslunni. Þá segir að verðtryggðir vextir séu nú mögulega orðnir hagvæmari en óverðtryggðir vextir en það muni þó ráðast af framtíðarþróun verðbólgunnar. í skýrslunni segir að talsverð hreyfing sé á húsnæðisbótaþegum en stór hluti þeirra þiggi bætur tímabundið. „Af þeim 18.100 sem þáðu bætur einhvern tímann á árinu 2017 voru einungis 8.300 sem þáðu einnig bætur á þessu ári eða um 46%. Í ljósi þess að fyrsti hópurinn inniheldur ekki aðeins þá sem þáðu fyrst bætur 2017 heldur einnig þá sem höfðu fengið áður bætur þá vekur athygli að það fækkar nærri jafn hratt í þeim hópi á milli ára eins og hjá þeim sem hófu síðar að þiggja bætur. Til lengri tíma litið virðast flestir því annað hvort fara af leigumarkaði eða tekjur þeirra aukast þannig að fullnægja ekki lengur skilyrðum fyrir húsnæðisbætur. Það bendi til þess að þörf flestra fyrir húsnæðisbætur sé einungis tímabundin.“ Húsnæðismál Fasteignamarkaður Leigumarkaður Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Evrópusambandið frestar tollahækkunum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Sjá meira
Þetta kemur fram í mánaðaryfirliti Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Útgefnir kaupsamningar á höfuðborgarsvæðinu voru 382 talsins í október og hafa ekki verið færri frá 2013. „Samdrátturinn hefur þó verið enn hraðari í nágrannasveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins undanfarið en þar voru útgefnir samningar 96 í október og 92 í september en til samanburðar voru þeir 151 í ágúst,“ segir í skýrslu HMS. Á höfuðborgarsvæðinu seldust 19,7% íbúða yfir ásettu verði í nóvember, samanborið við 24,3% í október en í apríl síðastliðnum seldust ríflega 65% íbúða yfir ásettu verði. „Áfram dregur úr tólf mánaða hækkun íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu miðað við vísitölu íbúðaverðs og er hún komin niður í 20,3% en fór mest í 25,5% í júlí. Ef miðað er við vísitölu paraðra viðskipta hefur hins vegar dregið mun hraðar úr íbúðaverðshækkunum og er 12 mánaða hækkun hennar komin niður í 13%,“ segir í skýrslunni. Þá segir að leiguverð hafi hækkað um 2% á milli mánaða í nóvember miðað við vísitölu leiguverðs. Tólf mánaða hækkun hennar mælist 9,4%, sem sé jafn mikið og verðbólga mældist í nóvember. Það þýði að raunverð leigu hafi staðið í stað milli ára, þrátt fyrir einhverja hækkun frá því í júlí. „Það sætir tíðundum að í nágrannasveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins hefur hlutdeild nýrra íbúða í sölutölum lækkað skarpt undanfarna mánuði þrátt fyrir að framboð nýrra íbúða til sölu hafi aukist meira en framboð annarra íbúða. Mögulega er það vísbending um að dregið hafi meira úr eftirspurn í nágrannasveitarfélögunum en á höfuðborgarsvæðinu,“ segir í skýrslunni. Þá segir að verðtryggðir vextir séu nú mögulega orðnir hagvæmari en óverðtryggðir vextir en það muni þó ráðast af framtíðarþróun verðbólgunnar. í skýrslunni segir að talsverð hreyfing sé á húsnæðisbótaþegum en stór hluti þeirra þiggi bætur tímabundið. „Af þeim 18.100 sem þáðu bætur einhvern tímann á árinu 2017 voru einungis 8.300 sem þáðu einnig bætur á þessu ári eða um 46%. Í ljósi þess að fyrsti hópurinn inniheldur ekki aðeins þá sem þáðu fyrst bætur 2017 heldur einnig þá sem höfðu fengið áður bætur þá vekur athygli að það fækkar nærri jafn hratt í þeim hópi á milli ára eins og hjá þeim sem hófu síðar að þiggja bætur. Til lengri tíma litið virðast flestir því annað hvort fara af leigumarkaði eða tekjur þeirra aukast þannig að fullnægja ekki lengur skilyrðum fyrir húsnæðisbætur. Það bendi til þess að þörf flestra fyrir húsnæðisbætur sé einungis tímabundin.“
Húsnæðismál Fasteignamarkaður Leigumarkaður Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Evrópusambandið frestar tollahækkunum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Sjá meira