Wagner málaliðahópurinn sagður hafa keypt vopn af Norður-Kóreu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. desember 2022 07:54 Áhrif Prigozhin, stofnanda Wagner-hópsins, eru sögð hafa aukist mjög í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu. AP/Sergei Ilnitsky Bandaríkjamenn hafa sakað stjórnvöld í Norður-Kóreu um að hafa séð Wagner málaliðahópnum fyrir vopnun til notkunar í Úkraínu. Þeir segja söluna brjóta gegn ályktunum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Stjórnvöld í Norður-Kóreu neita sök. Wagner málaliðahópurinn er handgengur Vladimir Pútín Rússlandsforseta en hefur meðal annars starfað í Sýrlandi og nokkrum Afríkuríkjum. Bardagamenn hópsins hafa látið til sín taka í Úkraínu síðustu mánuði, þar sem bresk stjórnvöld segja fjölda þeirra hafa farið úr um þúsund í 20 þúsund. John Kirby, talsmaður Hvíta hússins í þjóðaröryggismálum, sagði í gær að forsvarsmenn Wagner leituðu nú logandi ljósi að vopnum til að nota í Úkraínu. Þá sagðist hann geta staðfest að hópnum hefði þegar borist ein sending frá Norður-Kóreu, sem greitt var fyrir. Um var að ræða sendingu af flugskeytum. Kirby sagði stríðsrekstur Wagner í Úkraínu kosta um það bil 100 milljónir dala á mánuði og sagði afl hópsins nú jafnast á við rússneska herinn. James Cleverly, utanríkisráðherra Bretlands, sagði þarlend stjórnvöld sammála mati Bandaríkjamanna en sú staðreynd að Pútín þyrfti að reiða sig á aðstoð Norður-Kóru væri til marks um einangrun hans og örvæntingu. Yevgeny Prigozhin, stofnandi og eigandi Wagner, hefur neitað ásökunum Bandaríkjamanna og kallað þær slúður og getgátur. Þá neita stjórnvöld í Norður-Kóreu því sömuleiðis að hafa selt Wagner vopn. Áhrif Prigozhin hafa vaxið mjög í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu og er hann sagður hafa metnað til að klifra metorðastigann innan rússneskra stjórnamála. Hann er náin samstarfsmaður forsetans og var um tíma þekktur sem „kokkur Pútíns“, þar sem hann rak áður veitingastaði og -þjónustu sem var vinsæl meðal Kremlverja. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Bandaríkin Norður-Kórea Hernaður Tengdar fréttir Farnir að nota fjörutíu ára sprengikúlur Rússneski herinn hefur gengið verulega á skotfærabirgðir Rússlands fyrir stórskotalið og framleiðsla þar í landi heldur ekki við notkunina í innrás Rússa í Úkraínu. Bandaríkjamenn segja herinn byrjaðan að nota rúmlega fjörutíu ára skot sem eru líkleg til að virka ekki sem skildi. 12. desember 2022 23:41 Segja höfuðstöðvar Wagner hafa verið sprengdar í loft upp Úkraínumenn eru sagðir hafa sprengt höfuðstöðvar Wagner málaliðasveitarinnar í Luhansk. Þetta fullyrðir fyrrverandi héraðsstjóri Luhansk, sem nú er í útlegð. 12. desember 2022 07:19 Kokkur Pútíns viðurkenndi afskipti af kosningunum í Bandaríkjunum Rússneski auðjöfurinn Yevgeny Prigozhin viðurkenndi í morgun að hafa afskipti af kosningunum í Bandaríkjunum og sagðist ætla að halda því áfram. Þetta er í fyrsta sinn sem auðjöfurinn viðurkennir þetta opinberlega en hann hefur verið ákærður í Bandaríkjunum fyrir afskipti sín og er eftirlýstur þar. 7. nóvember 2022 14:07 „Kokkur Pútins“ ræddi við hann og gagnrýndi leiðtoga hersins Rússneski auðjöfurinn Yevgeny Prigozhin, sem gengið hefur undir nafninu „kokkur Pútíns“, ræddi nýverið við Vladimír Pútin, forseta Rússlands, og gagnrýndi það hvernig haldið hefði verið á spöðunum varðandi innrás Rússa í Úkraínu. Gagnrýnin beindist mest að leiðtogum rússneska hersins en Prigozhin og aðrir hafa gagnrýnt herinn opinberlega að undanförnu. 25. október 2022 10:28 Kokkur Pútíns játar að eiga Wagner Rússneski auðjöfurinn Yevgeny Prigozhin hefur viðurkennt að hafa stofnað og eiga málaliðahópinn Wagner Group. Hann segist hafa stofnað hópinn eftir innrás Rússa í Úkraínu 2014 og með því markmiði að senda málaliða til austurhluta Úkraínu. 26. september 2022 10:24 Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Sjá meira
Stjórnvöld í Norður-Kóreu neita sök. Wagner málaliðahópurinn er handgengur Vladimir Pútín Rússlandsforseta en hefur meðal annars starfað í Sýrlandi og nokkrum Afríkuríkjum. Bardagamenn hópsins hafa látið til sín taka í Úkraínu síðustu mánuði, þar sem bresk stjórnvöld segja fjölda þeirra hafa farið úr um þúsund í 20 þúsund. John Kirby, talsmaður Hvíta hússins í þjóðaröryggismálum, sagði í gær að forsvarsmenn Wagner leituðu nú logandi ljósi að vopnum til að nota í Úkraínu. Þá sagðist hann geta staðfest að hópnum hefði þegar borist ein sending frá Norður-Kóreu, sem greitt var fyrir. Um var að ræða sendingu af flugskeytum. Kirby sagði stríðsrekstur Wagner í Úkraínu kosta um það bil 100 milljónir dala á mánuði og sagði afl hópsins nú jafnast á við rússneska herinn. James Cleverly, utanríkisráðherra Bretlands, sagði þarlend stjórnvöld sammála mati Bandaríkjamanna en sú staðreynd að Pútín þyrfti að reiða sig á aðstoð Norður-Kóru væri til marks um einangrun hans og örvæntingu. Yevgeny Prigozhin, stofnandi og eigandi Wagner, hefur neitað ásökunum Bandaríkjamanna og kallað þær slúður og getgátur. Þá neita stjórnvöld í Norður-Kóreu því sömuleiðis að hafa selt Wagner vopn. Áhrif Prigozhin hafa vaxið mjög í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu og er hann sagður hafa metnað til að klifra metorðastigann innan rússneskra stjórnamála. Hann er náin samstarfsmaður forsetans og var um tíma þekktur sem „kokkur Pútíns“, þar sem hann rak áður veitingastaði og -þjónustu sem var vinsæl meðal Kremlverja.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Bandaríkin Norður-Kórea Hernaður Tengdar fréttir Farnir að nota fjörutíu ára sprengikúlur Rússneski herinn hefur gengið verulega á skotfærabirgðir Rússlands fyrir stórskotalið og framleiðsla þar í landi heldur ekki við notkunina í innrás Rússa í Úkraínu. Bandaríkjamenn segja herinn byrjaðan að nota rúmlega fjörutíu ára skot sem eru líkleg til að virka ekki sem skildi. 12. desember 2022 23:41 Segja höfuðstöðvar Wagner hafa verið sprengdar í loft upp Úkraínumenn eru sagðir hafa sprengt höfuðstöðvar Wagner málaliðasveitarinnar í Luhansk. Þetta fullyrðir fyrrverandi héraðsstjóri Luhansk, sem nú er í útlegð. 12. desember 2022 07:19 Kokkur Pútíns viðurkenndi afskipti af kosningunum í Bandaríkjunum Rússneski auðjöfurinn Yevgeny Prigozhin viðurkenndi í morgun að hafa afskipti af kosningunum í Bandaríkjunum og sagðist ætla að halda því áfram. Þetta er í fyrsta sinn sem auðjöfurinn viðurkennir þetta opinberlega en hann hefur verið ákærður í Bandaríkjunum fyrir afskipti sín og er eftirlýstur þar. 7. nóvember 2022 14:07 „Kokkur Pútins“ ræddi við hann og gagnrýndi leiðtoga hersins Rússneski auðjöfurinn Yevgeny Prigozhin, sem gengið hefur undir nafninu „kokkur Pútíns“, ræddi nýverið við Vladimír Pútin, forseta Rússlands, og gagnrýndi það hvernig haldið hefði verið á spöðunum varðandi innrás Rússa í Úkraínu. Gagnrýnin beindist mest að leiðtogum rússneska hersins en Prigozhin og aðrir hafa gagnrýnt herinn opinberlega að undanförnu. 25. október 2022 10:28 Kokkur Pútíns játar að eiga Wagner Rússneski auðjöfurinn Yevgeny Prigozhin hefur viðurkennt að hafa stofnað og eiga málaliðahópinn Wagner Group. Hann segist hafa stofnað hópinn eftir innrás Rússa í Úkraínu 2014 og með því markmiði að senda málaliða til austurhluta Úkraínu. 26. september 2022 10:24 Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Sjá meira
Farnir að nota fjörutíu ára sprengikúlur Rússneski herinn hefur gengið verulega á skotfærabirgðir Rússlands fyrir stórskotalið og framleiðsla þar í landi heldur ekki við notkunina í innrás Rússa í Úkraínu. Bandaríkjamenn segja herinn byrjaðan að nota rúmlega fjörutíu ára skot sem eru líkleg til að virka ekki sem skildi. 12. desember 2022 23:41
Segja höfuðstöðvar Wagner hafa verið sprengdar í loft upp Úkraínumenn eru sagðir hafa sprengt höfuðstöðvar Wagner málaliðasveitarinnar í Luhansk. Þetta fullyrðir fyrrverandi héraðsstjóri Luhansk, sem nú er í útlegð. 12. desember 2022 07:19
Kokkur Pútíns viðurkenndi afskipti af kosningunum í Bandaríkjunum Rússneski auðjöfurinn Yevgeny Prigozhin viðurkenndi í morgun að hafa afskipti af kosningunum í Bandaríkjunum og sagðist ætla að halda því áfram. Þetta er í fyrsta sinn sem auðjöfurinn viðurkennir þetta opinberlega en hann hefur verið ákærður í Bandaríkjunum fyrir afskipti sín og er eftirlýstur þar. 7. nóvember 2022 14:07
„Kokkur Pútins“ ræddi við hann og gagnrýndi leiðtoga hersins Rússneski auðjöfurinn Yevgeny Prigozhin, sem gengið hefur undir nafninu „kokkur Pútíns“, ræddi nýverið við Vladimír Pútin, forseta Rússlands, og gagnrýndi það hvernig haldið hefði verið á spöðunum varðandi innrás Rússa í Úkraínu. Gagnrýnin beindist mest að leiðtogum rússneska hersins en Prigozhin og aðrir hafa gagnrýnt herinn opinberlega að undanförnu. 25. október 2022 10:28
Kokkur Pútíns játar að eiga Wagner Rússneski auðjöfurinn Yevgeny Prigozhin hefur viðurkennt að hafa stofnað og eiga málaliðahópinn Wagner Group. Hann segist hafa stofnað hópinn eftir innrás Rússa í Úkraínu 2014 og með því markmiði að senda málaliða til austurhluta Úkraínu. 26. september 2022 10:24