Gagnrýndi starfsmenn fyrir að slappa af og leika sér um helgar Samúel Karl Ólason skrifar 23. desember 2022 16:33 Ma Huateng, stofnandi kínverska fyrirtækisins Tencent, virðist ekki ánægður með starfsfólk sitt. EPA/JEROME FAVRE Stofnandi kínverska samfélagsmiðla- og leikjarisans Tencent, sagði starfsmönnum nýverið að spilling, leti og lélegir stjórnarhættir hefði komið niður á rekstri fyrirtækisins og grafið undan því. Þetta kom fram á árlegum fundi Ma Huateng með starfsmönnum Tencent þann 15. desember. Samkvæmt heimildum Reuters var Ma reiður á fundinum og sagði að ítarleg rannsókn hefði leitt mikla spillingu innan veggja fyrirtækisins í ljós. Hann fór þó ekki nánar út í hvers konar spillingu um væri að ræða. Hann gagnrýndi stjórnendur fyrirtækisins einnig harðlega á fundinum en en undanfarin tvö ár hafa reynst fyrirtækinu erfið. Hert regluverk yfirvalda í Kína hefur meðal annars komið verulega niður á tekjum Tencent sem Pony stofnaði árið 1998. Auk þess að takmarka þann tíma sem kínversk börn mega spila verja í að spila tölvuleiki verulega, hafa yfirvöld í Kína einnig neitað að leyfa Tencent að gefa út nýjan tölvuleik í meira en fimmtán mánuði. Sjá einnig: Börnum bannað að spila meira en þrjá tíma í viku í Kína Ma gagnrýndi starfsmenn Tencent fyrir að slappa af um helgar og leika sér, þrátt fyrir erfiða stöðu fyrirtækisins. Samkvæmt Fortune, sem vitnar í áskriftarmiðilinn Bloomberg og kínverska miðla, gagnrýnd Ma nánast allar deildir fyrirtækisins. Hann gagnrýndi leikjadeild fyrirtækisins fyrir að einblína á magn umfram gæði og sagði að samfélagsmiðladeild Tencent, sem rekur meðal annars WeChat, væri að tapa fyrir samkeppnisaðilum eins og Douyin, sem er miðill á vegum Bytedance. Ma sagði of mikla áherslu hafa verið lagða á útvíkkun rekstursins í stað þess að vanda til verka í grunnrekstri Tencent. Það hefði kostað fyrirtækið. Kína Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Þetta kom fram á árlegum fundi Ma Huateng með starfsmönnum Tencent þann 15. desember. Samkvæmt heimildum Reuters var Ma reiður á fundinum og sagði að ítarleg rannsókn hefði leitt mikla spillingu innan veggja fyrirtækisins í ljós. Hann fór þó ekki nánar út í hvers konar spillingu um væri að ræða. Hann gagnrýndi stjórnendur fyrirtækisins einnig harðlega á fundinum en en undanfarin tvö ár hafa reynst fyrirtækinu erfið. Hert regluverk yfirvalda í Kína hefur meðal annars komið verulega niður á tekjum Tencent sem Pony stofnaði árið 1998. Auk þess að takmarka þann tíma sem kínversk börn mega spila verja í að spila tölvuleiki verulega, hafa yfirvöld í Kína einnig neitað að leyfa Tencent að gefa út nýjan tölvuleik í meira en fimmtán mánuði. Sjá einnig: Börnum bannað að spila meira en þrjá tíma í viku í Kína Ma gagnrýndi starfsmenn Tencent fyrir að slappa af um helgar og leika sér, þrátt fyrir erfiða stöðu fyrirtækisins. Samkvæmt Fortune, sem vitnar í áskriftarmiðilinn Bloomberg og kínverska miðla, gagnrýnd Ma nánast allar deildir fyrirtækisins. Hann gagnrýndi leikjadeild fyrirtækisins fyrir að einblína á magn umfram gæði og sagði að samfélagsmiðladeild Tencent, sem rekur meðal annars WeChat, væri að tapa fyrir samkeppnisaðilum eins og Douyin, sem er miðill á vegum Bytedance. Ma sagði of mikla áherslu hafa verið lagða á útvíkkun rekstursins í stað þess að vanda til verka í grunnrekstri Tencent. Það hefði kostað fyrirtækið.
Kína Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira